Læknablaðið - 15.10.1988, Blaðsíða 27
LÆKNABLAÐIÐ
321
einstaklingur með hækkaðan blóðþrýsting kemur
á stofu. Hann segist við komu hafa hækkaðan
blóðþrýsting (sjúkdómseinkenni) eða vera
mættur til að láta mæla þrýsting (eftirlit) eða
vanta blóðþrýstingslyfin (lyfseðill).
Greiningar. í töflu II eru bornir saman algengustu
sjúkdómaflokkar allra héraðanna (1-5). Gengið
er út frá tíðniröð Hólmavíkur. Sjá má á töflunni
að Bolungarvík sker sig úr í flokki hjarta- og
æðasjúkdóma, en íbúar eru þar mun yngri en í
hinum héruðunum. Þá er greining geðsjúkdóma
mun algengari á Egilsstöðum en í hinum
héruðunum. Af töflunni má ráða hvaða
sjúkdómaflokkar eru helstu verkefnin á
heilsugæslustöðvum. í töflunni eru jafnframt
birtar upplýsingar um sjúkdómaflokka byggðar á
landskönnunum (9-11) 1974 og 1981, sem ná til
einnar viku, en gefa samt áþekkar niðurstöður og
heilsugæslustöðvarnar (1-5).
Reasons for contact
Accidents
Preventive
practive
Other reasons')
Prescriptions
Followup
Symptom of
diseases
1,6%
U2,9°/o
3,4%
l 7,3%
□14,2%
12,70/o
□
m
13,90/0
24.80/0
21,90/0
,15,4%
16,1% 20,2%
Egilsstadir
1978
Budardalur
1985
Holmavik
1985-86
....—I 49,1%
^^31,6% 36,70/0
0 10 20 30 40 50
Fig. 2. Reasons for contact, compatison of three
health centers (1, 2, 4).
*) Various reasons, questions, referrals, forms, let-
ters, investigations.
Hækkaður blóðþrýstingur er algengasta einstaka
greiningin á Hólmavík. Alls eru 95 íbúar, 9,7%,
með greininguna hækkaður blóðþrýstingur, 38
karlar og 57 konur. Þetta er heldur hærri tala en á
Egilsstöðum 1980 (12), en þar eru 9,1% íbúa með
greininguna hækkaður blóðþrýstingur, 254
einstaklingar eða 113 karlar og 141 kona. í
Búðardal 1985 hafa 7,1% íbúa verið greindir með
hækkaðan blóðþrýsting, 102 einstaklingar eða 30
karlar og 72 konur.
Úrlausnir I. Lyfjaávísun er algengasta úrlausnin á
Hólmavík, en það á einnig við um hin héruðin.
Lýkur 47% allra erinda á Hólmavík með
lyfjaávísun, að jafnaði 1,4 lyf í hvert skipti. í
Búðardal lýkur 50% allra erinda með lyfjaávísun
eða að jafnaði 1,2 lyf í hvert skipti. Yfirfært á
íbúafjölda eru 3,5 lyfjaávísanir á hvern íbúa á
báðum stöðum. Samkvæmt töflu III hefur
lyfjaávísunum á hvern íbúa fjölgað verulega hér á
landi síðastliðin tuttugu ár. Algengustu
lyfjaávisanirnar eru á sýklalyf og tauga- og
geðlyf, alls staðar nema i Búðardal, en þar fara
meltingarfæralyf upp fyrir báða þessa flokka. I
töflu IV eru stærstu lyfjaflokkarnir milli héraða
Table III. Number of prescriptions/individual of the
population in four Health Centers (1, 3-5).
Number of
prescriptions/
Health Center*) individual
Hólmavik 1985-86.................. 3.5
Búdardalur 1985 .................. 3.5
Bolungarvík 1983 ................. 2.9
Hvammstangi 1965-67 .............. 2.2**)
*) Period of one year. **) 4.32 for two years, but 2.16 for one
year.
Table IV. Comparison of the most common categories of drugs prescriped infour Health Centers (1,3-5) in oneyear
periods, shown as percentage of the total number of prescriptions in each Health Center.
Categories of drugs*) Health Centers Hólmavík 1985-86 Búdardalur 1985 Bolungarvik 1983 Hvammstangi 1965-66
General anti-infectives, systemic 16.5% 15.6% 14.3% 20.6%
Central nervous system 16.5% 15.1% 18.7% 17.9%**)
Cardiovascular system 15.1% 14.1% 7.0 % 13.6%
Respiratory system 14.8% 13.8% 14.2% -
Alimentary tract & metabolism 12.3% 15.9% 9.6% 13.7%
Musculo-skeletal system 6.6 % 6.6% 7.5% 9.5%**)
Genito-urinary system.sex hormones 5.2% 4.9% 13.4% -
Dermatologicals 4.5% 5.5% 7.4% 5.5%
*) ATC-system (10). **) Pain-lcilling drugs were part of musculo-skeletal drugs at the time of the Hvammstanga-study, but are now
categorized as central nervous system drugs.