Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1988, Blaðsíða 15

Læknablaðið - 15.10.1988, Blaðsíða 15
LÆKNABLAÐIÐ 1988; 74: 309-13 309 Davíð Gíslason, Tryggvi Ásmundsson, Vigfús Magnússon, Suzanne Gravesen BRÁÐAOFNÆMI í TVEIMUR LANDBÚNAÐARHÉRUÐUM Á ÍSLANDI II. Samband heyverkunaraðferða og einkenna af heyryki INNGANGUR Óhætt er að fullyrða að fáar stéttir á íslandi séu í jafn mikilli hættu á að fá atvinnusjúkdóma og bændur. Landbúnaður var aðal atvinnuvegur þjóðarinnar frá upphafi byggðar og fram á þessa öld. Flestir vinnufærir menn urðu að verja drjúgum hluta vinnudagsins á veturna við vinnu í heyryki. Heyöflun er óvíða í heiminum jafn erfið og hér á landi. Sjúkdómar af heyryki hafa áreiðanlega verið algengir, þótt ekki sé vitað hversu snemma menn gerðu sér grein fyrir sambandi þeirra við rykið. Örn Elíasson, læknir, hefur gert ítarlega samantekt á því sem skrifað hefur verið um heysjúkdóma á íslandi frá fyrstu tíð og fram á síðustu ár (1). Elstu þekktar heimildir í heiminum eru skrif Sveins Pálssonar, læknis, frá 1790. »Heysótt nefnist veikleiki, sem tilfellur þeim, sem gefa myglað og illa verkað hey á vetrum, og er hann alþekktur úti á íslandi. Orsakast hann af phlogistiskum dömpum í heyinu, er sjúgast inn með andardrættinum, og af sér leiða kvefsótt, hæsi, hósta og öll hin sömu tilfelli, og annað phlogistiskt loft og dampar, svo sem af kolum, brennisteini, forarmýrum og öðru þess háttar« (2). Sveinn Pálsson talar um heysótt sem alþekktan sjúkdóm og lýsir einkennum þannig, að samrýmist einna best bráðaofnæmi eða óþoli fyrir heyryki. Jón Pétursson, kirurg, skrifar um heysótt 1794 undir yfirskriftinni »um líkamlega viðkvæmni«: »Brjóstþröng eða brjóstþyngsli þau sem margur maður yfir kvartar hér á landi, kalla ég heysótt til aðgreiningar frá öðrum brjóstsjúkdómum. Þessi veikleiki er ekkert annað en það er læknar kalla asthma convulsicum. Þessi sjúkdómur er innifalinn í langvinnri tregðu þá er hinn sjúki dregur andann. Stundum linast þessi kvilli að sönnu, en kemur aftur og aftur með köstum; er þá sem brjóstið sé saman reyrt, með mikilli Frá Vífilsstaðaspítala, Allergologisk Laboratorium, Köbenhavn og Heilsugæslustöð Seltjarnarness. Barst 22/01/1988. Samþykkt 10/08/1988. óþægð, þrengingu og suðu fyrir brjóstinu svo hinn veiki má í rúminu uppréttur sitja. Hósti er ætíð þessum kvilla samfara, meira eða minna, af hverju þó ekki í fyrstu gengur upp annað en vatnsfroða ein, eður og aðeins lítil blóðlituð froða». Jón lýsir síðan sjúkdómseinkennum eins vinnumanns síns og heldur áfram: «Því verður ekki neitað, að heysóttin illa umhirt, eða lengi forsómuð, verður margra manna bani hér á landi; eftir því sem veikleikinn magnast, verða brjóstþrengslin og þyngslin meiri og ákafari, þar til sjúkdómurinn um síðir umbreytist í fullkomna, ólæknandi megrusótt (phtisin), eður vatnssýki, bæði í brjósti og annars staðar í líkamanum« (3). Fyrri hluti frásagnar Jóns er nærri fullkomin lýsing á astma, sem gæti verið tilkominn vegna ofnæmis eða viðkvæmni fyrir heyryki. Seinni hluti lýsingarinnar á hins vegar greinilega við um lungnateppu með hjartabilun. Athyglisvert er að Jón telur heysótt verða margra manna bana. Jón Hjaltalín, landlæknir, skrifar í Heilbrigðistíðindi 1870: »Heysótt hjá mönnum og skepnum. Þegar heyið er myglað eða leiri blandað, veldur það heysótt bæði mönnum og skepnum. Hún getur oft orðið allill eða jafnvel hættuleg. Slíkt hey þarf að hrista einkar vel áður en það er gefið, og óhultast er fyrir garðmanninn, að binda klút fyrir andlitið, meðan hann er að leysa og hrista heyið« (4). Um heysótt í hestum segir hann: «Allt myglað hey er reiðhestum mjög óhollt, og getur bráðskemmt þá á stuttum tíma, þegar myglan kemst ofan í lungun». Jón gerði sér grein fyrir því, líkt og Sveinn Pálsson, að mygla í rykinu hefði eitthvað með einkenni heysóttar að gera. Jón Finsen talar um heykatarr í doktorsritgerð sinni 1874. Ritgerðin er á dönsku og er hér stuðst við þýðingu Arnar Elíassonar: »Heykatarr: Ég hef fyrirhitt á íslandi, nokkuð oft, sjúkdóm sem er sérstakur hvað varðar orsakir hans. Þetta er krónískur lungnasjúkdómur. Tíðni hans þekki ég ekki þar sem vantar upp á athuganir mínar. Þessi sjúkdómur kemur aðeins fyrir á vetrum, eða öllu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.