Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1989, Blaðsíða 39

Læknablaðið - 15.12.1989, Blaðsíða 39
LÆKNABLAÐIÐ 1989; 75: 405-13 405 Einar Ragnarsson, Sigfús Þór Elíasson, Sigurjón H. Ólafsson MUNNFERLI KVENNA 52-79 ÁRA í HÓPRANNSÓKN HJARTAVERNDAR 1986-1987 SAMANTEKT Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna ýmis atriði varðandi heimsóknir til tannlæknis og álit fólks á tönnum sínum og tannholdi. Upplýsinganna var aflað með spumingalista hjá 508 konum á aldrinum 52-79 ára, en þær voru skoðaðar veturinn 1986-1987 á Rannsóknarstofnun Hjartavemdar í Reykjavík. Ekki reyndist samband milli aldurs við fyrstu heimsókn til tannlæknis og tannleysis á efri ámm. Aftur á móti virðast reglulegar heimsóknir á skólaaldri stuðla mjög að því að fólk haldi tönnum sínum fram á efri ár. Einnig kom í ljós að fleiri hinna tenntu höfðu farið nýlega til tannlæknis þótt munurinn væri mun minni en meðal tilsvarandi hóps karlmanna (1). Ekki virtist ótti við tannaðgerðir koma í veg fyrir heimsóknir svo neinu næmi þó að nokkru fleiri konur en karlmenn viðurkenndu geig (1). Flestar kvennanna töldu auðvelt að fá tíma og 32% þeirra er unnu úti notuðu vinnutímann til tannlæknisheimsókna, en 18% jöfnum höndum vinnu og frítíma. Meiri hluti hinna tenntu álitu ástand tannholds gott, þótt færri væru vissar um heilbrigði tannanna. INNGANGUR Eitt af því sem lítt hefur verið kannað meðal Islendinga er það sem hér verður nefnt munnferli (mundsundhedsadfærden, oral behaviour). Þá er átt við atriði eins og þau, af hverju og hvenær menn leita tannlæknis, hvemig munnhirðu er háttað og hvert álit menn kunna að hafa á eigin tyggingarfærum og ástandi þeirra. Upplýsingar af þessu tagi varpa oft ljósi á aðra þætti, er annars liggja ef til vill ekki í augum uppi. Þessir þættir geta skýrt atriði eins og tíðni tannátu, tannholdssjúkdóma og tannleysi, svo að nokkuð sé nefnt. Á þennan hátt má því oft fá fram vísbendingar um það, hvemig best megi bregðast við tilteknu vandamáli og hvert beina skuli upplýsingum og/eða áróðri. Einnig verða slíkar kannanir tiltækar til samanburðar síðar, þegar þörf kann að verða á því að endurmeta stöðuna. Athuganir af þessum toga eru algengar meðal nágrannaþjóða (2-10). Upplýsingar um þessa hluti eru af skomum skammti hérlendis, en þó er minnst vitað um fullorðna einstaklinga. I gögnum, sem aflað var árið 1985 fengust allgóðar upplýsingar um tennur, tannheilsu og munnferli reykvískra karla á aldrinum 52-79 ára (1, 11). Guðjón Axelsson og Dwight Castleberry hafa einnig birt niðurstöður póstkönnunar, sem gerð var á landsvísu í sama tilgangi, þ.e. til að bæta úr ofangreindum skorti á upplýsingum um fullorðna (12). EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Upplýsinga var aflað með hefðbundnum spumingalista, eins og hjá körlunum (1, 11). Sami starfsmaður Hjartavemdar fór yfir listann að útfyllingu lokinni á sama hátt og lista stofnunarinnar og við gagnaöflun hjá körlunum (1, 11). I þessum áfanga var hann lagður fyrir úrtak kvenna í hóprannsókn Hjartavemdar, er boðaðar höfðu verið til skoðunar 1986-1987. Voru þetta 508 konur af höfuðborgarsvæðinu, sem fæddar vom á árunum 1907-1934. Urtakið var úr ferilrannsókn (longitudinal study), sem hófst árið 1967 (13-15). í þennan áfanga rannsóknarinnar var boðaður þriðji hver einstaklingur, þeirra er á lífi voru af framangreindum 28 fæðingarárgöngum og búsettir höfðu verið á höfuðborgarsvæðinu 1. desember 1986. Vegna innköllunarkerfis Hjartavemdar má líta á þessa 508 einstaklinga sem slembiúrtak (random sample) úr umræddum aldurshópum. Við tölfræðilegt mat á sambandi einstakra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.