Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1989, Blaðsíða 60

Læknablaðið - 15.12.1989, Blaðsíða 60
426 LÆKNABLAÐIÐ og að hjálpa konu í barnsnauð og það er engu erviðara! Þó er þetta bersýnilega vanrækt í stórum stfl, því annars gæti það tæplega komið fyrir í skýrslum lækna, að af 11 sjúkl. deyi 11! Þetta þarf að breytast. Mjer finnst enginn geta verið læknir, sem veigrar sjer eitt augnablik við að gjöra tracheot., ef á þarf að halda.« (14) Og síðan kemur nánari útlistun á framkvæmd aðgerðar auk dæmisagna úr eigin starfi. Það kemur fram í síðari tölublöðum, að þama sáði Guðmundur í frjóan akur. Auk þessa finnast víða í blaðinu hagnýtar upplýsingar um, hvar gera megi góð kaup í áhöldum og lyfjum. Siðameistarinn og hugmyndafrœðingurinn kveður þriðja aðalstefið á síðum Læknablaðs GH. »Hverjir erum við, íslenzkir læknar, og hvemig ættum við að vera,« er síendurtekin spuming. Hann taldi íslenzka lækna vera góða menn en laka lækna og rökstuddi það auðvitað á viðeigandi, persónulegan hátt. Hann kom með fjölda tillagna til úrbóta og hrinti sumum í framkvæmd. Hann áleit fátækt standa læknum mjög fyrir þrifumm og hana taldi hann einkum stafa af því, að þekkingu þeirra og lœkniskunnáttu vœri ábótavant, þannig að þeir sinntu ekki þeim verkum, er gæfu þeim arð; að þeir vœru skeytingarlausir um sjúklingana, sendu meðul án þess að skoða sjúkling og létu þar við sitja í stað þess að fá hann til eftirlits; og í þriðja lagi, að þeir væru hirðulausir um bókfœrslu. Gaf hann glöggar leiðbeiningar um bókhald og sjúkraskrárgerð. Hann hafði hina mestu andstyggð á hvers konar loddaraskap og óvísindalegum vinnubrögðum í læknisfræði: »011 vor tímarit og bækur eru full af allskonar receptum, en það er sannarlega ástæða til þess að vara við þeim flestum! Ekki eitt af hundraði er verulega gott eptir minni reynslu og mjer er satt að segja hrein ráðgáta, hvemig góðir menn skuli trúa á og ráðleggja öðmm sumt af þessari vitleysu.« Og áfram: »Einhver illgjarn náungi hefur sagt að þegar læknar skrifi recept sín megi með sanni segja: Faðir fyrirgef þeim, því þeir vita ekki hvað þeir gjöra!« (15) Hann fór hörðum orðum um drykkjuskap íslenzkra lækna og kannaði hljómgrunninn fyrir stofnun bindindisfélags lækna, sem líklega hefur enginn verið. Hann færði fyrir því sterk rök, að lækningar sem slíkar skiptu engum sköpum fyrir velferð þjóðarinnar. Aftur á móti sagði hann: »Læknanna helsta ætlunarverk er prophylaxis, en til þess að geta unnið að þessu, verða þeir að vera forvígismenn kúlturinnar.« »Allir af oss hafa efalaust, þegar þeir tóku við embætti, hugsað nærfelt eingöngu um, að afla sjer meðalaforða og kir. áhalda, en ætli nokkur hatí byrjað á því, að brjóta heilann í sanitæru ástandi hjeraðsins, hve hátt mortalitet væri þar, af hverjum ástæðum það væri svo hátt, hvemig það mætti laga, hvemig taka mætti á móti drepsóttum— ? Jeg fyrir mitt leyti gjörði það ekki, og þó hefði það verið rjett. Nú er fyrirbygging sjúkdóma svo náið tengd andlegri og líkamlegri framför þjóðarinnar, menntun hennar og menningu, að fyrir þessu þarf að berjast ef hinu á að verða ágengt. Læknamir ættu að vera fremstir í flokki!« (16) Og þessum boðskap fylgdu svo ýmsar gagnlegar ábendingar, meðal annars um sóttvamir og meðferð ungbama. A fyrstu ámm sínum syðra, vann hann svo brautryðjendastarf við skólaheilsuvemd, sem Baldur Johnsen fjallaði um í Læknablaðinu fyrr á þessu ári. Fjórða aðalþema Læknablaðs GH var skipulag heilbrigðisþjónustunnar og sjúkrahúsbyggingar, sem hann var ákafur áróðursmaður fyrir. Hann birtir í blaði sínu uppdrætti að sjúkraskýlum og kentur með ýmsar hagnýtar tillögur þar að lútandi. Þar kom, að Guðmundur hætti tilraun sinni til blaðaútgáfa lækna. Hann tók þó síðar upp þráðinn og varð fyrsti ritstjóri Læknablaðsins núverandi, sem hóf göngu sína 1915, og fyrsta aldarfjórðunginn var hann langafkastamesti höfundur þess. Hann flutti til Reykjavíkur 1907, þá rúmlega fertugur að aldri. Hef ég því aðeins gert skil fyrsta fjórðungi læknisæfi hans og það heldur laklega. í Reykjavík var hann héraðslæknir til 1911 og færði margt til betri vegar; gerðist meðal annars fyrsti skólalæknirinn hérlendis og kom á matargjöfum til skólabama. Hann kenndi við læknaskólann líffærafræði, yfirsetufræði og heilbrigðisfræði og tók svo við embætti prófessors í þessum greinum við Háskólann 1911 og sinnti lítt lækningum eftir það. Var kennsla hans rómuð og ekki síður vísindastarf hans á sviði mannfræði, er hann á árunum 1920-23 mældi einsamall 1100 fríska íslendinga hátt og lágt og athugaði fjölda lfkamseinkenna og vann úr á tölfræðilegan hátt. Ritgerð hans,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.