Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1988, Blaðsíða 45

Læknablaðið - 15.10.1988, Blaðsíða 45
LÆKNABLAÐIÐ 337 Hin skýrslan (Lákares vidareutbildning i de nordiska lánderna. Specialistbestámmelser m.m. Maj 1988) er samanburður og úttekt á sérfræðireglum landanna, greint nákvæmlega frá innihaldi og skipulagi hverrar sérgreinar í hverju landi. Báðar skýrslurnar er hægt að fá á skrifstofu læknafélaganna. 7. Nordisk Federation för medicinsk undervisning hélt aðalfund og fræðslufund í Menntaskólanum að Laugarvatni í lok júní sl. Sveinn Magnússon sat fundinn sem fulltrúi L.í. í forföllum Viðars Hjartarsonar. Á aðalfundinum var greint frá helstu málum, sem unnið hafði verið að sl. tvö ár frá síðasta aðalfundi svo og rædd sameiginleg framtíðarverkefni. Kosin var ný stjórn. Jón G. Stefánsson dósent og Víkingur H. Arnórsson prófessor voru endurkjörnir fulltrúar íslands. Fræðslufundurinn sem haldinn var samhliða aðalfundinum fjallaði um kennslu í læknisfræði og yfirstandandi breytingar á námsefni margra læknaskóla. Greint var frá skólunum í Tromsö í Noregi, Linköping í Svíþjóð, Kaupmannahafnarháskóla og Háskóla íslands. Elisabeth Armstrong Ph.D. gestafyrirlesari frá Harvard í Bandaríkjunum greindi frá umfangsmiklum breytingum við kennslu læknanema við Harvard, »The New Pathway«, sem líkt og á Norðurlöndunum miðast við að færa verklegt nám læknanema mun framar en áður, blanda það betur bóklegu námi, veita leiðsögn í 6-8 stúdenta hópum, draga úr hefðbundnum fyrirlestrum og auka verkefnavinnu. Var fræðslufundurinn hinn fróðlegasti. VÍSINDASIÐANEFND L.í. Nefndin hefur tekið til starfa. Hefir nefndin haldið nokkra fundi og tekið fyrir og afgreitt eitt mál, sem barst nefndinni í hendur 19. janúar 1988. Tillögur að reglugerð fyrir nefndina eru í athugun. ERINDI TIL UMSAGNAR I. Heilbrigðis- og trygginganefnd efri deildar Alþingis óskaði í nóvember 1987 umsagnar L.í. um frumvarp til laga um heilbrigðisfræðsluráð. Í ágúst 1986 hafði stjórn L.f. sent sömu nefnd neðri deildar Alþingis umsögn um sams konar frumvarp og gert við það ýmsar athugasemdir, m.a. dregið í efa að svo fjölmennt ráð sem frumvarpið gerði ráð fyrir næði athafnaþrótti og starfsþroska. Einnig var bent á að L.í. var ekki meðal þeirra mörgu aðila sem upp voru taldir til setu í ráðinu. Frumvarpið, sem óskað var umsagnar um í nóvember 1987, var samhljóða því sem var á ferðinni 1986 að öðru leyti en því að nú var L.í. í hópi tilnefningaraðila í ráðið, að vísu á kostnað læknadeildar H.í. Stjórn L.í. vísaði til umsagnar sinnar frá því í ágúst 1986 og lagði auk þess til að læknadeild yrði á ný bætt í hóp tilnefningaraðila. II. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið óskaði umsagnar L.í. um drög Evrópusvæðis WHO að forgangsröðun verkefna tilheyrandi markmiðum Evrópuskrifstofu WHO nr. 26-31 vegna »Health for all by year 2000«. Um var að ræða milli 70 og 80 atriði sem að mati stjórnar L.í. voru misjöfn að mikilvægi fyrir aðstæður hér á landi. Umsagnartími var skammur en stjórnin lét engu að síður í té álit sitt um forgangsstig verkefnanna með tilliti til atvika hér á landi. III. Alþingi óskaði í desember 1987 umsagnar L.í. um frumvarp til laga um breytingu á áfengislögum. Umsögnin fer hér á eftir: »Við mat á heilsufarslegum og félagslegum áhrifum frumvarpsins, ef að lögum verður, hefur stjórn Læknafélags íslands m.a. stuðst við eftirfarandi: 1. Yfirlýsing aðalfundar félagsins í sept. 1987 um stuðning við »Opið bréf til ríkisstjórnar og alþingismanna um heilsuvernd og nauðsyn á að draga úr heildarneyslu áfengis«, sbr. bréf félagsins til alþingismanna, dags. 9. nóv. 1987. 2. íslensk heilbrigðisáætlun, sem var lögð fram af þáverandi heilbrigðisráðherra í apríl 1987, kafli 4.3. 3. Stefnumörkun Evrópusvæðis Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar fyrir árið 2000 (Targets for Health for All. Target 17: Health-damaging behaviour. 2. útg. 1986). í framangreindu opnu bréfi er á það bent, að »öll vandamál, sem tengjast áfengi, vaxa margfalt með aukinni heildarneyslu» og er skorað á «ráðherra og aðra alþingismenn, að gera það, sem í þeirra valdi stendur til að draga úr framboði áfengis og eftirspurn eftir því þannig, að heildarnotkun þess minnki í samræmi við markmið Alþjóða heilbrigðismála- stofnunarinnar«. í kafla 4.3 í íslensku heilbrigðisáætluninni er bent á það sem staðreynd, að óæskileg heilsufarsleg áhrif áfengisneyslu séu mikil hér á landi, enda þótt heildarnotkun áfengis sé minni en í flestum löndum. í markmiði heilbrigðisáætlunarinnar nr. 8 segir m.a. að almenna neyslu áfengis þurfi að minnka með því markmiði »að minnka og eyða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.