Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1989, Blaðsíða 55

Læknablaðið - 15.12.1989, Blaðsíða 55
LÆKNABLAÐIÐ 421 klakklaust úr út öllu þessu og bæri höfuðið hátt, fékk þetta mikið á mig samfara ýmsu öðru, sem fyrir mig kom um sama leyti.« (3) Ekki var Guðmundi þó signari larðurinn en svo, að hann sigldi félítill til Kaupmannahafnar til náms í læknisfræði í stað þess að nema við Læknaskólann í Reykjavík, en þeirri stofnun lýsti hann svo nokkrum árum síðar: »...skóli, sem hefur styttri námstíma, færri kennara, lélegri kennslufæmi og minni verklega æfingu en nokkur annar læknaskóli heimsins, sem að nokkru er teljandi.« (4) í Höfn voru hins vegar miklir umbrotatímar í læknisfræðinni, því smitgátin var að ryðja sér til rúms og olli hún straumhvörfum í sögu skurðlækninganna. Þeir nafnamir Guðmundur Bjömsson og Hannesson voru samferða í námi en Guðmundur Magnússon nokkrum misserum á undan. Allir voru þeir Húnvetningar, eðli málsins samkvæmt og stunduðu námið af miklu kappi þrátt fyrir þröngan kost. Að loknu fyrrihlutaprófi vorið 1891 veitti Guðmundur sér þann munað að skreppa heim til Islands í sumarfríi sínu. I þeirri för komst hann í tölu þjóðsagnapersóna norðanlands, er hann tók berklasollinn fót af hálfdauðum bónda í Tungusveit í Skagafirði. Presturinn á Mælifelli hafði forgöngu um stúfhöggið og leiddi þar saman læknastúdentinn Guðmund og héraðslækninn á Sauðárkróki, sem lítið hafði þá fengizt við skurðaðgerðir. Guðmundi varð ekki svefnsamt nóttina fyrir aðgerðina og fór hann yfir hana í huganum stig af stigi og gekk svo á Mælifellshnjúk sér til hugarhægðar. Reitti hann í leiðinni dýjamosa í umbúðir, sem hann síðan sótthreinsaði upp úr karbólvatni. Sláturhníf prestsins tók hann svo með til vonar og vara, því ekki hafði hann allt of háar hugmyndir um skurðtólaeign eða smitgátarþekkingu héraðslæknisins, sem þó var sagður vænsti læknir. Héldu þeir klerkur síðan með mosann og hnífinn að bænum Stapa í Tungusveit, þar sem Jón Þorvaldsson bjó búi sínu með berkla í hné og ökkla. Var þar kominn Ami Jónsson héraðslæknir með áhöld sín og umbúðir og var þar ákveðið að taka fótinn af bónda um mitt læri. Bauðst Guðmundur til að sótthreinsa öll tæki og undirbúa aðgerðina, og þáði Ami læknir það, því nokkra nasasjón mun hann hafa haft af mikilkvægi smitgátar, þótt ekki væri hún orðin honum töm. Og eftir að Guðmundur var búinn að sía óhreint neyzluvatnið og sjóða það ásamt aðgerðaráhöldunum lýsir hann gangi mála svo: »Þá var að hugsa um skurðarborðið. Það var ekki um annað að gera en brúka hurð og búa svo traustlega um hana sem kostur var á. Síðan varð að skipta verkum. Það var svo sem sjálfsagt, að séra Jón svæfði sjúklinginn, en hitt kom mér dálítið á óvart, er Ami læknir spurði mig: «Hvort vilt þú heldur gera skurðinn eða aðstoða?» Eg svaraði hiklaust: «Ég vil heldur gera skurðinn, ef yður stendur á sama.» Það var hvort tveggja, að mig langaði til þess í aðra röndina, en hins vegar mun ég hafa óttast, að sóttkveikjuvarúðin kynni að fara út um þúfur hjá lækninum, sem ekki hafði fengið verulega æfingu í henni. Annars gekk aðgerðin greiðlega, án þess að ég sæi að neitt verulegt bæri út af, og svæfingin tókst ágætlega hjá séra Jóni. Dagurinn var víst merkisdagur fyrir okkur báða, ég hafði unnið mitt fyrsta læknisverk, þó að mikið vantaði á að ég ætti að heita fulllærður, og hann hafði í fyrsta sinn verið við handlæknisaðgerð, en hann mun hafa langað mikið til þess að læra læknisfræði, þó að það yrði úr að ganga á Prestaskólann.« (5) Skagfirðingum mátti af þessu ljóst vera, að þama fór maður mikillar gerðar og áræðis og boðberi nýrra tíma. Það átti líka eftir að sannast á starfi Guðmundanna þriggja, að smitgátin skipti sköpun um árangur aðgerða. Hins vegar þótti Hannesi bónda á Eiðsstöðum þessar gjörðir sonar síns bera nokkurrar ofdirfsku vott. -Þess má geta að aðgerðin heppnaðist ágætlega og greri Jón á Stapa sára sinna og komst til heilsu og sá eftir það sér og sínum farborða á heimasmíðuðum tréfæti. Guðmundur Hannesson gat sér hið bezta orð meðal Islendinga í Höfn og þótti hann atorkusamur með afbrigðum og margvís og hinn greiðugasti á að miðla öðrum af fróðleik sínum, svo sem títt er um ættmenni hans. Hann lauk embættisprófi með láði 1894 og hélt síðan heim til Islands án þess að taka neitt kandídatsár á spítölum. Settist hann nú að á Sauðárkróki og tók við héraðinu af Guðmundi Magnússyni, sem þar hafði setið í tvö ár og hafið í heimahúsum skurðaðgerðir með smitgát og árangri á nútímavísu og fór því af honum mikið orð norður þar. Guðmundur Magnússon var nokkrum árum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.