Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1983, Blaðsíða 50

Læknablaðið - 15.09.1983, Blaðsíða 50
222 LÆKNABLADID ings.Komaáhollumneysluvenjumogumgengn- isvenjum á sjúkrahúsum og heilbrigðisstofn- unum (mataræði, reykingar). Slysavarnir og meðferð slasaðra. Umhverfis- vernd (hreint vatn, hreint loft), matvælaeftirlit, merking vöru, aukefni. 3.4.2. Landbúnaðar-, verslunar- og iðnfram- leiðsluyfirvöld: Reglur um framleiðslu neyslu- vöru (t.d. fituinnihald). 3.4.3. Menntamálayfirvöld: Komasamræmd- um upplýsingum um eigin ábyrgð á heilsufari í námsskrár grunnskóla. Endurskoða námsskrár með tilliti til heilbrigðisfræðslu. Leita annarra leiða til að koma vitneskju um holla lifnaðar- hætti til barna og unglinga. Gera foreldrum grein fyrir ábyrgð peirra á að byggja upp heilbrigðar venjur barna og á því fordæmi, er þeir skapa. 3.4.4. Fjármálayfirvöld: Fjármálaaðgerðir, sem hafa áhrif á neyslu, svo sem sköttun á tóbaki, áfengi, sælgæti og gosdrykkjum og niðurgreiðslu á hollum vörum, t.d. brauðmeti, fitulitlum mjólkurmat, fersku grænmeti og ávöxtum. 3.4.5. Félags- og samgöngumálayfirvöld: Hollur vinnustaður, vegagerð, sjóslys, flugslys. 3.4.6. Dómsmálayfirvöld: Ökuréttindi, við- urlög við ölvun við akstur, eftirlit ökutækja, bílbelti. 3.4.7. Aðrir aðilar með sérstök verkefni: Fjölmiðlar. Ýmis áhugamannafélög. Stéttar- félög. Kirkjufélög. 3.5 Mannafli í upphafi er nauðsynlegt að gera sér grein fyrir mannaflaþörf vegna þessa verkefnis. Mannaflaþörf mun verða mismikil eftir skipu- lagi heilsugæslustarfs í hverju landi. Hjá okkur verður að kanna rækilega, hvort heilsugæslu- stöðvar geta tekið að sér þetta verkefni án þess að bæta við verulegum mannafla. íhuga þarf einnig, hvort hentugt sé, að stjórn heilsu- gæslustöðvar eða sérstök verkefnisstjórn ann- ist umsjón heima fyrir. Ég hef talið, að stjórnaraðilar, þ.e. fram- kvæmdastjóri með læknismenntun og hjúkrun- arfræðingur með heilsugæslumenntun, ásamt ritara, yrði það starfslið, sem í byrjun yrði ráðið og ekki þýddi að hefja verkefnið, nema heimild fengist fyrir þessu starfsliði. GAGNAÖFLUN OG MAT ÁRANGURS í áætlun WHO er mikil áhersla lögð á að afla upplýsinga um árangur, til þess að hægt sé að gera sér grein fyrir gagnsemi eða gagnsleysi verkefnisins. Til þess að þetta verði hægt þarf frá byrjun að skipuleggja ákveðna gagnaöflun. Allir gera sér þó ljóst, að breytingar á tíðni langvinnra sjúkdóma gerast hægt, þannig að 5-10 ár geta liðið áður en vissa er fyrir árangri. Þó er hægt að fá upplýsingar um breytta hegðun og breytingar á venjum með sérstökum hóprannsóknum og þannig hægt að vita um einstök og sérstök atriði og tilhneig- ingar. Vert er að gera sér ljóst, að ekki er gert ráð fyrir neinum viðmiðunarhópi til að gera sam- anburð við, þannig að viðmiðun verður einkum við ástand einstakra þátta eins og þeir voru fyrir upphaf verkefnis. STAÐA MÁLSINS NÚ 4.1. Samningsuppkast liggur fyrir milli WHO/ EURO og hverrar þjóðar fyrir sig. 4.2 Austur-Þýskalandi, Búlgaríu, Finnlandi, íslandi, Júgóslavíu, Litháen, Möltu og Ung- verjandi hefur verið boðið að taka þátt í verkefninu. 4.3. Fundir með þátttökuþjóðunum voru haldnir í júní 1983: Vikufundur um stjórnun og áætlanagerð fyrir þá, sem stjórna verkefni í hverju landi, þriggja daga fundur, þar sem ræddar voru áætlanir þjóðanna um framkvæmd og tveggja daga fundur um aðild fjölmiðla að verkefninu. 4.4. Langt er komið gerð leiðbeininga til þjóðanna, hvernig þær standi að undirbúningi og hvaða grunnupplýsingar um ástand heima fyrir þurfi að leggja fram í upphafi starfsins. 4.5. Yfirstjórn verkefnisins er sameiginleg milli Genfar og Hafnar og er þegar til sérstök stjórnarnefnd verkefnisins, bæði fyrir Evrópu- svæðið og að því er varðar fjölþjóðasamvinnu. 4.6. í Höfn er verkefnið undir stjórn deild- arstjóra þess, er fjallar um langvinna sjúk- dóma, en ráðgert er að sérstakur verkefnis- stjóri taki við, þegar fram í sækir, sennilega í byrjun árs 1984. LOKAORÐ í stuttu máli hef ég reynt að gera grein fyrir nýju verkefni, sem Alþjóðaheilbrigðisstofnun- in býður nokkrum þjóðum að fara af stað með. Ýmislegt er enn óljóst um framkvæmd og fyrirhugað fyrirkomulag. Hinu má ekki gleyma, að hugmyndin er fram komin vegna þess, hve menn standa varnarlausir og mátt- vana gagnvart skæðustu sjúkdómum nútímans. Þetta verkefni er tilraun til nýs átaks og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.