Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1988, Blaðsíða 49

Læknablaðið - 15.10.1988, Blaðsíða 49
LÆKNABLAÐIÐ 339 Sérhæfð þjónusta líkams- og heilsuræktarstöðva 1) Mæling áreynsluþols er tæknileg framkvæmd, sem margir geta framkvæmt, enda hafi þeir til þess lært. Mat á mælingarniðurstöðum tengist hins vegar ávallt klínísku mati, sem ekki er á færi annarra en lækna, sem öðlast hafa þekkingu og reynslu á þessu sviði. 2) Hnykking er umdeild lækningaaðferð. Hvað sem líður skoðanamun á ágæti hnykklækninga, er víst, að við þær eiga ekki aðrir að fást en þeir, sem hafa staðgóða þekkingu og reynslu í »manual medicine«, en það eru einkum sérfræðingar í orku- og endurhæfingarlækningum og bæklunarlækningum auk sjúkraþjálfara. 3) Megrunarleikfimi er blekking, ein út af fyrir sig. Líkamsáreynsla í leikfimisformi í megrunarskyni er því aðeins góðra gjalda verð, að hún tengist annarri »mataræðishæfingu« og breytingu á almennum lífsstíl. 4) Nálastungur tíðkast í vaxandi mæli á Vesturlöndum og virðast gefa góða raun sem lækningaaðferð við vissum stoðkerfiskvillum. Nálastungur í lækningaskyni ættu alfarið að vera í höndum lækna, sem öðlast hafa reynslu í beitingu þeirra og staðgóða þekkingu á ábendingum og frábendingum þessarar meðferðar. Nálastunguaðferð ætti að öllum jafnaði að fara fram á sömu stöðum og lækningar, þ.e. á sjúkrahúsum og læknastofum. 5) Eðlilegt hlýtur að teljast, að næringarráðgjöf sé í höndum næringarfræðinga. 6) »Sjúkraleikfimi« á sviði líkams- og heilsuræktar er með öllu óskilgreint fyrirbrigði. Hvað er átt við? Ætla má, að gerð og þyngd leikfimi fyrir sjúklinga fari að öllu leyti eftir sjúkdómsatvikum þeirra. Slík leikfimi ætti helst að vera í höndum sjúkraþjálfara, en til greina getur komið, að sérhæfðir íþróttakennarar annist hana. 7) Stólpípunotkun í líkamsræktarskyni er algjör firra, sem getur orðið að skaðlegri áráttu hjá fólki, sem ánetjast henni. Þekkt er, að fasta getur líka orðið að skaðlegri áráttu, þótt hún kunni að hafa eitthvert tímabundið gildi í tengslum við aðrar heilsubætandi aðgerðir. 8) Svæðanudd er illa skilgreint fyrirbrigði »leikmannanudds«. Án þess að leggja nokkurt mat á gagnsemi þess eða ókosti má fullyrða, að nudd, svæðanudd sem annað, hefur lítið, ef nokkurt gildi í líkams- og heilsurækt. Burtséð frá því, ætti nudd af hvaða tagi sem er, að vera í höndum sjúkraþjálfara eða íþróttanuddara, ef um einkennalausa (fríska) einstaklinga er að ræða. 9-13)Hér eru taldar 5 tegundir þjálfunar ætlaðar sérstökum hópum. Rétt er, að ávallt þarf að sníða þjálfun að getu og þörfum þeirra, sem í henni taka þátt. Hins vegar dugar leikfimi ein og sér yfirleitt skammt og oftast þarf að efna til annarra aðgerða jafnframt, t.d. fræðslu af ýmsu tagi. Þetta á jafnt við um aldraða, barnshafandi konur, sængurkonur, þroskahefta og þá, sem eru ofan við kjörþyngd. Sérstakar viðmiðunarreglur hafa verið gefnar út fyrir líkamsþjálfun miðaldra fólks með hliðsjón af áhættuþáttum, einkum duldum hjarta- og æðasjúkdómum. Æskilegast er, að sérhópaleikfimi og þjálfun sé í höndum sjúkraþjálfara, en að öðrum kosti sérhæfðra íþróttakennara. Húsnæði og búnaður Húsnæði líkams- og heilsuræktarstöðva þarf að sjálfsögðu að uppfylla skilmála heilbrigðisreglugerðar og hollustuverndar. Svo virðist sem mikið kapp hafi verið og sé lagt á tækjabúnað líkams- og heilsuræktarstöðva og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.