Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1988, Blaðsíða 34

Læknablaðið - 15.10.1988, Blaðsíða 34
328 LÆKNABLAÐIÐ aðgang að sjúkraskrám. Svo fór að þeirri hugmynd var hafnað og voru ný læknalög samþykkt skömmu fyrir þinglok og staðfest af handhöfum forsetavalds þann 19. maí 1988 með gildistöku frá 1. júlí 1988. Lög þessi eru nánast óbreytt frá frumvarpinu eins og það lá fyrir við þingslit vorið 1987 og höfðu þá ýmsar ábendingar og tillögur frá L.í. verið teknar til greina. 2. Álytkun um að læknadeild H.í. taki upp kennslu í stjórnunarfræðum var send menntamálaráðherra, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, læknadeild H.í, háskólarektor og landlækni. í bréfi forseta læknadeildar, dags. 22. okt. 1987, greinir hann frá því að læknanemum hafi staðið til boða námskeið í stjórnunarfræðum sl. tvö misseri en þeir þurfi sjálfir að greiða námskeiðið. Ennfremur greindi forseti frá því að áform væru uppi um að stjórnunarnám verði tekið inn í kennsluskrá læknanema. 3. Ályktun sem varar við hættuástandi á sjúkrahúsum vegna lokunar deilda var send heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, landlækni, borgarlækni, héraðslæknum, framkvæmdastjórum sjúkrahúsa, Landssambandi sjúkrahúsa, Sambandi ísl. sveitarfélaga, læknadeild H.Í., formanni kennslunefndar læknadeildar og Félagi yfirlækna. Þessi upptalning ber þess vott að efni hennar snýr að vel flestum ábyrgðaraðilum heilbrigðismála í landinu. Viðbrögð við þessari ályktun eru eftir því: Engin. Má vera að átt hefði að birta ályktunina þeim sem verða mest fyrir barðinu á lokun sjúkradeilda, almenningi í landinu eða kjörnum fulltrúum hans, alþingismönnum. Lokun deilda að undanförnu virðist hafa verið beitt jafnmikið og að jafnaði á síðari árum. Full ástæða er til að kynna þetta mál betur sem í eðli sínu er pólitískt mál og brjóta það til mergjar. Meðal annars þarf að fá skýrt fram hvort ástæður lokunar sjúkrahúsdeilda séu ekki aðrar en skortur starfsfólks. 4. Ályktun um breytilegt rekstrarform heimilislækna- og heilsugæslustöðva var send heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, landlækni, borgarlækni, héraðslæknum, formanni samninganefndar T.r., Sambandi ísl. sveitarfélaga og formönnum þingflokkanna. í bréfi frá heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, dags. 20. okt. 1987, er greint frá því að ekki verði hafist handa á árinu 1987 við að breyta lögum um heilbrigðisþjónustu í þá átt að mismunandi rekstrarform heilsugæslu- og heimilislæknastöðva verði mögulegt en væntanlega verði heildarendurskoðun laganna sett af stað árið 1988. Kunnugt er að skoðanir lækna eru skiptar i þessu máli. Telja sumir að leggja beri niður heimilislæknakerfið og hér á landi verði eingöngu kerfi heilsugæslustöðva. Aðrir telja eðlilegt að þessi tvö rekstrarform þróist hlið við hlið. Sýni annað kerfið ótvíræða kosti muni það dafna en hitt víkja. Svo virðist sm heilbrigðisyfirvöld styðji fyrri kostinn. 5. Tillögu um fjölmiðlafulltrúa læknafélagnna var vísað til stjórnar. Að svo komnu máli hefur stjórn L.í. ekki talið tímabært að hlutast til um ráðningu fulltrúa af þessu tagi. Stjórninni er ljóst að brátt er þörf endurskipulagningar á starfsemi og starfsliði skrifstofu félaganna og útgáfustarfseminni. Þessi endurskipulagning verður að haldast í hendur við aukningu húsrýmis. Stjórnin telur að við endurskipulagninguna hljóti ráðning fjölmiðlafulltrúa að koma til álita. 6. Tillögu um staðalnefnd var einnig vísað til stjórnar L.í. Enda þótt stjórnin geri sér fulla grein fyrir því að læknar eiga að láta sig varða allt sem viðkemur staðli heilbrigðisþjónustu og heilbrigðisstofnana er líklegt að verkefni af þessu tagi sé ofviða nefnd sem skipuð er Iæknum í fullu starfi nema henni verði séð fyrir starfsmanni. Af þeim sökum hefur stjórnin ekkert aðhafst í málinu að svo komnu. Það tengist að vissu leyti fyrrgreindri endurskipulagningu á starfsemi skrifstofu félaganna og gæti þá e.t.v. tengst starfi heilbrigðisyfirvalda á þessu sviði með samvinnu læknafélaganna og þeirra. í þessu sambandi er vert að geta þess að nýlega veitti stjórn L.í. umsögn að beiðni ráðuneytis um starfsemi og staðal líkams- og heilsuræktarstöðva. Umsögnin var m.a. byggð á áliti ýmissa sérgreinafélaga lækna. NÝ LÆKNALÖG í skýrslunni fyrir starfsárið 1986-1987 var greint frá afskiptum stjórnar L.í. af frumvarpi til læknalaga sem lagt var fyrir Alþingi á 109. löggjafarþinginu 1986. í kaflanum um afgreiðslu ályktana aðalfundar 1987 í þessari skýrslu, Iið 1, er sagt frá endanlegri afgreiðslu frumvarpsins og samþykkt Iæknalaga á Alþingi. Stjórn L.í. telur að læknar megi una vel við þær móttökur sem tillögur stjórnar fengu á Alþingi um breytingar á frumvarpinu, ábendingar um orðalag þess o.fl. Læknalögin birtust í 7. tbl. Fréttabréfs Iækna 1988 og hafa því allir læknar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.