Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1988, Blaðsíða 23

Læknablaðið - 15.10.1988, Blaðsíða 23
LÆKNABLAÐIÐ 317 NABLAÐIÐ THE ICELANDIC MEDICAL JOURNAL Læknafélag íslands og Læknafélag Reykjavikur 74. ÁRG. OKTÓBER 1988 NOTA LÆKNAR HEILBRIGÐA SKYNSEMI VIÐ SÁRAMEÐFERÐ? Vitur maður útlenskur hefur einhvers staðar sagt: »common sense is very uncommon« og sér þess víða stað. Hugtakið »common sense« hefur verið þýtt á íslensku sem heilbrigð skynsemi og án þess að viðurkenna, að það sem er »common« þurfi endilega að vera heilbrigt, þá mun ég nota íslensku þýðinguna í því sem hér fer á eftir. Einhver annar útlenskur maður eða ef til vill sá sami, hefur sagt að menntun og þó sérstaklega þröng sérfræðimenntun rugli öðru fremur þann þátt í mannlegu eðli sem menn kalla heilbrigða skynsemi. Það hefur hvarflað að mér, einkum upp á síðkastið, hvort þessi þróun sé ekki að verða í íslenskri læknastétt, en að loknu embættisprófi vita menn nær allt um sjaldgæfa sjúkdóma, djúphugsuð grunnvísindi og flóknar rannsóknir, en þau atriði í læknisfræðinni sem algeng eru og hægt er að leysa með heilbrigðri skynsemi virðast þvælast fyrir mönnum í fræðaþokunni. Sáralækningar eru fyrsta og enn í dag eitt algengasta viðfangsefni Iækna. Samt er það svo, að þetta algenga viðfangsefni bögglast jafn mikið fyrir brjóstinu á læknum í dag og kannski ennþá meir en á dögum Hippokratesar heitins. Ástæðan til að ég sting niður penna nú er, að á liðnum mánuðum hefur rekið á fjörur okkar á lýtalækningadeild Landspítalans æ fleiri sjúklinga með sár af ýmsum toga, sem meðhöndluð hafa verið þannig að heilbrigð skynsemi virðist lítið hafa komið þar nálægt. Af því tilefni langar mig til að rifja upp nokkur atriði í sárameðferð sem byggjast á þvi að nota saman skilningarvitin og heilbrigða skynsemi ásamt svolitlu af þekkingu. Það heyrir til heilbrigðrar skynsemi í sárameðferð, að hreinsa óhrein sár og fjarlægja aðskotahluti, þá heilbrigðu skynsemi hafa t.d. mannapar. Það er heilbrigð skynsemi í sárameðferð, að þegar ekki blæðir úr vef eru mestar líkur til þess að hann sé dauður. Dauður vefur er aðskotahlutur, sem ekki aðeins hindrar að sár grói, en er einnig ágætis næring fyrir sýkla. Það er heilbrigð skynsemi í sárameðferð, að herða ekki saman sár með grófum saumum sem síðan valda blóðflæðistruflun og vefjadauða. Það er heilbrigð skynsemi í sárameðferð, að opna sár með greftri i og tæma hann út. Sýklalyf lífga ekki dauðan vef og geta aldrei komið í staðinn fyrir rétta meðferð sára, þó að þau hjálpi til í réttum skömmtum á réttum tíma. Það er heilbrigð skynsemi í sárameðferð, að því fyrr sem sárunum er lokað »lege artis«, þeim mun minni verða óæskilegar afleiðingar fyrir sjúklinginn. Það er heilbrigð skynsemi í meðferð brunasára, að hjálpa náttúrunni til að græða sár sem ekki gróa sjálf á tveimur til þremur vikum og einnig að húð sem er soðin eða steikt vegna hita er dauð og ber að fjarlægja hana hið fyrsta. Það er einnig heilbrigð skynsemi í meðferð brunasára, að sár sem nær utan um útlim getur valdið blóðrásartruflun fram í útliminn og kallar því á sérstaka aðgát, sömuleiðis að þrýstingsumbúðir hafa engin áhrif á brunabjúg nema þrýstingurinn sé hærri en slagæðaþrýstingur. Margt fleira mætti telja sem heyrir undir heilbrigða skynsemi í meðferð sára en ég læt hér staðar numið vegna þess að greinarkorni þessu er ætlað að vera fremur hugvekja en fræðsla. Að lokum er það heilbrigð skynsemi og meira að segja kennd í læknadeild, að lækni, sem ekki ræður við verkefni sitt, ber að leita ráða hjá þeim sem hann heldur að viti betur. Og eitt símtal er miklu ódýrara fyrir heilbrigðisþjónustuna og hagkvæmara fyrir sjúklinginn en viku- og jafnvel mánaðarlangar sjúkrahúslegur eða göngur á göngudeildir eða heilsugæslustöðvar. Árni Björnsson yfirlæknir lýtalækningadeild Landspítalans
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.