Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1989, Síða 44

Læknablaðið - 15.12.1989, Síða 44
410 LÆKNABLAÐIÐ notið tannlæknisþjónustu fyrir 10 ára aldur, er meir en ferfalt hærra og meir en þrefalt hærra meðal karlanna, heldur en þeirra, sem voru á áttræðisaldri, tafla 1(1). Athyglisvert er, að ekki virðist hér marktækt samband á milli aldurs við fyrstu heimsókn og þess hvort konumar urðu síðar tannlausar í öðmm eða báðum gómum, þótt niðurstöðumar meðal kvenna séu nær því að vera marktækar en meðal karla (1). Grabowski komst að annarri niðurstöðu í rannsókn sinni á fólki yfir 65 ára aldri á Sjálandi, þar sem fram kom, að fleiri vom tenntir af þeim, er fyrr höfðu farið til tannlæknis í æsku (2). An efa óx hluti Hjartavemdarkvenna upp utan Reykjavíkur og átti því óhægara um vik að sækja sér þjónustu. Þessi hópur dregur því vafalítið meðaltalið niður. Þær sem leituðu reglulega til tannlæknis meðan á skólagöngu stóð voru að jafnaði betur tenntar og er það samband mun sterkara en hjá körlunum. Þetta sést á því, að 55,3% þeirra kvenna, sem alls ekki sögðust hafa íeitað til tannlæknis á skólaaldri, vom tannlausar. Meðal karlanna var þetta þó enn meira áberandi eða 82,8% tannlausir af þeim, sem ekki höfðu leitað til tannlæknis reglulega á skólaámm (1). Svipaðar niðurstöður hafa fengist annars staðar á Norðurlöndum (20). I fjölda ára var það hugmynd Islendinga, að tennur mundu ekki endast alla ævina, og gervitennur yrðu ekki umflúnar fremur en örlögin og væm jafnvel eftirsóknarverðar fyrir ungt fólk. Ekki verður þó litið fram hjá því, hve fáir tannlæknar voru starfandi á landinu í æsku þessa fólks eins og áður er að vikið auk félagslegra og landfræðilegra aðstæðna (12, 17). Rise hefur meðal annars bent á hliðstæður í rannsóknum sínum á ellilífeyrisþegum í Noregi (3). Spurt var að því, hvenær konumar hefðu farið síðast til tannlæknis. Aðeins 42,5% segja meira en tvö ár frá meðferð, og tæp 36% telja meira en fimm ár um liðin. Þetta eru nánast sömu tölur og fyrir karlana (1). Eins og vænta mátti af áður greindum ástæðum er þetta hlutfall þó hærra en í póstkönnuninni (12). Samkvæmt danskri könnun, sem að því leyti var frábrugðin þessari, að spyrill spurði og skráði svörin, sögðu 48,9% tenntra og 11,4% tannlausra 65 ára og eldri að minna en tvö ár væru liðin frá seinustu heimsókn til tannlæknis (2). Af Hjartavemdarkonunum, sem fylltu út spumingalistann sjálfar, sögðu 52% tenntra og 20,5% tannlausra minna en tvö ár frá seinustu heimsókn. Ferðum til tannlæknis fer fækkandi með aldrinum, enda eykst tannleysið að sama skapi, eins og hjá körlunum (1, 11, 12). Rise og fleiri hafa bent á það, að tannleysi og eftirstandandi fjöldi eigin tanna skiptir ef til vill ekki minna máli en aldur fyrir það, hvort menn fara til tannlæknis. Þeir sem eitthvað hafa af eigin tönnum em mun líklegri til þess að leita eftir þjónustu. Slíkt hefur nú einnig komið í ljós hérlendis, myndir 2 og 3 (1-4, 7, 11, 12, 20). Hér ber einnig að hafa í huga, að fólki hættir oft til að vanmeta tíma, einkum ef langt er um liðið. Auk þess má ætla að einhverjir telji viðeigandi, að ekki sé of langt um liðið og svari samkvæmt því (5, 6, 19). Algengt er að eldra fólk notfæri sér lítið tannlæknisþjónustu (1,3, 5-8, 12). Víða um lönd hefur verið reynt að breyta þessu. Aukin þekking á vandanum, menntun, bætt og sársaukaminni þjónusta, efnahagsleg velferð og almannatryggingar hafa stuðlað að auknum áhuga eldra fólks á þessum málum. Um öll Norðurlönd hefur sókn í tannlæknisþjónustu aukist, enda ljóst, að fólk með fleiri tennur þarfnast meiri þjónustu en fólk með fáar eða engar tennur (1, 2, 4, 9, 10, 12). Aukin fræðsla og bætt þjónusta mun án efa leiða til þess, að fleiri halda tönnum sínum til efri ára. A það hefur verið bent, að slíkt getur verið vafasamur ávinningur, ef ekki fylgir nægileg þjónusta við eldri einstaklinga (1, 3, 9, 11, 12), þar eð hæfni til að venjast gervitönnum fer minnkandi með aldrinum. Það er nauðsynlegt að hafa hugfast við skipulag heilbrigðisþjónustu fyrir aldraða, að seinkun tanntaps er ekki takmark í sjálfu sér, heldur það, að fólk haldi tönnum sínum til æviloka og gervitennur heyri undantekningum og sögunni til. Einungis 6,3% viðurkenndu talsverðan eða mikinn ótta eða kvíða við heimsóknir til

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.