Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1988, Blaðsíða 39

Læknablaðið - 15.10.1988, Blaðsíða 39
LÆKNABLAÐIÐ 333 í síðustu málsgrein markmiðs 20 um, að tveir læknar skuli ráðnir á allar Hl-stöðvar. Hugmyndir félagsins um að Ieggja niður einmenningsstöðvar hafa oft verið til umræðu, fyrst og fremst í tengslum við gerð kjarasamninga. Sérfræðiþjónusta í markmiði 21 er gert ráð fyrir »að fyrir árið 1995 verði kostur á sérfræðiþjónustu á öllum stærri heilsugæslustöðvum og á göngudeildum sjúkrahúsa«. Stjórnin bendir á, að sérfræðiþjónusta hefur ávallt staðið til boða á öllum göngudeildum sjúkrahúsa. Með hliðsjón af því, sem áður er sagt um stöðvar sérfræðinga í þessari umsögn, telur stjórn Læknafélags íslands, að ekki sé mikil ástæða til að flytja sérfræðiþjónustu inn á heilsugæslustöðvarnar. Þó gæti það átt rétt á sér, þar sem ekki væri um aðra kosti að velja. Endurhæfing í markmiði 22 segir: »Stefnt verði að því að endurhæfingaraðstaða verði í hverju heilsugæsluumdæmi eða í næsta sjúkrahúsi, en sérhæfð endurhæfingarstarfsemi í Reykjavík og á Akureyri«. Með hliðsjón af starfsemi Reykjalundar telur stjórn Læknafélags Islands eðlilegra, að setningin væri orðuð á þann veg, að sérhæfð endurhæfingarstarfsemi skuli vera á Reykjavíkursvæðinu og á Akureyri. Ennfremur telur stjórnin, að síðasta setning markmiðs 22 megi falla niður, sökum þess að þar er fjallað um svo sjálfsagt atriði, að ekki tekur því að eyða á það orðum. Geðlækningar, öldrunarlækningar o.fl. í áætluninni er sérstaklega fjallað um tvö svið sérfræðiþjónustu, geðlækningar (M 25) og öldrunarlækningar (M 26). Stjórn félagsins tekur undir, að efla megi starfsemi þessara sérgreina hér á landi. Stjórnin bendir þó á, að á hinu sama þyrftu ýmsar aðrar sérgreinar að halda, ef þeim á að takast að ráða við verkefni sín á viðunandi hátt. í riti Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar, »Targets for Health for All«, er sérstaklega minnst á sérsviðin hjarta- og æðasjúkdóma og krabbamein. Stjórn félagsins telur, að þessi sérsvið þurfi einnig að efla sérstaklega hér á landi. Læknisfræðileg hátækni Á sl. áratug hefur orðið veruleg þróun í læknisfræðilegri hátækni. Fram til þessa hefur lítið sem ekkert verið gert til að koma þessari hátækni á fót hér á landi vegna kostnaðar. Um það eru allir sammála, að óbreytt staða á þessu sviði er landsmönnum því háskalegri sem lengra líður. Stjórn félagsins telur mjög brýnt, að gerð verði áætlun um hátækni í læknisfræði hér á landi og álitur, að sú áætlun eigi heima í þessari heilbrigðisáætlun. Nám heilbrigðisstétta í markmiði 31 er m.a. fjallað um nám heilbrigðisstétta. Stjórn Læknafélags íslands telur, að þarna þurfi sérstaklega að fjalla um háskólanám heilbrigðisstétta (lækna, hjúkrunarfræðinga, sjúkraþjálfara o.fl.). Full ástæða er til, að háskólanám heilbrigðisstétta sé í stöðugri endurskoðun m.t.t. síbreytilegra þarfa í heilbrigðisþjónustunni. Þá er rétt að benda á nauðsyn þess, að verklegt nám fari ekki eingöngu fram á sjúkrahúsum. Á þetta ekki síst við um nám læknanema. Rannsóknir Stjórn félagsins telur nauðsynlegt, að í markmiði 32 verði rannsóknaverkefni nánar skilgreind og að sérstaklega verði kveðið á um rannsóknir á nú óþekktum orsökum sjúkdóma, sem leiða til varanlegrar fötlunar.« HEILBRIGÐISÞING Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið boðaði til heilbrigðisþings 5. febrúar 1988 þar sem íslensk heilbrigðisáætlun var til umfjöllunar. Sátu það formaður og varaformaður fyrir hönd L.í. Ráðuneytið hafði skipað sjö vinnuhópa um hina ýmsu þætti áætlunarinnar og fluttu formenn þeirra skýrslur á þinginu. Síðan fóru fram umræður og óskuðu fjölmargir eftir að taka til máls enda voru á þinginu fulltrúar rúmlega 20 félaga heilbrigðisstétta og rúmlega 40 heilbrigðisstofnana auk fjölmargra fulltrúa annarra aðila. Ræðumönnum var því skammtaður svo knappur tími að flestir töldu sig hafa komið til skila aðeins broti þess sem þeir vildu sagt hafa. Fyrir þinginu lágu skýrslur starfshópanna og umsagnir ýmissa aðila. í lokin dró Páll Sigurðsson ráðuneytisstjóri saman niðurstöður sem hann sagði að yrðu hafðar til hliðsjónar við gerð endanlegrar útgáfu heilbrigðisáætlunar fyrir ísland sem lögð yrði fyrir Alþingi til staðfestingar. Þegar þetta er ritað er stjórn L.í. ekki kunnugt um að því verki sé Iokið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.