Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.12.1989, Side 36

Læknablaðið - 15.12.1989, Side 36
404 LÆKNABLAÐIÐ Jón Finsen (1826-1885) taldi sullaveiki í búfé miklu algengari en í mönnum og fágætt væri að gamalá eða kú væri slátrað svo að hún væri ekki sollin. Krabbe varð síðan um langa hnð ráðgjafi stjómvalda um vamaraðgerðr gegn sullaveiki sem birtust í reglugerðum og lögum og enn í dag er búið við ráð hans í megindráttum. Þessi ráð fólust í fræðslu fyrir almenning um eðli veikinnar, fækkun hunda með skattlagningu, árlegri lyfjagjöf til að eyða bandormum úr hundum (hundahreinsun) og loks það sem mestu máli skipti, fyrirmælum um að eyða sullum og sollnum líffærum búfjár á tryggilegan hátt. Um störf H. Krabbe að sullaveikivörnum segir prófessor Guðmundur Magnússon (1863-1924): »Sá maður stóð vel og lengi í broddi fylkingar og reyndist oss íslendingum þarfur maður í baráttunni gegn sullaveiki, frá honum eiga beinlínis eða óbeinlínis allar varúðarreglur og opinberar ráðstafanir hér á landi rót sína að rekja«. Mættu íslenskir læknar vel vera þess minnugir. Um svipað leyti (1862) kynnti breskur læknir (A. Leared) fyrstur manna íslenskum almenningi orsakir sullaveikinnar og hvaða ráð væru einhlít til að verjast henni. Vegna þess hve sullaveiki var algeng hér á landi svo að flestir þekktu einhver fómarlömb hennar, munu viðbrögð almennings við vamaraðgerðum yfirleitt hafa verið jákvæð þótt sumt ylli deilum svo sem löngum hefur verið háttur Islendinga, til dæmis hundaskatturinn. Þeir sem aldir eru upp í sveit á fyrri hluta þessarar aldar munu flestir minnast þess hve vandlega þess var gætt að hundar kæmust ekki í hráæti eða væru að snuðra á blóðvelli, en megin vamaraðgerðin gegn veikinni var að girða fyrir að hundar héldu bandormssmitinu við með því að ná í sollin líffæri öðm hvoru. Lyfjagjöf (hundahreinsun) hefur sennilega haft takmarkaða þýðingu í baráttunni við sullaveiki, því einhlít lyf gegn bandormum voru ekki tiltæk. Obeint hafa hundahreinsanir hinsvegar vafalítið haft mjög verulega þýðingu, með þeim var fólk minnt á sjúkdóminn og hvað varast þyrfti og mjög var það illa séð í flestum sveitum ef svikist var um að færa hunda til hreinsunar. Nú er því miður ekki eins ötullega að þessum málum staðið og fyrrum. Þau dæmi um sullaveiki í fólki sem nú eru dregin fram frá Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri og fundur ígulsulla í sláturfé stöku sinnum undanfama áratugi, sýna að enn er nauðsyn að vera á verði gagnvart þessum sjúkdómi. Stöðug ásókn fólks um að flytja til landsins erlenda hunda gæti og aukið smithættu hvemig sem um hnútana er búið. Hin gömlu sannindi eiga jafnvel frekar við um útrýmingu sullaveiki heldur en aðra smitsjúkdóma: »Síðustu sporin em erfiðust, því lengi er von á einum.« Hörmulegt væri ef sú velmegunarkynslóð sem nú býr í landinu glutraði niður sigrum forfeðranna vegna andvaraleysis. Páll A. Pálsson

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.