Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1989, Blaðsíða 36

Læknablaðið - 15.12.1989, Blaðsíða 36
404 LÆKNABLAÐIÐ Jón Finsen (1826-1885) taldi sullaveiki í búfé miklu algengari en í mönnum og fágætt væri að gamalá eða kú væri slátrað svo að hún væri ekki sollin. Krabbe varð síðan um langa hnð ráðgjafi stjómvalda um vamaraðgerðr gegn sullaveiki sem birtust í reglugerðum og lögum og enn í dag er búið við ráð hans í megindráttum. Þessi ráð fólust í fræðslu fyrir almenning um eðli veikinnar, fækkun hunda með skattlagningu, árlegri lyfjagjöf til að eyða bandormum úr hundum (hundahreinsun) og loks það sem mestu máli skipti, fyrirmælum um að eyða sullum og sollnum líffærum búfjár á tryggilegan hátt. Um störf H. Krabbe að sullaveikivörnum segir prófessor Guðmundur Magnússon (1863-1924): »Sá maður stóð vel og lengi í broddi fylkingar og reyndist oss íslendingum þarfur maður í baráttunni gegn sullaveiki, frá honum eiga beinlínis eða óbeinlínis allar varúðarreglur og opinberar ráðstafanir hér á landi rót sína að rekja«. Mættu íslenskir læknar vel vera þess minnugir. Um svipað leyti (1862) kynnti breskur læknir (A. Leared) fyrstur manna íslenskum almenningi orsakir sullaveikinnar og hvaða ráð væru einhlít til að verjast henni. Vegna þess hve sullaveiki var algeng hér á landi svo að flestir þekktu einhver fómarlömb hennar, munu viðbrögð almennings við vamaraðgerðum yfirleitt hafa verið jákvæð þótt sumt ylli deilum svo sem löngum hefur verið háttur Islendinga, til dæmis hundaskatturinn. Þeir sem aldir eru upp í sveit á fyrri hluta þessarar aldar munu flestir minnast þess hve vandlega þess var gætt að hundar kæmust ekki í hráæti eða væru að snuðra á blóðvelli, en megin vamaraðgerðin gegn veikinni var að girða fyrir að hundar héldu bandormssmitinu við með því að ná í sollin líffæri öðm hvoru. Lyfjagjöf (hundahreinsun) hefur sennilega haft takmarkaða þýðingu í baráttunni við sullaveiki, því einhlít lyf gegn bandormum voru ekki tiltæk. Obeint hafa hundahreinsanir hinsvegar vafalítið haft mjög verulega þýðingu, með þeim var fólk minnt á sjúkdóminn og hvað varast þyrfti og mjög var það illa séð í flestum sveitum ef svikist var um að færa hunda til hreinsunar. Nú er því miður ekki eins ötullega að þessum málum staðið og fyrrum. Þau dæmi um sullaveiki í fólki sem nú eru dregin fram frá Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri og fundur ígulsulla í sláturfé stöku sinnum undanfama áratugi, sýna að enn er nauðsyn að vera á verði gagnvart þessum sjúkdómi. Stöðug ásókn fólks um að flytja til landsins erlenda hunda gæti og aukið smithættu hvemig sem um hnútana er búið. Hin gömlu sannindi eiga jafnvel frekar við um útrýmingu sullaveiki heldur en aðra smitsjúkdóma: »Síðustu sporin em erfiðust, því lengi er von á einum.« Hörmulegt væri ef sú velmegunarkynslóð sem nú býr í landinu glutraði niður sigrum forfeðranna vegna andvaraleysis. Páll A. Pálsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.