Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1989, Blaðsíða 18

Læknablaðið - 15.12.1989, Blaðsíða 18
390 LÆKNABLAÐIÐ Við hvers kyns lyfjanotkun verður að meta hættuna á aukaverkunum á móti því gagni sem lyfin gera. Gagnsemi geðlyfja réttlætir notkun flestra þeirra. Þau eru yfirleitt ekki sértæk og hafa því oft ýmsar aukaverkanir. Aðeins benzódíazepín virðast hafa tiltölulega sértæk áhrif á miðtaugakerfið og lítil áhrif á önnur kerfi (7). Þrátt fyrir ávanahættu og hættu á fráhvarfseinkennum, jafnvel eftir venjulega lækningaskammta (8), voru þau til skamms tíma talin virkust og öruggust kvíðastillandi lyfja. En þau draga hvorki úr geðdeyfð né verkjum (9), nema óbeint vegna vöðvaslökunar að undanteknu alprazolam sem hefur einhver áhrif á geðdeyfð. Það hefur þó svipaðar aukaverkanir og önnur benzódíazepínlyf (10). A allra síðustu árum hefur komið fram nýtt óskylt kvíðastillandi lyf, Buspirone, sem ekki er talið hafa aukaverkanir benzódíazepínlyfjanna (11, 12). Framtíðin á þó eftir að skera úr um örlög þess. Verulegur hluti þess hóps, sem leitar lækna vegna minni háttar geðkvilla, er fyrst og fremst hrjáð af einhvers konar geðdeyfð og þarfnast aðstoðar hennar vegna. Algengi geðdeyfðarkvilla meðal fullorðinna er víðast hvar á bilinu 4-7% (13). Þó að heilsugæslulæknar telji geðkvilla ekki ástæðu nema 5-6,5% samskipta sinna við sjúklinga (14, 15) með einni undantekningu, þar sem þetta voru 9,2% (16), er algengi geðkvilla miklum mun meira. Við skimpróf, sem framkvæmt var 1974 hjá fólki á aldrinum 20- 49 ára, reyndist algengið um 20% (17). Margir aðrir hafa áætlað algengið 14-21% bæði við skimpróf og nánari rannsóknir (18). Sé algengi geðkvilla svona hátt, er þá nokkuð athugavert við að algengi geðlyfjaávísana handa fullorðnu fólki sé 7-8% (1)? Heilsugæslulæknar í dreifbýli afgreiddu 83% samskipta vegna geðkvilla með lyfseðli (14) á árinu 1974. í öðrum athugunum kom í ljós, að 15-19% lyfjaávísana heilsugæslulækna er á lyf sem verka á miðtaugakerfið (15), væntanlega geðlyf að tveimur þriðju hlutum (19). Algengi geðkvilla er heldur meira hjá ungu fullorðnu fólki en eldra (20, 21). Hins vegar eykst hlutfallslegur fjöldi þeirra sem fá geðlyf með hækkandi aldri (1, 20, 21). Þrátt fyrir þetta misræmi hafa menn, eins og vænta mátti, fundið mikil tengsl milli andlegrar (20, 21) og líkamlegrar vanheilsu og geðlyfjanotkunar (22, 23), ekki hvað síst langtímanotkunar (24-26). Lyfjanotkun fylgir þannig sjúkdómshegðun fyrst og fremst. Hún er ekki til að draga úr félagslegum óþægindum, þó að sumir hafi viljað líta á geðlyfjagjöf sem samfélagslegt stýritæki og skýra mismunandi lyfjanotkun kynjanna þannig (27). Til þess að reyna að gera sér frekari grein fyrir geðlyfjanotkun hér á landi höfum við borið algengi geðlyfjaávísana, sérstaklega ávísana á róandi lyf og geðdeyfðarlyf 1984, saman við algengi minni háttar geðkvilla á því ári samkvæmt skimprófi sem notað hefur verið í tveimur rannsóknannna sem vitnað er til hér að framan (20, 21). Þetta próf er til í nokkrum mislöngum útgáfum og hefur reynst vel til að áætla algengi minni háttar geðkvilla (28). Sú útgáfa, sem notuð var í áðumefndum rannsóknum og notuð var hér, er með 30 spumingum með fjórum mismunandi svarmöguleikum eftir því hve mikil einkennin eru. Sértækni prófsins er því meiri því fleiri stig sem notuð eru til að ákveða hverjir eru sjúkir. Fundvísin (næmið) er hins vegar meiri því færri stig sem notuð eru niður að einu. Höfundur prófsins fann hæfilegt jafnvægi milli fundvísi og sértækni með því að telja þá sem fengu fjögur stig eða fleiri með geðkvilla og er þeirri reglu fylgt hér. Við athugun á notagildi listans til að greina geðkvilla á heilsugæslustöð í Reykjavík reyndust fæstir ranglega flokkaðir með því að telja þá, sem vom með þrjú eða fleiri stig, með geðkvilla (29). Erlendu rannsóknimar, sem vitnað er í hér að framan, miðuðu hins vegar við fimm eða fleiri stig. AÐFERÐ OG EFNIVIÐUR í mars 1984 vom allir lyfseðlar með geðlyfjum, sem Sjúkrasamlag Reykjavíkur greiddi, skráðir eins og áður er lýst (1). Samtals var skráður 6371 lyfseðill sem 4818 manns fengu. Þetta sama ár var gerð athugun á áfengisneysluvenjum Islendinga á aldrinum 20-59 ára með því að senda 3,7% úrtaki fólks á þessum aldri spumingalista. Auk spuminga um áfengisnotkun og einkenni um misnotkun var áðumefnt skimpróf lagt fyrir til þess að kanna geðheilsu þátttakenda. Því miður svöruðu ekki nema 60% úrtaksins spumingalistanum, ekki náðist til 20%, 13% neituðu þátttöku og 7% dvöldu erlendis eða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.