Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1988, Blaðsíða 10

Læknablaðið - 15.10.1988, Blaðsíða 10
306 LÆKNABLAÐIÐ í töflu VI eru borin saman tíðni einkenna í heyryki eftir því hvort einstaklingarnir höfðu jákvæð eða neikvæð húðpróf. Enginn teljandi munur var á kvörtunum um hósta, mæði eða hita eftir því hvort um var að ræða einstaklinga með jákvæð húðpróf eða ekki. Hins vegar eru einkenni frá nefi eða augum miklu tíðari hjá þeim sem hafa jákvæð húðpróf. UMRÆÐA Könnunin hefur sýnt, að heymaurinn lepidoglyphus destructor er algengasti ofnæmisvaldurinn í sveitum landsins og að 68% þeirra, sem höfðu jákvæð húðpróf, voru jákvæðir fyrir honum. Aðrir heymaurar, sem prófað var fyrir, eru einnig ofarlega á blaði. Hallas hefur fundið 19 tegundir maura í íslensku heyi (16). Ekki voru tök á að prófa fyrir öðrum tegundum heymaura en þeim þremur, sem áður voru nefndar. Þó er mögulegt að aðrir maurar hafi gildi í sambandi við ofnæmi, sérstaklega tegundin tarsonemus, sem fannst í mestu magni og flestum heysýnum sem könnuð voru hér á landi. Þeirri tegund hefur ekki verið lýst annars staðar en á íslandi. Ekki er heldur loku fyrir það skotið, að aðrir óþekktir ofnæmisvaldar séu í heyryki. Má benda á að 17% þeirra, sem höfðu neikvæð húðpróf, sögðust fá kláða í augu við að fara í hlöðu, en kláði í augum í sambandi við rykmengun er alltaf grunsamlegur fyrir ofnæmi. Af þátttakendunum í könnuninni höfðu 103 (32%) einkenni sem gátu samrýmst bráðaofnæmi og voru þess vegna húðprófaðir. Af þeim höfðu 57 jákvæð húðpróf, en það er 17,9% af öllum könnunarhópnum. í svipaðri könnun, sem gerð var í Orkneyjum, voru 220 einstaklingar látnir svara spurningalistum og 205 þeirra voru húðprófaðir (19). Jákvæð húðpróf voru skilgreind á sama hátt og í könnun okkar. Voru 21,5% með jákvæð húðpróf, en aðeins 63,6% þeirra höfðu einkenni. Það svarar til þess að 13,7% hefðu jákvæð húðpróf, ef aðeins eru talin með húðpróf þeirra sem einhver einkenni höfðu. í svipaðri könnun í Skotlandi voru 290 þátttakendur (20). Húðpróf voru gerð á öllum þátttakendum og jákvæð húðpróf skilgreind á sama hátt og í könnun okkar. Höfðu 39% þátttakenda einkenni og 30% settu þau í samband við heyryk. Jákvæð húðpróf höfðu 40,3%, þar af 13,8% eingöngu fyrir heymaurum. í könnun sem gerð var á bændafjölskyldum á Gotlandi höfðu 40,2% einkenni samkvæmt spurningalista (22). Voru 440 þátttakendur húðprófaðir og voru þeir taldir hafa ofnæmi sem höfðu tvær húðsvaranir + +(‘/2 histamínsvörun) eða eina húðsvörun + + + (ein histamínsvörun). Með því að skilgreina ofnæmi á þennan hátt reyndust 15,6% hafa ofnæmi og 12% höfðu jákvæð RAST-próf fyrir rykmaurum. Þessar kannanir í Orkneyjum, Skotlandi og Gotlandi og á íslandi sýna að heymaurar eru algengustu ofnæmisvaldar í sveitum þessara landa. Varasamt er að gera of mikinn samanburð á tölum, sem lesa má út úr þessum könnunum. Framkvæmd kannananna í Orkneyjum og Skotlandi voru mjög líkar og jákvæð húðpróf voru skilgreind á sama hátt og í okkar könnun. Hins vegar voru einkennalausir einstaklingar ekki prófaðir i könnun okkar. Er því fjöldi þeirra sem hafði jákvæð húðpróf lágmarksfjöldi og 17,9% lágmarkstíðni ofnæmis í þessum héruðum, fyrir þann aldurshóp sem hér um ræðir, ef ofnæmi er skilgreint sem jákvætt húðpróf fyrir einum ofnæmisvaka eða fleirum. Ákveðinni óvissu valda þó þær 9 húðsvaranir sem komu fram fyrir heymauraætinu. Þessar svaranir voru allar mjög litlar og því ólíklegt að ætið hafi haft áhrif á niðurstöður húðprófa fyrir heymaurum. Við samanburð á Vestur Skaftafellssýslu og Strandasýslu kemur í ljós, að hlutfallslega fleiri eru með einkenni í Strandasýslu eða 36,5% en 27,6% í Vestur Skaftafellssýslu. í annarri könnun, sem birt er hér í blaðinu, kemur hins vegar fram, að einkenni af heyryki eru hjá 22% í Strandasýslu en 26% í Vestur Skaftafellssýslu (22). Af þessu leiddi að hlutfallslega fleiri voru prófaðir í Strandasýslu en hlutfall jákvæðra húðprófa var svipað á báðum svæðum. Þetta vekur grun um að ofnæmi sé heldur algengara í Strandasýslu en Vestur Skaftafellssýslu þótt ekki sé sá munur marktækur. Alþekkt er að hrakið og illa þurrkað hey myglar og inniheldur meira ryk en hey sem vel er verkað. Einnig er reynsla fyrir því, að minna sé af ryki í votheyi en þurrheyi. Fyrirfram mátti kannski búast við, að talsverður munur kæmi fram á tíðni ofnæmis í Vestur Skaftafellssýslu og Strandasýslu þegar hafður er í huga sá mikli munur á aðstæðum til heyverkunar sem þar er. Niðurstöður þessarar könnunar eru að því leyti óvæntar að tíðni ofnæmis virðist vera öllu meiri í Strandasýslu. Hins vegar er ljóst að leita þarf orsakanna annars staðar en í heyrykinu, þar sem kvartanir frá heyryki voru hlutfallslega tíðari í Vestur Skaftafellssýslu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.