Læknablaðið - 15.10.1988, Blaðsíða 46
338
LÆKNABLAÐIÐ
að lokum alveg óæskilegum heilsufarslegum
áhrifum áfengisnotkunar.«
í heilbrigðismarkmiðum Alþjóða
heilbrigðismálastofnunarinnar er kafli, sem
fjallar sérstaklega um hvatningu til heilbrigðra
lífshátta (opinber þýðing er ekki fyrir hendi). í
kaflanum er sérstaklega fjallað um áfengi og
misnotkun þess og segir þar m.a.:
»The extend of alchohol-related problems is
statistically closly related to annual per capita
consumption of alchohol, and it is therefore a
matter of great concern that the alcohol
consumption per head in the Region has shown
a drastic and very disturbing increase over the
passed 30 years. During that period, a!l but one
of the 21 countries for which data are available
have disclosed increases in their per capita
consumption of alcohol. In 12 of these
countries, the annual consumption of pure
alchohol equivalant per person aged 15 and
over has more than doubled, and in 4 countries
it has more than tripled. There is also a trend
towards heavier drinking among women and
young people.«
Eins og fram kemur hér að framan eru
þargreindir aðilar sammála um nauðsyn þess að
draga úr heildarneyslu áfengis. Stjórn félagsins
tekur undir þessi sjónarmið, en bendir á, að
skoðanir eru mjög skiptar meðal lækna um leiðir
til að ná þessum markmiðum.«
IV. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið
óskaði í febrúar 1988 umsagnar L.í. um könnun á
starfsemi og rekstri líkams- og
heilsuræktarstöðva. Umsögn stjórnar L.í. fer hér
á eftir:
»í bréfi, dags. 25. febrúar sl., er óskað umsagnar
Læknafélags íslands um starfsemi líkams- og
heisluræktarstöðva. í bréfinu er greint frá því, að
samstarfsnefnd, skipuð af heilbrigðis- og
tryggingamálaráðherra, raði líkams- og
heilsuræktarstöðvum í 4 flokka eftir starfsemi
(danskennsla, leikfimi, þolfimi, tækjaþjálfun),
og talin er upp sérhæfð þjónusta í 13 liðum, sem
stöðvarnar bjóða.
í íslenskri heilbrigðisáætlun, sem þáverandi
heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra lagði fram
á Alþingi í apríl 1987 og var til umfjöllunar á
Heilbrigðisþingi í febrúar á þessu ári, er í
kaflanum um Heilbrigða lífshætti m.a. fjallað um
líkamsrækt og þjálfun. Svo segir í lið 4.5:
»Samstaða er um að líkamsrækt og líkamleg
þjálfun sé undirstaða heilbrigði. Líkamsþjálfun
er nauðsynleg fyrir alla aldurshópa. Breyttar
þjóðfélagsaðstæður, atvinnuhættir og færri
áreynslutækifæri gera meiri kröfur um
líkamsrækt og þjálfun fyrir alla aldurshópa en
áður.«
Stjórn L.í. tekur undir þessi rök fyrir nauðsyn
líkamsþjálfunar.
Samstaða sú, sem nefnd er, hefur e.t.v. stuðlað
að þeirri umtalsverðu fjölgun fyrirtækja á síðustu
misserum, sem falbjóða þjálfun o.fl. til ræktar
heilsu og líkama. Af fjölmiðlaauglýsingum dylst
engum, að allnokkur samkeppni er þeirra á milli
um markaðinn. Kunnugt er, að við
samkeppnisaðstæður af þessu tagi blómstrar
gjarnan ýmiss auglýsingafagurgali, sem því miður
hefur orðið raunin í þessu tilviki. Brenna vill við,
að inn í auglýsingafagurgala slæðast meiri
fullyrðingar en unnt reynist að standa við um
ágæti þess, sem haldið er á lofti.
Rækt heilsunnar er þannig á leið með að skipast á
bekk með annarri »verslunarvöru«, og er e.t.v.
lítið við því að segja, ef þar er gætt heiðarlegra
viðskiptahátta.
Verður nú vikið að einstökum þáttum í bréfi
ráðuneytisins.
Flokkun starfsemi líkams- og heilsuræktarstöðva
1) Dansiðkun getur haft visst
líkamsþjálfunargildi. Danskennsla fer
yfirleitt fram í dansskólum hér á landi sem
annars staðar og spurning, hvaða erindi slík
kennsla á inn á heilsuræktarstöðvar.
2-3) Leikfimi og þolfimi eru greinar á sama
meiði. Munur, ef einhver, er helst fólginn í
endamarkmiðum þjálfunarinnar, en hvoru
tveggja beinist þó að jafnaði að hinu sama:
aukningu á fimi, styrk og þoli líkamans.
Aðskilnaður þessara tveggja þjálfunarþátta
hefur þannig aðallega »sölugildi« og helst til
þess fallið að slá ryki í augu væntanlegra
kaupenda.
4) Svipað er að segja um það, sem kallað er
tækjaþjálfun. Margvísleg tæki bjóðast á
markaðnum nú til dags, sem auðvelda
líkamsþjálfun. Markmið notkunar þeirra er
hins vegar svipað og ýmissa annarra
þjálfunaraðferða. Með því að bjóða
tækjaþjálfun sem sérstakan þjónustuþátt er
enn verið að slá ryki í augu kaupenda
þjónustu líkamsræktarstöðva.