Læknablaðið - 15.10.1988, Blaðsíða 32
326
LÆKNABLAÐIÐ
Stjórnarmenn, framkvœmdastjóri
og aðrir fulltrúar á
formannaráðstefnunni.
því var samþykkt tillaga um samskonar áskorun á
ráðherra um »að möguleikar verði á mismunandi
rekstrarformum heilsugæslu- og
heimilislæknastöðva.«
Tveimur ályktunartillögum var vísað til stjórnar
L.I. Fjallaði önnur um að L.í. kæmi sér upp
fjölmiðlafulltrúa, hin um að komið væri á fót
staðalnefnd heilsuræktar og annarra
hollustuaðgerða.
Tvær tillögur voru sameinaðar að tillögu
starfshóps og samþykktar í einni ályktun sem
varar við hættuástandi vegna lokunar
sjúkradeilda og samdráttar í rannsóknarvinnu og
skorar á stjórnvöld að finna lausn á þeim vanda.
Undir liðnum önnur mál var samþykkt yfirlýsing
aðalfundar L.í. um stuðning við »opið bréf til
ríkisstjórnar og alþingismanna um heilsuvernd og
nauðsyn á að draga úr heildarneyslu áfengis.«
Ein tillaga um stjórnarkjör lá fyrir aðalfundinum,
frá stjórn L.Í., og var samþykkt með lófataki:
Haukur Þórðarson formaður til tveggja ára,
Sveinn Magnússon gjaldkeri til sama tíma, Ari
Jóhannesson, Gestur Þorgeirsson, Sigríður Dóra
Magnúsdóttir og Þorkell Bjarnason
meðstjórnendur til eins árs. Fyrir í stjórn voru
Sverrir Bergmann varaformaður og Kristján
Eyjólfsson ritari. Einar Jónmundsson var
endurkjörinn endurskoðandi og Þengill Oddsson
kjörinn til vara. Gunnlaugur Snædal var kjörinn í
Gerðardóm til tveggja ára og Vikingur H.
Arnórsson til vara.
í lok aðalfundar bauð Atli Árnason, formaður
Læknafélags Austurlands, til næsta aðalfundar
L.í. að Egilsstöðum 19.-21. ágúst 1988. Um
aðalfund L.í. 1987 vísast að öðru leyti til
fundargerðar sem birtist nokkuð stytt í 5. tbl.
Læknablaðsins 1988.
STJÓRNARFUNDIR
Að vetrinum heldur stjórn L.í. að jafnaði
vikulega fundi en strjálla á sumrin. Frá aðalfundi
1987 til miðs júlí 1988 voru fundirnir 29 talsins.
Auk þess voru haldnir þrír fundir með stjórn L.R.