Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1989, Blaðsíða 48

Læknablaðið - 15.12.1989, Blaðsíða 48
414 LÆKNABLAÐIÐ NÝR DOKTOR í LÆKNISFRÆÐI - SIGURÐUR THORLACIUS Þann 9. júní s.l. lauk Sigurður Thorlacius læknir doktorsprófi frá Háskólanum í Björgvin í Noregi. Ritgerðin nefnist á frummálinu: »Myasthenia gravis and associated autoimmune disorders. Effect of plasma exchange upon clinical parameters and humoral immunity«. Hér á eftir fer ágrip af ritgerðinni: Ritgerðin skiptist í þrjá hluta. Sá fyrsti fjallar um áhrif blóðvatnsskipta á vöðvaslensfár (myasthenia gravis). Vöðvaslensfár er sjálfnæmissjúkdómur, þar sem asetýlkólínnemar beinagrindarvöðva eru brotnir niður fyrir tilstilli mótefna og mögnuðar (komplements). Með blóðvatnsskiptum er blóðvatn sjúklings fjarlægt og með því skaðlegir þættir á borð við mótefni. Flestir sjúklinganna svöruðu blóðvatnsskiptum mjög vel og styrkur asetýlkólínnemamótefnanna í blóði lækkkaði verulega. Klínísku áhrifin entust í flestum tilvikum aðeins þrjár til fjórar vikur, en í sumum tilvikum kom fram langvarandi bati. Klínísk áhrif blóðvatnsskiptanna entust alla jafna mun lengur en bæling mótefnastyrksins og klíníska svörunin reyndist jafn góð hjá sjúklingum þar sem ekki fundust asetýlkólínnemamótefni í blóði, eins og hjá þeim sem höfðu háan styrk mótefna. Þannig virðast áhrif blóðvatnsskiptanna ekki einvörðungu byggjast á því að fjarlægja asetýlkólínnemamótefnin. I sumum tilvikum var einnig sýnt fram á virkjun mögnuðar og verulega lækkun á blóðvatnsstyrk C4 og lgM í kjölfar blóðvatnsskiptanna. Hugsanlegt er að þetta hafi áhrif á gang sjúkdómsins. Nákvæm athugun á blóðvatnsstyrk asetýlkólínnemamótefnanna meðan á blóðvatnsskiptum stóð leiddi í ljós sólarhringssveiflu, sem benti til tilfærslu milli innan- og utanæðarýmisins. Rannsóknir á styrk asetýlkólínnemamótefnanna hafa hingað til nánast eingöngu beinst að innanæðarýminu. Það var því forvitnilegt að skoða einnig utanæðarýmisvökva sem hægt var að nálgast, þ.e. mænuvökvann. Mænuvökvi sjúklinga með vöðvaslensfár er auk þess athyglisverður fyrir þær sakir að óljóst er hvort sjúkdómurinn Sigurður Thorlacius (asetýlkólínnemamótefnin) geti einnig ráðist á asetýlkólínnema miðtaugakerfisins. Mænuvökvinn reyndist eðlilegur hjá flestum sjúklinganna. Þegar eitthvað óeðlilegt fannst, var hægt að skýra það út frá öðrum sjúkdómum, einkum af sjálfnæmistoga, sem tengust vöðvaslensfárinu. Vöðvaslensfár er dæmigerður sjálfnæmissjúkdómur. Sjálfnæmissjúkdómar geta skarast. Til að kanna tilvist og umfang slíkrar skörunar í vöðvaslensfári var tíðni annarra sjálfnæmissjúkdóma könnuð hjá hópi sjúklinga með vöðvaslensfár. Aðrir sjálfnæmissjúkdómar reyndust sem heild tíðir og fram kom tölfræðilega marktækt hærri tíðni rauðra úlfa og skjaldkirtilsbólgu hjá sjúklingum með vöðvaslensfár en hjá sambærilegu þýði. Hluti þeirra sjúklinga sem höfðu engin klínísk einkenni eða einkenni sem ekki uppfylltu lágmarkskröfur til greiningar annarra sjálfnæmissjúkdóma, hafði auk þess sjálfnæmismótefni í blóði sem ekki tengdust vöðvaslensfárinu beint (kjamamótefni og skjaldkirtilsmótefni). Þessar niðurstöður sýna að vöðvaslensfár er sjúkdómur með verulega sjálfnæmisskörun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.