Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1988, Blaðsíða 6

Læknablaðið - 15.10.1988, Blaðsíða 6
304 LÆKNABLAÐIÐ þennan sjúkdóm veikjast fyrir 50 ára aldur (14). Ofnæmið hefur tilhneigingu til að ná hámarki nokkrum árum eftir að það byrjar en fara síðan rénandi og hverfa jafnvel með öllu á efri árum. Með tilliti til þessara sérkenna bráðaofnæmis var ákveðið að kanna alla einstaklinga á aldrinum sex til fimmtíu ára á bæjum þar sem fjölskyldufaðirinn væri yngri en fimmtíu ára. Áhugavert þótti að kanna tvö landbúnaðarhéruð sem eru mjög ólík hvað varðar veðurfar og heyskaparhætti. Fyrir valinu urðu vestasti hluti Skaftafellssýslu og norðurhluti Strandasýslu. í Skaftafellssýslu er úrkoman 2000-4000 mm á ári en í Strandasýslu 1000-2000 mm. Auk þess var vitað, að heyfengur í Skaftafellssýslu var að mestu leyti þurrhey en í Strandasýslu er heyfengur að mestu leyti vothey. Fyrir alla þátttakendur var fylltur út spurningalisti um félagssögu, atvinnusögu, búskaparhætti og einkenni frá öndunarfærum, húð og augum og tengsl þeirra við vinnu í heyryki. Spurningalistinn var unninn upp úr spurningalista British Medical Research Council frá 1966, sem gerður var til þess að kanna langvinna berkjubólgu. Ef hinn spurði hafði einkenni frá áðurnefndum líffærum var hann húðprófaður með pikk aðferð (prick-test), hvort sem einkennin voru tengd heyryki eða ekki. Undanþegnir húðprófi voru tólf einstaklingar með einkenni sem ekki gátu samrýmst bráðaofnæmi og flokkuðust undir psoriasis, snertiexem og langvinna berkjubólgu. Við húðpróf voru notaðar 24 ofnæmislausnir, sem fengnar voru frá Allergologisk Laboratorium í Kaupmannahöfn. Styrkleiki lausnanna var ýmist uppgefinn í þunga þurrefnis af ofnæmisvaka í rúmmáli upplausnarvökvans (t.d. 1:20 w/v) eða í HEP (Histamine Equivalent Prick) þegar um er að ræða betur staðlaðar ofnæmislausnir. Eitt HEP er skilgreint þannig: »Den allergenstyrke, der ved priktest giver samme pápestörrelse som histaminhydroclorid lmg/ml« (Allergy Nyt, nr. 3, 1984). Sem jákvæð viðmiðun var notað histamín 0,1 ‘Vo í glýserínupplausn og sem neikvæð viðmiðun var notuð glýserín upplausn. Við mat á húðsvörunum voru Iagðir saman lengsti ás húðsvörunarinnar og ás hornrétt á hann og deilt í þá útkomu með tveimur. Húðpróf var talið jákvætt ef ein húðsvörun var 2 mm stærri en neikvæða viðmiðunin. Þegar könnun fór fram voru þekktar 19 tegundir heymaura á íslandi en ekki tókst að útvega ofnæmislausnir nema frá þremur tegundum heymaura. Ef húðpróf var jákvætt var tekið blóð til RAST-greiningar síðar. Tölfræðilegir útreikningar á niðurstöðum könnunarinnar eru gerðir með chi-square prófi. Table I. Distribulion of age, sex and prick test reactions in 319 members of the farming communities in V. Skaftafellssýsla and Strandasýsla. Age 6-10 11-20 21-30 31-40 41-50 Total Male................ 31 49 24 39 40 183 Female.............. 23 34 25 35 19 136 Total............... 54 83 49 74 59 319 Prick tested....... 7 22 16 33 25 103 Positive prick tests.......... 3 9 11 21 13 57 Percent positive.... 43 41 69 64 52 55 Table II. Number and results of prick tests in V. Skaftafellssýsla and Strandasýsla. Number Skin-tested in study N °7o Positive skin-test N °7o V-Skaftafellssýsla. . 152 42 (27,6) 23 (54,8) Strandasýsla . 167 61 (36,5) 34 (55,7) Total 319 103 (32,3) 57 (55,3) Difference not significant Table III. Results of prick tests (standard allergens) in 103 farming peopte with respiratory or skin symptoms. Concen- Number of reactions Number of reactions > histamine Allergens tration > 2mm reaction House dust 1:20 31 9 Cow 1:20 22 4 Dermatophagoides farinae 1:50 14 1 Meadow festuca ... 10 11 3 Dermatophagoides pteronyssinus HEP 10 10 1 Birch HEP 10 10 0 Dog HEP 5 7 1 Cat HEP 10 6 1 Alternaria HEP 1:20 5 2 Horse 10 4 Mucor HEP 1:20 3 Cladosporium .... 1:20 1 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.