Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.09.1983, Qupperneq 22

Læknablaðið - 15.09.1983, Qupperneq 22
202 LÆKNABLADID 69,202-206,1983 Sigurður M. Magnússon1), Ásmundur Brekkan2) GEISLASKAMMTAR TIL SJÚKLINGA VIÐ RÖNTGENRANNSÓKNIR A ÍSLANDI - FORRANNSÓKNIR INNGANGUR Frá fyrstu tíð hefur maðurinn orðið fyrir jónandi geislum, bæði frá umhverfi sínu á jörðinni og himingeimnum. Geislunin frá um- hverfi mannsins á jörðinni nefnist bakgrunns- geislun og geislunin frá himingeimnum geim- geislun. Eftir uppgötvun geislavirkni og rönt- gengeislunar í lok síðustu aldar og hagnýtingu innan læknisfræði sem á öðrum sviðum, hefur geislaálag á mannkyn aukist verulega. Vaxandi notkun jónandi geislunar í læknisfræði til sjúkdómsgreininga og lækninga hefur aukið mjög vægi pessa þáttar geislaálagsins. í dag er svo komið, að í mörgum löndum er geislaálag á almenning vegna notkunar jónandi geislunar í læknisfræði allt að því eins mikið eða jafnvel meira en vegna bakgrunnsgeislunar (1). Mikil áhersla er lögð á að halda þessari geislun sem annarri eins lágri og hægt er. Má í því sambandi benda á tilmæli Alþjóðageisla- varnaráðsins (ICRP) frá 1977 (2). Sá þáttur læknisfræðilegu geislunarinnar, sem vegur þyngst í þessu sambandi, eru röntgenrann- sóknir, bæði vegna þess, að geislaskammtar eru fremur háir við þær sumar svo og vegna þess, hve mikill fjöldi röntgenrannsókna er fram- kvæmdur. Hér á landi eru árlega gerðar yfir 100 þúsund röntgenrannsóknir (3). Rannsóknir á geislaskömmtum sjúklinga eru mikilvægar með tilliti til geislavarna, því vitneskja um stærð þeirra geislaskammta, sem um er að ræða, er undirstaða þess, að hægt sé að beita markvissum aðferðum til þess að minnka geislaálagið, án þess að læknisfræðilegt gildi röntgenrannsóknanna rýrni. Þær rannsóknir, sem hér um ræðir, eru hluti stærra verkefnis, sem unnið er að á vegum geislavarna Hollust- verndar ríkisins, en það er heildarmat á geislaálagi íslensku þjóðarinnar vegna notku- 1) Hollustuvernd rlkisins, 2) Röntgendeild Borgarspítalans. Barst 22/04/1983. Samþykkt til birtingar og sent í prent- smiðju 26/04/83. nar jónandi geislunar í læknisfræði. Auk rönt- genrannsókna er um að ræða notkun geisla- virkra efna, bæði til sjúkdómsgreininga og lækninga, auk geislalækninga. Vegna þess, að röntgenrannsóknir vegna þyngst í þessu sambandi þykir rétt að leggja sérstaka áherslu á þann þátt geislaálagsins. Til- þess þarf nákvæmar upplýsingar um hinar ýmsu röntgenrannsóknir, hvað varðar tegundir, aldurs- og kyndreifingu sjúklinga, geislaskammta til hinna ýmsu líffæra við mismunandi röntgenrannsóknir og fleira. Það er því eðlilegt, að rannsókn þessari sé skipt í þrjá þætti: 1. Söfnun upplýsinga 2. Mælingar 3. Útreikningar- úrvinnsla Söfnun upplýsinga beinist einkum að aldurs- og kyndreifingu sjúklinga við mismunandi röntgenrannsóknir, svo og heildarfjölda rann- sókna. Geislun á nokkur mikilvæg líffæri við »geislaþungar« röntgenrannsóknir er mæld, svo og flatarmálsgeislun. Vegna þess, hve geislun á eitt og sama líffæri við sömu rannsókn er breytileg, þarf að framkvæma mælingar á miklum fjölda sjúklinga. Niðurstöður úr fyrsta og öðrum þætti eru undirstaða útreikninga og frekari úrvinnslu. Mjög umfangsmiklar rannsóknir á geisla- skömmtum til sjúklinga hafa farið fram í ýmsum löndum, svo sem Bandaríkjunum (4), Japan (5) og Svíþjóð (6). Hafa þær leitt í ljós mjög mismunandi mikla geislun við sömu röntgenrannsókn frá einu sjúkrahúsi til annars. Einnig að hægt er á grundvelli slíkra rann- sókna að minnka geislaálagið verulega án þess að rýra læknisfræðilegt gildi röntgenrann- sóknanna. Á íslandi hafa slíkar rannsóknir ekki verið gerðar skipulega, og því er ekki vit- að, hvert geislaálag er á íslensku þjóðina vegna röntgenrannsókna. Þær niðurstöður, sem hér verður greint frá, eru því af forrann-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.