Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1989, Blaðsíða 45

Læknablaðið - 15.12.1989, Blaðsíða 45
LÆKNABLAÐIÐ 411 tannlæknis og sex konur sögðu, að það kæmi í veg fyrir, að þær leituðu eftir þjónustu. Otti eða kvíði vegna heimsókna var nokkru meiri meðal kvenna en karla. Um 12% þeirra kvenna er svöruðu viðurkenndu óverulegan geig, en liðlega 13% karlanna (1). I rannsókn Haakonsons á 20-60 ára Svíum viðurkenndu 27,6% slíkan ótta. Um 10% Svíanna sögðu ennfremur að þessi ótti hindraði þá í að leita til tannlæknis. Ennfremur kom þar í ljós, að 3% Svíanna álitu, að ótti og kvíði kæmi í veg fyrir að þeir leituðu þjónustu (5). Hjá Dönum yfir 65 ára aldri nefndu 5,6% ástæðuna »ótti við sársaukafulla meðferð« fyrir óreglulegum eða engum tannlæknisheimsóknum (2). Ótti við tannlæknisheimsóknir minnkaði með aldrinum en var þó helmingi algengari en hjá körlunum þótt aðeins 6,3% kvennanna í þessari rannsókn viðurkenndu talsverðan eða meiri ótta og eingöngu 1,2%, að óttinn væri slíkur, að hann kæmi í veg fyrir, að þær leituðu tannlæknis. Ótti er mestur í yngsta hópnum, og fer síðan þverrandi. Vegna samanburðarins skal þó undirstrikað, að sænska rannsóknin tók til blandaðs hóps karla og kvenna 20-60 ára. Þó að ótti virðist algengari meðal kvenna en karla, er hér um mjög lágar tölur að ræða. Skortur á þjónustu virðist ekki vandamál á íslandi í dag, enda er fjöldi íbúa á hvem tannlækni með þvf lægsta í heiminum. Af konunum töldu 93% ekki erfitt að fá tíma við hæfi hjá tannlækni. Þetta er í fullu samræmi við karlana, þar sem talan var 88,8%. Aðrar kannanir sýna að mikill meirihluti fullorðins fólks álítur framkvæmd og fyrirkomulag tannlæknisþjónustunnar í góðu lagi (1, 12, 21). Konumar kváðust mjög meðvitaðar um það, hvað tannlæknir framkvæmir í munni þeirra. Yfir 98% tenntra kvenna kváðust fylgjast með því sem fyrir þær var gert á tannlæknastofu og litlu færri hinna tannlausu einnig eða um 96%. Aðeins 32% þeirra kvenna, sem em útivinnandi, fara til tannlæknis í vinnutíma. Vissar um að þær gætu fengið frí úr vinnu vom 63%, í vafa vom 32%, en einungis 5% sögðu slíkt útilokað. Ef til vill er eðlilegt að þessar tölur séu nokkuð frábmgðnar því sem gerist meðal karlanna, þar sem hér er um hópa fullorðinna kvenna að ræða, sem margar hverjar em væntanlega í hlutastörfum. Það breytir þó engu um það að brýn þörf er á reglulegu eftirliti, og að tafir frá vinnu vegna tímafrekra aðgerða séu í lágmarki. Hér eins og hjá körlunum er það vert umhugsunar, ef einhverjir þegnar velferðarríkisins em án þeirra mannréttinda að geta leitað sér heilbrigðisþjónustu á hefðbundnum þjónustutíma (1). Innan við 18% kvennanna töldu ástandi tanna í einhverju ábótavant, en tæp 53% álitu tennur sínar í góðu lagi. Þær vom því nokkm vissari í sinni sök en karlamir (1). Tannáta er algengari fyrr á ævinni og getur valdið tannverk þótt skemmd sé grunn. Þó benda rannsóknir til þess, að tíðni tannátu aukist aftur á efri ámm (2, 3, 5, 9). Eingöngu tæp 12% álitu, að eitthvað væri að tannholdi, og tæplega 58% þeirra er svömðu spumingunni töldu það í lagi. Vitað er, að vandamál vegna sjúkdóma í tannholdi eru algeng og gjaman talin ein helsta orsök tannmissis meðal eldri einstaklinga (5, 9, 22). Skýring á því hve margar konur álíta tannholdið í lagi, er ef til vill sú, að tannholdssjúkdómur, ásamt verulegu beintapi og tannlosi getur verið kominn á allhátt stig án vitundar viðkomandi einstaklings. Það er kunn staðreynd, að konur sækja betur hvers konar heilbrigðisþjónustu en karlar, og mun svo einnig um tannlæknisþjónustu (3, 5). Þetta kann að virðast mótsagnakennt í fyrstu, þegar þess er gætt að tannleysi er algengara meðal kvenna en karla bæði hérlendis sem og annars staðar (1-12). Astæðan getur ef til vill verið sú, að margir karlamir eru illa tenntir og jafnvel lýttir vegna óreglulegs tanntaps, en kæra sig kollótta um ástand og útlit, sem konumar mundu aldrei sætta sig við og leita því frekar lausnar á málinu. Þær konur sem misst hafa tennur úr öðrum gómi telja frekar eitthvað að tannholdi en þær sem halda tönnum í báðum gómum. Mögulegt er, að ástæðan sé sú, að konur þessar hafi haft meiri kynni af tannholdssjúkdómum og misst tennur sínar þess vegna. Þá telja yngri konumar í hópnum fremur, að eitthvað sé að tannholdi og tönnum. Bendir það til þess, að yngra fólkið sé sér meðvitaðra um tannheilsu sína. Vanmat á eigin ástandi kemur víða fram
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.