Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.09.1991, Side 36

Læknablaðið - 15.09.1991, Side 36
274 LÆKNABLAÐIÐ Mat á umgjörð: Hér er verið að meta húsakynni, aðstöðu, tæki, skipulag þjónustu og menntun starfsfólks. Mat á framkvæmd: Mat á því hvernig starfið er unnið. Mat á árangri: Mat á hvað gerist með sjúklinginn eftir að hann fer frá lækninum. Aðferðimar eru nokkurs konar tæki við matið. Við val á leiðum er verið að nota tækin til að reyna að stjóma. Aðferðirnar má líta á sem vísindalega nálgun við matið, en leiðimar eru stjómunarlegs eðlis. Almennt má segja að umgjörðaraðferðin sé notuð innan almennu leiðarinnar. Hins vegar er framkvœmdar- og árangursaðferðum beitt innan sértæku leiðarinnar. Við aðferðirnar þrjár hafa verið sett fram skilmerki við matið: 1. Skýr skilmerki (explicit criteria). Hér er ákveðið fyrirfram og skráð niður hvaða atriði á að skoða við gæðamatið og hvaða lágmarksstaðal þarf að uppfylla. Svo dæmi sé tekið má nefna að við mat á hæfni læknis er talið að við almenna skoðun á sjúklingi eigi læknirinn að mæla blóðþrýsting. Ef sjúkraskráin er notuð við matið athugar matsmaðurinn hvort blóðþrýstingsmæling sé skráð. 2. Dulin skilmerki (implicit criteria). Hér er ekkert skráð fyrirfram af þeim, sem framkvæmir matið. Til að framkvæma matið er valinn einhver sem menn treysta til þess, en hann einn ákveður hvað sé gott og hvað sé slæmt. BEITING GÆÐAMATS Um langt skeið hefur verið ágreiningur um mismunandi vægi aðferðanna þriggja, umgjörðar, framkvæmdar og árangurs við mat á heilbrigðisþjónustu. Flestar rannsóknir hafa beinst að framkvæmd og árangri og eru deildar meiningar um hvort teljist merkilegra. Staðreyndin er sú að báðar aðferðimar þær eru góðar svo langt sem þær ná. Gallinn við rannsóknir á árangri er að þær er oft erfitt að framkvæma, þær eru tímafrekar og oft óvissa varðandi orsakasamhengi. Við gæðamatið hefur því framkvæmd verið mikið notuð og í því skyni hefur verið notast við sjúkraskýrslur, en nýlega er mikill og vaxandi áhugi á því að fylgjast með heilbrigðisstarfsmönnum í daglegu starfi og meta hæfni þeirra. Þetta er kallað skoðun (audit). í þessu skyni hafa fagfélög heimilislækna í Bretlandi og víðar haft áhuga á að bjóða meðlimum sínum upp á slíkt gæðamat með því að skipuleggja heimsóknir skoðunarmanna. Slíkt mat hefur verið kallað aðkomumat (extemal audit). Andstætt svonefndu heimamati (intemal audit), þar sem starfsbræður framkvæma matið hver hjá öðmm, til dæmis á heilsugæslustöð og skoðunin getur verið fólgin í að fara yfir sjúkraskrár. Hér getur verið um að ræða sjálfsmat (self audit) eða starfsbræðramat (peer audit). Gæðamati er einnig hægt að beita við aðra þætti, er snerta hæfni lækna, til að mynda menntun lækna, sérmenntun, símenntun, hæfni til að kenna og loks til að viðurkenna kennslustað. Einnig hafa komið upp hugmyndir hjá heimilislæknafélögum vestanhafs að hafa mismunandi félagsaðild eftir menntun og hæfni. Þá hefur og verið talað um að meta hæfni lækna við að reka læknastofur eða heilsugæslustöðvar. Margir læknar telja að þeir muni verða í vaxandi samkeppni við starfsbræður sína og einnig annað heilbrigðisstarfsfólk svo sem hjúkrunarfræðinga. Þá finna þeir einnig að það er aukinn þrýstingur á þá að þeir sýni hinu opinbera kerfi, sem borgar brúsann, fram á árangur í starfi. Segja má að það séu þrír aðilar, sem vilja fylgjast með gæðum þjónustunnar. í fyrsta lagi ríkisvaldið, sem borgar megin kostnaðinn við heilbrigðisþjónustuna. I öðru lagi almenningur, sem nú er meira meðvitaður um að læknisþjónusta er ekki öll af sama gæðaflokki og oft hefur fólk mjög ákveðnar skoðanir á hvemig þjónustan á að vera. I þriðja lagi læknamir sjálfir, sem eru metnaðarfyllri en áður og um leið er vaxandi fjöldi lækna þeirrar skoðunar að gæðamat verði að eiga sér stað. GÆÐAMAT í HEILSUGÆSLU ERLENDIS I Bretlandi hefur verið rætt um gæðaeftirlit á vegum heimilislæknafélagsins, þar sem fulltrúar þess heimsæki félagsmenn á stofur þeirra í samvinnu við viðkomandi

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.