Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1989, Blaðsíða 7

Læknablaðið - 15.12.1989, Blaðsíða 7
LÆKNABLAÐIÐ 1989; 75: 383-7 383 Vilhjálmur Rafnsson, Hólmfríöur Gunnarsdóttir DANARMEIN STARFSMANNA í ÁBURÐARVERKSMIÐJU RÍKISINS í GUFUNES11954-1985 INNGANGUR Nítrat breytist í nítnt fyrir tilverknað baktería í munni. Við ákveðin skilyrði geta nítrít og amín myndað N-nítrósamín í lifandi líkama, en þau efnasambönd hafa reynst krabbameinsvaldandi hjá tilraunadýrum (1). Ekki hefur verið sannað, að þessi efnasambönd valdi krabbameini hjá mönnum, en flestir telja lfklegast, að sé svo, þá valdi þau magakrabbameini (2, 3). Notkun nítratrfks áburðar hefur aukist mjög á síðustu áratugum. Aukið nítrat í jarðvegi hefur leitt til aukins nítrats í drykkjarvatni og grænmeti víðs vegar um heim. A sama tíma hefur dregið úr manndauða vegna magakrabbameins, þar á meðal á íslandi (4, 5). Talið er, að C og E vítamín og ákveðin fenól hindri myndun N-nítrosamína en önnur fenól, tíócýanat og joðjón, hvetji þetta efnahvarf (1,6, 7). Aðrir þættir svo sem mataræði og stéttaskipting hafa verið rædd í sambandi við magakrabbamein (4, 8). Menn hafa reynt að gera sér grein fyrir, hvort tengsl séu á milli nítratneyslu og magakrabbameins, en eru ekki á eitt sáttir. Sumir sjá einhverja fylgni á milli þessa (9- 15), aðrir komast að hinu gagnstæða (16-18). Þegar litið er sérstaklega til þeirra rannsókna, sem gerðar hafa verið á starfsmönnum í áburðarverksmiðjum eru niðurstöðumar ekki einhlítar (19-21). Athuganir á starfsmönnum við fosfatáburðarframleiðslu og í fosfatiðnaði í Bandaríkjunum leiddu ekki í ljós sérstaka heilsufarshættu. Dánartölur vegna lungnakrabbameins voru samt nokkm hærri en búast mátti við, en höfundar fundu því líklegri skýringar en að kenna fosfatinu um (22-24). í ljósi þessara upplýsinga þótti þess Frá Atvinnusjúkdómadeild Vinnuettirlits ríkisins Reykjavík. Barst 08/05/1989. Samþykkt 16/06/1989. virði að athuga, hvort starfsmenn Aburðarverksmiðjunnar í Gufunesi, sem vinna að framleiðslu köfnunarefnisáburðar og blandaðs áburðar, dæju fremur en aðrir íslenskir karlar á sama aldri úr krabbameini og þá einkum lungna- og magakrabbameini. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR I Aburðarverksmiðjunni í Gufunesi er framleitt ammóníak og saltpéturssýra úr köfnunarefni og vetni. Þar af eru mynduð rök ammóníumnítratkom. Komin eru síðan þurrkuð og húðuð. Þessi áburðartegund er kölluð Kjami. Blandaður áburður (köfnunarefni, kalíum, fosfat) er einnig framleiddur þar, með því að blanda fosfórsöltum og kalíumsöltum í ammóníumnítratlausnina við komin. Þau kom fá síðan sömu meðferð og Kjamakomin. Arið 1978 voru gerðar rykmælingar í verksmiðjunni. Niðurstöður mælinga á öndunarbæru ryki voru á bilinu 0,29-35,09 mg/m3 hjá »almennum verkamönnum« en á bilinu 0,09-3,59 mg/m3 hjá »vélgæslumönnum á vöktum« (25). Heildarrykmagn mældist á bilinu 2,16-520,76 mg/m’. Á sama tíma mældist ammóníak 0-5 ppm og köfnunarefnisdíoxíð 0-4 ppm í andrúmslofti í verksmiðjunni hjá »vélgæslumönnum á vöktum« (25). Árið 1985 var rykmagn aftur mælt í verksmiðjunni. Þá mældist öndunarbært ryk á bilinu 0,08-2,73 mg/m3 hjá »almennum verkamönnum«, en á bilinu 0,07 - 0,59 mg/m ’ hjá »vélgæslumönnum á vöktum« (26). Heildarrykmagn mældist 1,56-540,75 mg/m3. Aðstæður í verksmiðjunni breyttust þannig, að á tímabili fram til ársins 1978 voru áburðarkomin húðuð með kísilgúr, en því var hætt skömmu síðar. Nú eru komin húðuð með skeljasandi. Rannsóknarhópurinn er 603 karlar, sem hófu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.