Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1989, Blaðsíða 20

Læknablaðið - 15.12.1989, Blaðsíða 20
392 LÆKNABLAÐIÐ nokkru meira hjá konum en körlum. Á töflu V sést að því fer víðs fjarri að allir, sem hafa minni háttar geðkvilla, fái róandi lyf eða geðdeyfðarlyf. Algengi lyfjaávísananna er aðeins rúmur fjórði hluti af algengi geðkvillanna, heldur minna hjá körlum en konum. Algengi minni háttar geðkvilla er mest í yngsta aldurshópnum, en minnst í þeim elsta. Öfugt við það margfaldast algengi lyfjaávísananna, sérstaklega á róandi lyf, með hækkandi aldri fram undir fimmtugt. Ekki verður mikil breyting á algengi lyfjaávísana frá fimmta til sjötta aldurstugsins, en algengi geðkvillanna minnkar heldur á milli þessara aldursskeiða (tafla VI). UMRÆÐA Það er auðvitað mjög miður að hafa ekki upplýsingar um þær sjúkdómsgreiningar, einkenni eða kvartanir, sem voru ástæðumar fyrir lyfjaávísunum. Einnig hefði verið æskilegt að hægt hefði verið að leggja skimpróf fyrir alla sem fengu ávísun á róandi eða geðdeyfðarlyf. Slíkar upplýsingar hefði þurft til að svara spumingunni hvers vegna geðlyfjum er ávísað og til að meta réttmæti ávísananna. Af samanburðinum á algengi minni háttar geðkvilla og algengi geðlyfjanotkunar, eins og það kemur fram með ávísunum á geðlyf, er aðeins hægt að draga óbeinar ályktanir. Hlutfallslega fleiri konur en karlar fá ávísanir á geðlyf. Hlutfallið á milli algengis geðkvilla hjá konum og körlum var 1,4, en 1,6 fyrir notkun róandi lyfja og 1,8 fyrir notkun geðdeyfðarlyfja. Annað hvort leita konur frekar til lækna með kvilla sem þeir gefa geðlyf við eða læknar gefa konum frekar geðlyf. Kynskipting hjá þeim sem fá geðlyf er svipuð kynskiptingu þeirra sem leituðu til heilsugæslulækna aðallega vegna geðræns sjúkdóms (14). Ekki finnst nema hluti áfengismisnotenda og annarra með alvarlega geðsjúkdóma (psychoses) með skimprófinu sem notað var til að áætla algengi geðkvilla. Sé tekið tillit til þessa, er algengi geðkvilla svipað hjá körlum og konum, um 20% (17). Samkvæmt þessu er verulegur hluti skýringarinnar á því að konur fá oftar geðlyf en karlar sá, að þær leiti frekar læknis. Vera má að karlar leiti frekar annarra ráða Table IV. Prescribed Daily Dosis as a proportion of Defined Daily Dosis (±S.D.) by type of drug and speciality of prescribing doctor. Drugs Speciality Tranquillizers Antidepressants Psychiatry General practice, (speciality) General practice, (other) Internal medicine Surgery Other 1.12±0.54 0.82±0.54 0.75±0.38 0.88±0.42 0.83±0.23 0.82±0.46 1.15±0.56 0.76±0.45 0.73±0.45 0.66±0.44 0.95±0.12 0.75±0.57 Total 0.84±0.46 0.94±0.55 Two way analysis of variance Speciality effect F=52.77 df=5 p<0.0001 Type of drug effect F=0.39 df=1 p=0.53 Two way interaction F=1.13 df=5 p=0.34 Table V. Estimated percentage prevalence of »Minor Mental Disorders« and use of psychotropic drugs by sex. M F M+F "Minor mental disorders". Drugs used Tranquillizers Antidepressants All psychotropic drugs 13.2 18.4 16.1 2.8 4.4 3.6 0.5 0.9 0.7 4.1 6.5 5.3 Table VI. Estimated percentage prevalence of »Minor Mental Disorders« and use of psychotropic drugs by age. Age 20-29 30-39 40-49 50-59 All "Minor mental disorders” Drugs used Tranquillizers Antidepressants All psychotropic drugs .. 21.2 13.8 .. 0.8 2.6 .. 0.3 0.5 . 1.3 3.7 15.0 12.0 16.1 6.7 7.3 3.6 1.3 1.4 0.7 9.0 11.6 5.3 til að draga úr kvíða og deyfð eins og t.d. áfengisneyslu, sem er bæði hættulegri og gagnsminni. Svipuð röksemdafærsla á við um samanburðinn á milli algengis geðkvilla og geðlyfjanotkunar eftir aldri. Þeir sem eldri eru leita frekar læknis og hinir yngri neyta fleiri áfengis í óhófi. Þó vantar mikið á að áfengisneyslan skýri hversu fátt ungt fólk fær geðlyf í hlutfalli við hinn mikla fjölda, sem hefur geðkvilla, og í hlutfalli við þá, sem fá geðlyf eftir fertugt. Fjöldi áfengisneytenda meðal karla breytist lítið á aldrinum 20-50
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.