Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1991, Síða 42

Læknablaðið - 15.09.1991, Síða 42
278 LÆKNABLAÐIÐ (30-34). Sömuleiðis eru dæmi um BVH við lágmarksskammta, til dæmis við notkun heparínskols og heparínhúðaðra æðaleggja (35-37). Sjúklingum með BVH blæðir sjaldan alvarlega, þótt blæðingum hafi verið lýst (10,20,31,38,39). Um það bil einn af hverjum fimm sjúklingum reynist hinsvegar hafa nýja segamyndun þegar blóðflögufæð greinist, þrátt fyrir mælanlega fullkomna blóðþynningu, og leiðir segamyndunin til dauða í helmingi sjúklinganna (3-6). Segamyndun verður einkum í slagæðum (6,7,19), en sjaldnar bláæðum (9,10,19). Blæðidrep í nýmahettum er stundum talið verða vegna segamyndunar í nýrnahettubláæðum (31,38,39). Húðdrepi hefur einnig verið lýst í nokkrum tilfellum (40-43). SAMLOÐUN BLÓÐFLAGA Til að varpa ljósi á meingerð, greiningu og meðferð blóðflögufæðar og segamyndunar vegna heparíns er nauðsynlegt að stikla á stóru um samloðun blóðflaga, en nákvæmari lýsingu má finna í nýlegum greinum og bókaköflum (44-46). Samloðun (kekkjun, aggregation) blóðflaga er mikilvægur þáttur við myndun blóðstorku, og fylgir undir venjulegum kringumstæðum í kjölfar viðloðunar blóðflaga (adhesion) við von Willenbrandsþátt og kollagen í særðum æðavegg. Samloðunin er afleiðing flókins ferlis flöguhvatningar af völdum veikra hvata (t.d. ADP og adrenalíns) eða sterkra hvata (t.d. þrombíns og kollagens). Veikir hvatar í lágum styrk geta valdið takmarkaðri samloðun blóðflaga (primary wave aggregation), sem er afturkræf innan fárra mínútna því grjónalosun (platelet release reaction) verður ekki. Veikir hvatar í hærri styrk hvetja hinsvegar sérstök viðtæki á frumuhimnu flögunnar, sem veldur losun arakidón-sýru úr flöguhimnunni inn í umfrymi hennar. Fyrir tilverkan syklóoxýgenasa og þromboxan synthetasa er þromboxan A2 (TxA2) framleitt, en TxA2 er ásamt þrombíni og kollageni sterkur flöguhvati. Sterkir flöguhvatar tengjast öðrum sérhæfðum viðtækjum á frumuhimnunni og valda losun díasýlglýseróls og inósitól þrífosfats inn í umfrymi með meðfylgjandi virkjun prótín kínasa C og hækkun á styrk kalkjóna í umfrymi. Af þessu leiðir svo losun virkra efna úr flögugrjónum, t.d. serótónins og ADP úr þéttflögugrjónum (dense granules). ADP er talið valda breytingu á fíbrínógen viðtækjum á yfirborði flöguhimnunnar (GP Ilb/IIIa), sem aftur leiðir til bindingar fíbrínógens og samloðunar hvattra blóðflaga, því virkjuð viðtæki margra blóðflaga geta bundist sömu fíbrínógensameindinni (44-46). Aspirín stöðvar virkni syklóoxýgenasa og hindrar þar með grjónalosun vegna veikra hvata í tilraunaglösum, en prostasyklín hindrar alla grjónalosun bæði vegna veikra og sterkra hvata að því er virðist með virkjun adenyl syklasa og auknum styrk cAMP í umfrymi, sem hindrar kalkjónaháð efnahvörf í blóðflögum (44-48). Samloðun blóðflaga er mæld beint með Ijósgleypnimælingum (46) eða óbeint með mælingum á grjónalosun blóðflaga (4,9,44). Sé serótónín merkt með geislavirku kolefni (C-I4) og innlimað í eðlilegar blóðflögur má nota geislavirknimælingar sem mælikvarða á grjónalosun og samloðun (4,5,49,50). Hefur sú aðferð reynst næmari og sérhæfðari við rannsóknir og greiningu BVH heldur en ljósgleypnimælingar (4,49-51), en aðferðin er flókin og hentar illa klínískum rannsóknastofum. MEINGERÐ Við 2. gerð BVH er aukin umsetning á blóðflögum (3,20). Flestar nýlegar rannsóknir benda til mótefnissvörunar við tilurð sjúkdómsins (4,18,19,49-57), þótt svörunin sé nokkuð óvenjuleg (8,10) og aukaefni í heparíni hafi áður verið talin hugsanleg orsök segamyndunar í sumum sjúklingum (58). BVH kemur venjulega fram á sjötta til tólfta degi lyfjagjafar í sjúklingum, sem er gefið heparín í fyrsta sinn, og gefur það út af fyrir sig vísbendingu um frumónæmissvörun (primary immune response) (59). Blóðflögubundið mótefni mælist í flestum sjúklingum (9,10,24). Heparín eykur bindingu mótefna við blóðflögur, ef til vill vegna bindingar heparínsins sjálfs við blóðfiögur (10,56). Lág blæðingatíðni og segamyndun í stærri æðum við BVH bendir þó til þess að meingerðin sé ólík hefðbundnum dæmum um mótefnisháða blóðflögufæð (60) eins og sjálfnæmisblóðflögufæð (ITP) og blóðflögufæð vegna kíníns (BVK). Við

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.