Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.09.1983, Page 12

Læknablaðið - 15.09.1983, Page 12
196 LÆKNABLAÐIÐ verða annars að sjálfsögðu endalok mjög margra sjúkdóma, t.d. hjarta- og lungnasjúk- dóma o.s.frv., en þá er sjúkdómsgreining tengd þeim sérstöku líffærum og þar með aðald- ánarorsökin. lldisskortur í þessari merkingu er sérstakur sjúkdómur burðarmálsbarna (36.8 %) og deyja þau reyndar flest fyrir fæðingu (87 %) vegna ótímabærs rofs á flutn- ingsleiðum frá móður, um fylgju, til barns, annars vegar og hins vegar vegna sjúkdóma móður svo sem sykursýki, krampahneigðar (með drepi í fylgju) og eiturlyfjaneyslu móður. Á þessum grundvelli sbr. töflu 5 verður því öll sjúkdómsmyndin í barninu, eins og hún kemur fram og sýnt er á 4. töflu, að skoðast. Eftirfarandi meinafræðileg einkenni eru lögð til grundvallar sjúkdómsgreiningu: I. Smáblæðingar undir þekju á yfirborði margra innri líffæra. II. Mjög aukin blóðfylling í líffærum, oft með meiri eða minni blæðingum í lungum, heila og hóstarkirtil. III. Lungun full eða hálffull af aðkomuefni, frumuflagni og fóstursaur úr legvatni vænt- anlega vegna aukinna þarmhreyfinga og öndunarátaka í streitu ildisskortsins. Segja má að hér komi upp vafaatriði t.d. lungnablæðing, sem í sjálfu sér væri næg dánarorsök út af fyrir sig, en gæti verið af völdum ildisskorts eða af völdum innöndunar á blóði t.d. í fylgjulosi. Hér er erfitt að greina á milli og því allt flokkað undir ildisskort enda annað fátítt. Stundum kann einnig að leika vafi á, hvað valdi blæðingu í heilahólf. Til greina kemur ieki í háræðum vegna ildisskorts (drep) en einnig leki vegna skyndilegra þrýstings- breytinga í höfði við sitjanda- eða fótafæð- ingu. Fullyrða má að allmikið hafi dregið úr blæðingum í heilahólf svo og höfuðáverkum eins og kemur fram í umræðum þar um. Hin hliðin á þessu máli, þ.e. köfnun og ildisskortur, sem gefið er yfirlit um í 5. töflu kemur miklu betur fram en áður, þar sem heimtur á fylgjum fara mjög batnandi. f>ar með gefst betra færi en áður að greina sjúkdóma í þessu þýðingarmikla flutningalíf- færi fóstursins. Drep og aðrir hrörnunarsjúk- dómar fylgju, auk ýmissa afbrigða á belgjum, æðum og streng, víkka mjög þekkingarsvið, svo að meinafræðileg sjúkdómsgreining verð- ur stórum öruggari og vafaatriðum fækkar. Meðfæddir vanskapnaðir (congenital malfor- mations). Hér eru aðeins skráðir þeir gallar sem eru sýnilegir með berum augum og leiða til bana innan þeirra tímamarka, sem teljast til burðarmáls þ.e. andvana fædd börn og þau sem deyja innan viku frá fæðingu. Þetta er afmarkaður efniviður sem gerir mögulegan samanburð tímabila og staða ef vandlega er »síað«. Þannig kemur nú í ljós, að þessum meðfæddu göllum hefur fjölgað síðan fyrsta könnunin var gerð hér 1955-1964. Það hefur fjölgað úr 14 af hundraði allra burðarmáls- krufninga í 20 af hundraði. Fyrri hundraðs- talan var nánast alveg sú sama í nágranna- löndum samkvæmt hliðstæðum könnunum þess tíma (4). Sbr. 3. og 7. töflu. Það yrði of langt mál að rekja hinar margvís- legu, hugsanlegu orsakir vanskapnaðar eða af- brigðilegs fósturþroska, en hér verður aðeins lítillega minnst á litningagalla, sem talið er að valdi æði mörgum vansköpnuðum og miklu fleiri heldur en fram kemur í skýrslum, þannig að sumir fræðimenn telja að 78 af hundraði alls getnaðar farist í »fósturlátum«, oft það snemma, að hvergi komist á skrá (Roberts & Lowe) (10). Því er stundum haldið fram að þessi tíðu fósturlát snemma á meðgöngutíma séu vörn náttúrunnar gegn því, að vonlaus eða dauðvona fóstur komist áfram, jafnvel til fullrar meðgöngu og gegn útbreiðslu óheppi- legra erfðaeiginleika. Víða fara nú fram rann- sóknir á litningatruflunum, þar á meðal hér á landi (Jensson og fl. 1976) (11). Þó leiða þessar rannsóknir aðeins í ljós toppinn á þeim stóra ísjaka sem er vanskapnaðir af völdum litn- ingatruflana. Það er og kunnara en frá þurfi að segja, að veirusjúkdómar svo sem rauðir hundar snemma á meðgöngutíma geta valdið van- skapnaði svo að réttlæti fóstureyðingu. Til þess að draga úr hættu þeirri sem fóstri kann að stafa af rauðum hundum hefir hin síðari ár verið hafin herferð gegn sjúkdómnum með víðtækum ónæmisaðgerðum á konum. Það mál hófst hérlendis með bréfi borgarlæknis í desember 1975 til landlæknis sem leiddi til fyrrnefndra aðgerða (12). Meðfæddir gallar í miðtaugakerfinu eru enn sem fyrr megin hluti allra skráðra vanskapn- aða, sem að bana verða innan 7 daga. Hér er um að ræða all mikið fleiri kvenkyns en karlkyns börn eins og fyrr segir. Þessi mis- munur er enn meira áberandi í heilaleysi (anencephaly) og hryggrauf (spina bifida), en það eru gallar sem rekja má til truflana á lokun taugapípu, en þar er hlutfallið 4:1. Ekki

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.