Læknablaðið - 15.10.1988, Blaðsíða 25
LÆKNABLAÐIÐ 1988;74:319-24
319
Þorsteinn Njálsson
SAMANBURÐUR SKRÁNINGA SAMSKIPTA
Á FIMM HEILSUGÆSLUSTÖÐVUM
INNGANGUR
í nýlegri grein (1) var sagt frá uppsetningu
svokallaðs Egilsstaðakerfis (2) við skráningu
samskipta og sjúkraskýrslugerð á heilsugæslustöð
á Hólmavík. Skoðað var mynstur samskipta,
tilefna, greininga og úrlausna á tólf mánaða
tímabili.
í þessari grein er reynt að bera þessar upplýsingar
saman við annan islenskan efnivið, eftir því sem
tök eru á.
EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR
Hér á eftir er greinin »Skráning og vinnsla
samskipta á heilsugæslustöðinni á Hólmavík 1.
júlí 1985 til 30. júní 1986« (1), höfð til
grundvallar í samanburði á starfi á fimm
heilsugæslustöðvum. Til að geta gert þennan
samanburð þarf efniviðurinn að vera
samanburðarhæfur, þ.e. timabil úrtaks minnst
eitt ár, fáir einstaklingar skrái og safni
upplýsingum og skilgreiningar, sem miðað er við,
komi vel fram og séu svipaðar milli staða.
Þau skrif sem hæst ber, um störf heimilislækna á
íslandi og hafa birst í Læknablaðinu eru
»Læknisstörf í héraði« (3), byggð á upplýsingum
úr Hvammstangalæknishéraði 1965-67.
Egilsstaðarannsóknin (2) sem er viðamikið fylgirit
með heilbrigðisskýrslum, þar er skýrt frá
grundvallarvinnu í þróun sjúkraskýrslna á
heilsugæslustöðvum og birtar upplýsingar frá
árunum 1977 og 1978.
Þá er stuðst við ársskýrslu Péturs Péturssonar frá
Bolungarvík 1983 (4) og síðan vann
greinarhöfundur upplýsingar úr tölvusafni (5)
heilsugæslustöðvarinnar í Búðardal frá 1985. í
Bolungarvík (4) og í Búðardal (5) er öll skráning
unnin að hætti Egilsstaðakerfisins (2) líkt og á
Hólmavík (1).
Önnur skrif í Læknablaðið um störf
heimilislækna (6-8), svo og kannanir á
læknisþjónustu á landsbyggðinni (9, 10), ná til
mjög skamms tíma, gefa sjónhendingu af starfi,
Barst 25/04/1988. Samþykkt 01/07/1988
en hafa ekki samanburðarvægi hinna staðanna
(1-5).
Hvammstangarannsóknin 1965-67 (3) er
greinilega langt á undan sinni samtíð og gefur
mjög góðar og vandaðar upplýsingar. f raun segir
það mikið um þá upplýsingasöfnun að það er ekki
fyrr en tólf árum síðar, sem Egilsstaðarannsóknin
(2) kemur fram og svo Hólmavíkurgreinin (1)
eftir tuttugu ár. Víða um landið eru til töluverðar
upplýsingar sem skráðar eru að hætti
Egilsstaðakerfisins, annars staðar er söfnun og
skráning upplýsinga að byrja.
í þessari grein eru einungis ræddar þær
upplýsingar sem höfundur telur sambærilegar.
NIÐURSTÖÐUR
Aðkomur. Á einu ári hafa 89,2% ibúa samskipti
við heilsugæslustöðina á Hólmavík. Eru þetta 5,1
samskipti á íbúa, heldur fleiri samskipti hjá
konum eða 6,4, en 3,9 hjá körlum. Það mun
almennt vera raunin að konur nota
heilbrigðisþjónustuna meir en karlar og á það við
á öllum fimm heilsugæslustöðvunum,
Hvammstanga, Egilsstöðum, Bolungarvík,
Búðardal og Hólmavík, samanber töflu I.
Samskiptahlutfallið á Hólmavík og í
Bolungarvík, er það hæsta sem þekkist, en
Búðardalur kemur þó fast í eftir, samanber töflu
I. Á þessum stöðum nær því
heilsugæslustarfsfólk til 85-90% íbúa á hverju
ári, sem verður að telja mjög mikið og að öllum
líkindum ekki hægt á venjulegan hátt að ná til
Table I. Number of contacts made by thepopulation of
five districts (1-5) with the local Health Center.
Health Center*) Number of contacts Males Females Total Percentage of the local population
Hvammstangi 1965-66 4.5**) 6.6**) 3.5***) 60.0***)
Egilsstadir 1978 .. 3.7 5.5 4.5 79.2
Bolungarvík 1983 5.0 7.2 6.0 89.0
Búdardalur 1985 . 4.0 6.2 5.2 84.7
Hólmavík 1985-86 3.9 6.4 5.1 89.2
*) Period of one year. **) Two years. ***) Antenatal and well
baby care not included.