Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1988, Blaðsíða 57

Læknablaðið - 15.10.1988, Blaðsíða 57
LÆKNABLAÐIÐ 347 Hægt er að vera aðili að einum eða fleiri þáttum tryggingarinnar. Líftryggingabætur lækka um 4% fyrir hvert ár umfram 50. Tryggingaraðild lýkur við 65 ára aldur. LÍFEYRISSJÓÐUR LÆKNA Á árinu 1987 voru veitt 69 lán úr sjóðnum að fjárhæð samtals kr. 31.520.000. Hafa lánveitingar aldrei verið svo fáar. Vísitölutryggð verðbréf voru keypt af Byggingasjóði fyrir 89.600.000 og önnur skuldabréf voru keypt fyrir 64.000.000. Iðgjöld sjóðfélaga voru um 105.000.000, sem er u.þ.b. 50% hækkun frá árinu áður. Makalífeyrir var greiddur 13 ekkjum og ekklum, en barnalífeyrir með 6 börnum. Ellilífeyris nutu 8 læknar og 2 örorkulífeyris. Á árinu 1987 voru hámarkslán á bilinu 300-700 þúsund kr., sem er óbreytt frá fyrra ári. Lánin eru til 15 ára, bundin lánskjaravísitölu og með 8-9% ársvöxtum. Á aðalfundi sjóðsins 1985 voru samþykktar breytingar á reglugerð hans þannig að aðalfund skuli halda árlega í stað annað hvert ár. Einnig var samþykkt að barnalífeyrir skuli greiddur til tvítugs. Samkvæmt samþykktum sjóðsins taka breytingar á reglugerð ekki gildi nema þær hafi verið samþykktar á tveim aðalfundum í röð. Breytingarnar frá 1985 voru samþykktar á aðalfundi 1987 og hafa því tekið gildi. Aðalfundur verður því haldinn árlega í Reykjavík i september eða október. NÁMSSJÓÐUR LÆKNA Innborguð iðgjöld árið 1987 námu 19,8 milljónum króna. Veittir styrkir voru um 7 milljónir og önnur úttekt var um 9,8 milljónir. Veitt almenn lán voru um 17 milljónir og framkvæmdalán um 4,4 milljónir. Inneignir lækna í árslok 1987 voru 18,5 milljónir án vaxta ársins. Almenn lánsfjárhæð er nú kr. 200.000, en framkvæmdalán vegna stofnkostnaðar stofu eða tækjakaupa allt að kr. 400.000. STYRKTARSJÓÐUR EKKNA OG MUNAÐARLAUSRA BARNA ÍSL. LÆKNA í desember sl. var úthlutað styrkjum til 41 einstaklings, sem er sami fjöldi og árið áður. Úthlutað var kr. 455.000. Fjárhæð hvers styrks nam 7-30 þúsund krónum. HÚSNÆÐISMÁL LÆKNAFÉLAGANNA Eins fram kemur fyrr í skýrslunni hafa húsnæðismál félaganna verið nokkuð til umræðu að undanförnu. L.í. og L.R. eiga að jöfnu núverandi skrifstofuhúsnæði sem er um 280 fermetrar. Eftir stækkunina 1979 voru upphaflega tvö herbergi eingöngu ætluð fyrir fundi stjórna og nefnda. Vegna aukinnar útgáfustarfsemi var stærra herbergið tekið undir hana vorið 1987, þó er þar enn aðstaða fyrir smærri fundi. í hinu fundaherberginu halda stjórnir félaganna fundi sína og þar hafa formenn þeirra aðstöðu. Námskeiðs- og fræðslunefnd, orðanefnd og sjóðsstjórnir halda reglulega fundi á skrifstofunni. Eins og flestum, sem starfa að félagsmálum lækna er kunnugt, eru stundum haldnir á skrifstofunni 3-4 fundir samtímis, einkum þegar kjaramál eru á döfinni. Þessi starfsemi kallar öll á aukið húsnæði. Svo virðist sem nýbygging sé talsvert dýrari kostur en bygging við núverandi húsnæði. Þó gæti orðið ódýrast að fá viðbótarhúsnæði með leigu eða kaupum á hluta hæðarinnar fyrir ofan, sem er í eigu Domus Medica. Formlegar viðræður hafa ekki farið fram við stjórn Domus Medica en veitingasalurinn hefur verið leigður Veitingahöllinni áfram.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.