Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.09.1983, Qupperneq 48

Læknablaðið - 15.09.1983, Qupperneq 48
220 LÆK.NABLADID næstu töflu eru sýnd dæmi um forvörn, með- ferð og eftirlit. í þriðju töflu er fjallað um for- varnarstarf og framkvæmdaaðila. í október 1982 var haldinn fundur í WHO/ EURO, þar sem öll fyrirliggjandi gögn voru tekin til endurskoðunar. Á þessum fundi var greinarhöfundur skýrsluritari (raþporteur). Hópurinn tók sér fyrir hendur að setja nýjar viðmiðunarreglur og tók 12-17 áhættuþætti og tengdi þá sjúkdómum. í töflu IV eru tengdir saman áhættuþættir og aðgerðir og í fimmtu töflu er fjallað um verkefnaskiptingu milli heil- brigðis- og félagsþjónustu og annarra aðila, samanber og lið 3.4 hér á eftir. í sjöttu töflunni er fjallað um svið aðgerða. Niðurstaða þessa vinnuhóps var ótvírætt, að þeir þættir, sem hefðu mest áhrif á heilsufar væru: Reykingar, áfengi, fæðuval, offita, um- hverfisþættir og starfsumhverfi. Hópurinn var sammála um, að reykingar, áfengisneysla, mataræði, offita og lyfjaát eru mikilvægir þættir, þegar rætt er um hjartasjúkdóma, heilablóðfall, krabbamein, slys, geðsjúkdóma og sykursýki. Ennfremur að sérstök starfsemi, sem beint er gegn þessum þáttum, sé líkleg til að skila árangri, þegar til langs tíma er litið. MEGINÞÆTTIR SAMHÆFÐS VERKEFNIS 2.1. Tilgangur Að bæta heilsufar með forvörn gegn lang- vinnum sjúkdómum. 2.2 Markmið Að gera þjóðum innan WHO kleift að koma á samvirkri starfsemi til þess að afstýra sjúk- dómum, greina þá snemma og minnka jafn- framt áhættuþætti og draga þannig úr fötlun, sjúkleika og dauðsföllum vegna hjartasjúk- dóma, heilablæðinga, krabbameins, slysa, geð- sjúkdóma og sykursýki. Jafnframt skal kapp- kostað, að heilsugæslukerfið taki upp þá þætti, sem nauðsynlegir verða og eru í þess verkahr- ing. 2.3 Sérstök markmið 2.3.1. Að samhæfa aðgerðir til þess að afstýra og draga úr langvinnum sjúkdómum. Til þess þarf að setja á laggirnar kerfi aðgerða og verkefna. 2.3.2. Að setja upp upplýsingakerfi, skrá- ningarkerfi og sérstakt kerfi heilsufarsstaðla. 2.3.3. Að kveða á um áhrif sérstakra áhættu- þátta. Tafla IV. Áhættuþættir og adgerdir, sem álitid er ad geti haft áhrif. Aðgerðir Áhættupættir Kynning Skipuleg Með- Fræðsla Löggjöf leit ferð Reykingar . .. + + + + Mataræði . .. + + + O Offita .. + o + + Áfengi .... .. + + + + Lyf .. + + + + Umhverfi . .. + + + + Starf . . + + + + + =Mögulegt aö hafi áhrif, O =ólíklegt að hafi áhrif Tafla V. Adilar adgerða og áhrif aðgerða. Heilbrigðis- Aðrir aðilar, Áhættupættir og félagsleg sem pátt eiga pjónusta í aðgerðum* Reykingar . .. + + + + + + Mataræði .. .. + + + + Offita .. + + + O Áfengi .. + + + + + + Lyf . . + + + + Umhverfi .. . . + + + + Starf .. + + + *) Sjá lið 3.4 í textanum : Verkaskipting aðila. Tafla VI. Svið aðgerða. Sam- Einstak- Fjöl- Sveitar- vinna Áhættuþættir lingur skylda félag Land pjóða Reykingar + + + + + + + + + + + + + + + Mataræði + + + + + + + + + + Offita .... + + + + + ? ? ? Áfengi ... + + + + + + + + + + Lyf + + + + + + + + + + Umhverfi + + + + + + + + + Starf + + + + + + + + + 2.3.4. Að þróa samvirka starfsemi til mennt- unar og almennra upplýsinga um varnir gegn áhættuþáttum og þar með gegn langvinnum sjúkdómum. 2.3.5. Að stuðla að rannsóknum á lang- vinnum sjúkdómum, eftirliti með þeim og for- vörn gegn þeim. 2.3.6. Að meta árangur þessa starfs. 2.4 Framkvæmd forvamarstarfs Stefnt er að því að nýta þá starfsemi, sem þegar er skipulögð, einkum heilsugæslu og útvíkka hana. Nokkra verkþætti ber að nefna sérstaklega:
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.