Læknablaðið - 15.12.1989, Blaðsíða 54
420
LÆKNABLAÐIÐ 1989: 75: 420-7
Pétur Pétursson
AFREKSMAÐUR AÐ NORÐAN
Fróðieiksmolar um Guðmund Hannesson og læknablað hans
Fyrir rúmlega 120 árum fékk ungur
Húnvetningur á þriðja ári að hlýða messu í
fyrsta sinn í sóknarkirkju sinni að Svínavatni.
Eftirtekt hans var vakandi og hann hvergi
ragur enda góðu atlæti og hvatningu vanur
úr föðurhúsum. Sem hann gengur inn
kirkjuna tekur hann eftir gati á morknu
gólfinu. »Pabbi smíða gatið!« varð honum
að orði við völundarsmiðinn föður sinn. Og
er sóknarprestinum, séra Jóni Þórðarsyni,
tók að dveljast við útleggingar textans
um systurina Maríu, sem smurði fætur
frelsarans með ilmandi nardussmyrslum úr
alabasturbuðki, þá hvarflaði sveinninn ungi
augum til iðandi lífsins utan kirkjugluggans,
þar sem tarfkálfur hljóp um töðuvöllinn.
»Afi hnífa kálfinn!« kallaði þá drengurinn
til afa síns, hreppstjórans og óðalsbóndans á
Guðlaugsstöðum. Þeir Guðlaugsstaðafeðgar
létu sér fátt um finnast, enda hefur þeim
sjálfsagt ekki verið ljóst, að þama talaði
upprennandi skurðlæknir með sérstakt
smiðsauga, sem alla tíð síðan fann hjá sér
hvöt til að þoka hinum ólíklegustu málum
áleiðis.
Guðmundur hét þessi drengur og fæddist að
Guðlaugsstöðum í Blöndudal rétt fyrir göngur
haustið 1866 og var sonur hjónanna Halldóru
Pálsdóttur frá Hvassahrauni á Vatnsleysuströnd
og Hannesar Guðmundssonar bónda á
Guðlaugssstöðum og síðar Eiðsstöðum, sem
víðkunnur var fyrir hagleik sinn á tré, jám
og silfur. Guðmundur var heitinn eftir afa
sínum, Guðmundi hreppstjóra Amljótssyni,
sem var sveitarhöfðingi og stórbóndi á
ættaróðali sínu og sérstakur áhugamaður um
bóklestur, hagnýtan fróðleik og framfarir
til almannaheilla. Réði bókasafn hans
líklega mestu um æfistarf sonarsonarins, en
Guðmundur Hannesson sagði síðar, að fátt
hafi sér verið jafn minnisstætt frá æskuárunum
Að stofni til var fyrirlestur þessi hluti hátíöardagskrár
Læknafélags Akureyrar 8. september 1989 i tilefni af 75
ára afmæli Læknablaösins. Barst 10/10/1989.
og bækumar og sú ánægja og fróðleikur, sem
þær fluttu honum. Honum sagðist þannig
frá: »Þessi lestrarfýsn mín átti vafalaust
mikinn þátt í því, að ég var settur í skóla.
Bæði foreldrar mínir og heimafólkið veittu
því eftirtekt, að ég var mjög bókhneigður
og tiltölulega fljótur að læra, en óvíst er, að
mikið hefði á þessu borið, ef að engar bækur
eða sárafáar hefðu verið til á heimilinu. Mér
hefur síðan fundizt, að bókalausu heimilin
séu kalblettir í þjóðfélaginu.« Og enn sagði
Guðmundur: »Ég býzt við, að ég hafi ekki
tekið öðrum bömum fram við hversdagslegu
snúningana og verið ónytjungur við alla
fjármennsku. Aftur bar snemma á því, að
ég væri hneigður fyrir smíðar, og svo hafa
fleiri af ættmönnum mínum verið.« Og loks úr
sömu ritgerð: »Þá var annað einkennilegt í fari
mínu á æskuárunum: Ég hafði ákafa löngun
til þess að læra öll verk, sem ég ekki kunni,
og mun hafa verið venju fremur verklaginn.
Meðal annars beit mér vel við slátt og ég
þótti snemma góður sláttumaður.« (1) Hins
vegar þótti Guðmundur fremur óglöggur á
skepnur, en það þótti Guðlaugsstaðamönnum
heldur ógæfumerki, því þar í ætt þekktu menn
hvem haus í hjörð sinni með nafni. Sagt er
að Guðmundi yrði það eitt sinn á að koma
heim með hestana af næsta bæ, er hann var
sendur eftir brúkunarhrossum heimilisins. Varð
þá föður hans að orði: »Það er ég viss um, að
það verður aldrei maður úr þér, Gvendur.« (2)
Um menntaskólaár Guðmundar er mér
nærtækust þessi lýsing hans úr ritgerðinni
Andleg slys, sem birtist í Læknabókinni 1949:
»A skólaárum mínum var ærið slarksamt í
Latínuskólanum, sífelldar erjur milli pilta
og kennara og drykkjuskapur algengur. Ég
lenti um tíma í hópi drykkjumannanna, og
varð þetta meðal annars til þess, að ég braut
skólareglur, fékk nótur og sagði mig af
þráa og stífni úr skóla, þó ekki þyrfti ég að
óttast brottrekstur. Lá við sjálft, að ég fengi
ekki aftur inntöku í skólann. Þó ég kæmist