Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1989, Blaðsíða 26

Læknablaðið - 15.12.1989, Blaðsíða 26
398 LÆKNABLAÐiÐ áður en sérstök fjármálaskrifstofa kom í ráðuneytið voru þau mál aðallega á hendi skrifstofustjóra, ráðuneytisstjóra og deildarstjóra áætlunardeildar. Ef reyna ætti að gera sér grein fyrir því, hvaða mál hafa risið hæst í heilbrigðisráðuneytinu á þessum tveimur áratugum, er enginn vafi á því, að þar ber hæst setning laga um heilbrigðisþjónustu og framkvæmd þeirra laga með uppbyggingu heilsugæslunnar í landinu sem aðalverkefnið og uppbyggingu sjúkrahúsakerfisins til að sinna þeirri margfióknu sjúkrahúsaþjónustu, sem nútíminn krefst. Þar að auki má nefna endurskoðun allra málefna aldraðra, bæði fyrir tilstilli laga um málefni aldraðra, en ekki síður fyrir þá sífelldu endurskoðun, sem lög um almannatryggingar hafa sætt á þessu tímabili og heildarendurskoðun allra mála, er snerta hollustuhætti, heilbrigðiseftirlit og umhverfisvernd. Að öllum þessum verkefnum auðnaðist okkur Jóni að vinna saman með öðru starfsliði í ráðuneytinu. Frá því fyrst var Jón Ingimarsson mjög virkur í ýmiss konar félagsstarfi. Hann var á yngri árum í stjóm Félags ungra jafnaðarmanna og Sambands ungra jafnaðarmanna og var formaður Stúdentafélags lýðræðisjafnaðarmanna 1945-46. Það skólaár var hann kosinn í Stúdentaráð. Hann sat í miðstjóm Alþýðufiokksins 1946-48 sem annar tveggja fulltrúa Sambands ungra jafnaðarmanna. I háskóla tók Jón virkan þátt í starfi Orators, félags laganema, var varaformaður félagsins og ritstjóri Úlfljóts, blaðs laganema, 1949-50. Af öðru félagsstarfi má nefna, að Jón var á yngri árum mjög virkur sundmaður og var varaformaður Sundfélagsins Ægis 1941-49 og formaður 1952-60, hann var stofnandi og lengi í stjórn Félags íslenskra frímerkjasafnara og stofnandi og fyrsti gjaldkeri Ármanna, félags áhugamanna um stangveiði á flugu. Hann var varaformaður stjómar Bandalags æskulýðsfélaganna í Reykjavík 1952-55 og stofnandi og fyrsti formaður Félags háskólamenntaðra starfsmanna stjómarráðsins. Eins og fram kemur af þessari upptalningu kom Jón víða við í félagsmálum, en síðustu. árin voru helstu áhugamál hans og tómstundastörf garðyrkja og trjárækt, ættfræði, skíðaferðir og stangaveiði. Fyrir félagsstörf voru Jóni veittar margvíslegar viðurkenningar, heiðursgullstjömu Sundfélagsins Ægis fékk hann 1959, heiðursgullmerki Félags íslenskra frímerkjasafnara 1979, heiðursgullmerki íþróttasambands íslands 1983. í einkalífi sínu var Jón mikill hamingjumaður. Hann kvæntist 17. ágúst 1951 Elínu Guðmannsdóttur tannlækni í Reykjavík og eiga þau þrjú böm, Þóm Björk kennara sem gift er Sveini Allan Morthens félagsmálastjóra, eiga þau eitt bam, Reyni tannlækni, sem kvæntur er Ingibjörgu Georgsdóttur bamalækni og eiga þau tvö böm og Ingimar Öm viðskiptafræðinema, sem enn er í heimahúsum. Jón og Elín voru samhent hjón og höfðu sömu áhugamál. Þau bjuggu sér fagurt heimili að Vesturbrún 12 þar sem allt innanstokks og utan vitnar um snyrtimennsku þeirra, listhneigð og ræktunaráhuga. Foreldrar Jóns höfðu átt sumarbústað við Þingvallavatn. Við þessum bústað tók Jón, breytti, stækkaði og endurbætti og þar veit ég, að þau hjónin og fjölskyldan öll áttu margar yndisstundir. Enginn í heilbrigðisráðuneytinu gerði ráð fyrir svo snöggum umskiptum og að starfslok Jóns Ingimarssonar bæru að með þessum hætti. Því eru allir hér í ráðuneytinu harmi slegnir. Fyrir hönd allra starfsmanna heilbrigðisráðuneytisins færi ég þakkir fyrir þau ár, sem við höfum átt hér saman. Við Guðrún færum Elínu og fjölskyldunni innilegar samúðarkveðjur og biðjum góðan Guð að styrkja þau og blessa um alla framtíð. Páll Sigurðsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.