Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1988, Blaðsíða 36

Læknablaðið - 15.10.1988, Blaðsíða 36
330 LÆKNABLAÐIÐ þær aðgerðir, sem væru aðkallandi og svo kostnaðarlitlar að unnt væri að hrinda þeim í framkvæmd mjög fljótlega.» Af þessu mætti e.t.v. álykta, að meginhugmyndin að baki íslenskri heilbrigðisáætlun væri sú að fjalla um tiltölulega ódýrar skammtímalausnir. Enda þótt áætlunin beri í sjálfu sér tæplega merki þessa, er ljóst, að Iítt eða ekki er hreyft við þáttum, sem alkunnugt er að eru mjög kostnaðarsamir, t.d. svonefnd læknisfræðileg hátækni. Að vísu er íslenskri heilbrigðisáætun einkum ætlað að ná til forvarna og að vera hvöt til heilbrigðra lífshátta. Á það hefur verið bent, að heilbrigðisstarfsemin miðar öll að forvörnum og heilbrigðishvöt, hvort sem um er að ræða heilbrigðisþjónustu fyrir eða eftir, að sjúkleg einkenni koma í ljós. Því er það svo, að ýmsir hinir dýrari þættir heilbrigðisstarfseminnar falla einnig undir forvarnir, t.d. áðurnefnd hátækni. Stjórn Læknafélags íslands varar við því, að heilbrigðisyfirvöld einskorði sig við áform um þær aðgerðir einar, sem eru »svo kostnaðarlitlar, að unnt væri að hrinda þeim í framkvæmd mjög fljótlega», og telur engu síður brýnt, að gerðar séu áætlanir um aðgerðir, sem dýrari teljast, og það þótt til lengri tíma séu. í upphafssetningu markmiðs 3 segir: »Stefnt skal að því að heilsugæslustöðvar verði hornsteinar heilsugæslunnar hver á sínu starfssvæði...«. Til þess að merking þessarar setningar sé ljós, þarf að skilgreina, hvað átt er við með orðinu »heilsugæsla«. Stjórn Læknafélags íslands hefur litið svo á, að íslenska orðið »heilsugæsla« svari til orðanna »health care« í ensku máli. Eins og kunnugt er skiptir Alþjóða heilbrigðismálastofnunin »health care« í stig: »primary health care«, »secondary health care« og »tertiary health care«. Sé merking orðsins »heilsu-gæsla« í áðurnefndri upphafssetningu markmiðs 3 hin sama og felst í orðunum »primary health care« í ensku máli, getur hornsteinahlutverk heilsugæslustöðva talist rökrétt og nær þá til heilsuverndar og alls þess lækningastarfs, sem heimilislæknar sinna á heilsugæslustöðvum og utan þeirra. Sé hins vegar lagður þarna sá skilningur í orðið »heilsu-gæsla«, að það svari til orðanna »health care« í ensku máli, er útilokað, að heilsugæslustöðvar rísi undir nafngiftinni »hornsteinar heilsugæslunnar«. fslensk heilbrigðisáætlun ber með sér, að frumheilsugæslan er að vægi til sett skör ofar en síðari þættir heilsugæslunnar. Enda þótt full ástæða sé til að efla frumheilsugæslu, varar stjórn Læknafélags íslands við því, að það leiði til þess, að þróun annarra þátta heilbrigðisþjónustunnar sitji á hakanum. Greiðsla fyrir heilbrigðisþjónustu í 2. kafla áætlunarinnar er fullyrt, að nú sé »svo komið að enginn íslendingur þarf að greiða fyrir dvöl á sjúkrahúsi...« Þessa setningu þarf að orða á annan hátt til að forðast misskilning, því að sannanlega greiða menn fyrir allan kostnað við heilbrigðisþjónustu með einhverjum hætti. Hlutdeild einkaaðila í afmörkuðum rekstrarþáttum í markmiði 2 í íslenskri heilbrigðisáætlun segir m.a.: »Jafnframt verði ríki og sveitarfélögum heimilt að gera samning við einkaaðila og félagasamtök um að annast afmarkaða rekstrarþætti«. f upphafi 6. kafla áætlunarinnar segir m.a.: »ísland hefur m.a. lagt sérstaka áherslu á heilsugæslukerfið annars vegar og uppbyggingu mjög sérhæfðrar sérfræðiþjónustu hins vegar. Þátt í þessu taka rikisvald, sveitarstjórnir, félagasamtök (sjálfseignastofnanir) og einstaklingar.» Stjórn Læknafélags íslands undirstrikar, að ýmis félagasamtök (sjálfseignarstofnanir) hafa á þessari öld lagt áberandi drjúgan skerf til heilbrigðismála hér á landi og stofnað til margvíslegrar starfsemi á sviði heilbrigðisþjónustu, sem að öðrum kosti hefði dregist úr hömlu að koma á fót. Stjórn félagsins telur, að virða beri framlag frjálsra félagasamtaka á þessum vettvangi og að þeim beri að veita verðugt brautargengi. í þessu sambandi bendir stjórnin á vaxandi einkarekstur innan heilbrigðisþjónustunnar í nágrannalöndum okkar. Stjórnin telur, að í íslenskri heilbrigðisáætlun eigi sá möguleiki að vera fyrir hendi, að heilbrigðisstéttir taki að sér að annast tilteknar greinar heilbrigðisþjónustunnar, eða m.ö.o. að vissir þættir heilbrigðisþjónustunnar verði »markaðssettir«. Slíkt fyrirkomulag er talið afkastahvetjandi og kostnaðarminna fyrir greiðanda. Starfssvæði stofnana í markmiði 4 er m.a. rætt um endurskoðun á starfssvæðum einstakra stofnana. Stjórnin varar við því, að starfsemi einstakra stofnana verði fastbundin við ákveðin svæði. Gæta verður þess að skerða ekki valfrelsi sjúklinga. Rekstrarform heimilislækninga í 3. kafla áætlunarinnar og í markmiði 3 er m.a.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.