Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.09.1991, Page 35

Læknablaðið - 15.09.1991, Page 35
LÆKNABLAÐIÐ 1991; 77: 273-6. 273 Gunnar Helgi Guömundsson GÆÐAMAT í HEILSUGÆSLU Gœðamaí (quality assessment) er nýlegt hugtak innan læknisfræðinnar. Hér er einfaldlega átt við hvemig við metum gæði heilbrigðisþjónustu. Annað hugtak er gæðatrygging (quality assurance), sem er víðtækara því það nær yfir matið sjálft, eftirlit með því að það eigi sér stað og að markmiðum mats hafi verið náð. Hér á eftir verður aðallega fjallað um hugtakið gæðamat. Lengi var talið að gæðaeftirlit þyrfti ekki að ræða sérstaklega varðandi lækna og heilbrigðiskerfið, þar sem nánast væri gengið út frá þeirri staðreynd sem vísri að starfið væri unnið vel yfir einhverjum lágmarksstaðli. Læknar hafa líklega stuðlað að þessari hugsun með því að láta almenning finna bæði beint og óbeint að starf þeirra væri hafið yfir gagnrýni. Mikil uppbygging og tæknivæðing hefur átt sér stað innan heilbrigðiskerfisins meðal vestrænna þjóða síðustu áratugi. Fjármagn sem veitt er til heilbrigðismála hefur margfaldast og er nú eytt allt að 10% af vergri þjóðarframleiðslu til þessa í mörgum löndum. Því er von að einhverjir spyrji hvernig þessum peningum sé varið og um leið hver séu gæði þjónustunnar? í fyrstu var talið að góð húsakynni, aukin tækni og bætt menntun starfsmanna tryggði gæði, en síðar kom í ljós að svo þurfti ekki að vera eins og fjallað verður nánar um hér á eftir. Bandaríkjamenn riðu fyrstir á vaðið með að meta gæði sjúkrahúsa og fleiri heilbrigðisstofnana um 1950 og hafa gert það síðan með einum eða öðrum hætti (1). Margir telja að í byrjun hafi hvatinn vestanhafs verið auknar lögsóknir á hendur læknum og heilbrigðisstofnunum og síðar kröfur almennings um góða þjónustu. í dag Frá Heilsugæslustööinni Fossvogi. telja læknasamtök víða erlendis að gæðamat sé mikilvægur þáttur í heilbrigðiskerfinu. Fyrir um 20 árum var fyrst farið að skilgreina og koma fram með þá hugmyndafræði, sem liggur að baki gæðamati. Hefur þar verið fremstur í flokki bandaríski læknirinn, Avedis Donabedian. Hann hefur sett fram þá kenningu að megin kjami skilgreiningar á gæðum læknisþjónustu sé jafnvægið á milli bættrar heilsu og hugsanlegrar áhættu eða skaða, sem lækningamar gætu valdið (2). Undir þetta hafa fleiri tekið og sýnt hefur verið fram á að á ákveðnu stigi þá batnar ekki árangur lækninga (outcome), sama hve miklum fjármunum er eytt og þegar fjárútlát eru komin í tiltekið hámark þá geti það í vissum tilvikum skaðað sjúklinga (3). Donabedian hefur einnig lagt áherslu á að við gæðamat gefi menn jafnt gaum að tæknilegri læknisfræði og læknislistinni (art of care). FLOKKUN GÆÐAMATS Nauðsynlegt er að fara nokkrum orðum um aðferðafræði við gæðamat (4). Fyrst er talað um ákveðnar leiðir til að tryggja gæði í heilbrigðisþjónustu. Þessar leiðir flokkast í: 1. Almennar leiðir. a) Lækningaleyfi. b) Viðurkenning á sjúkrastofnunum. c) Sérfræðiviðurkenningar. 2. Séríœkar leiðir. a) Nefndir, sem fylgjast með læknum í starfi t.d á heilbrigðisstofnunum. b) Lögsóknir. c) Mat sjúklinga á þjónustu. Þá eru vissar aðferðir innan þessara leiða til að meta gæði. Þær nefnast: Umgjörð (stmcture), framkvcemd (process) og árangur (outcome).

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.