Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.09.1991, Side 51

Læknablaðið - 15.09.1991, Side 51
LÆKNABLAÐIÐ 1991; 77: 285-7. 285 Kvæði - Þýskalandsfarar I desember 1928 fóru níu íslenskir læknanemar ásamt kennara til Þýskalands í boði Háskólans í Hamborg. Fyrsti viðkomustaður var Kaupmannahöfn, þaðan lá Ieið til Hamborgar þar sem dvaldið var á Eppendorf-sjúkrahúsinu og ferðast var allt suður til Numberg. í viðtali sem Læknablaðið átti við prófessor Jón Steffensen kemur fram að sennilega hafi ferðalangamir aldrei haft jafn rúm peningaráð og í þessari ferð. Ferðir allar og uppihald var greitt af bjóðanda, auk þess sem menn fengu styrk að heiman. Þessi ferð varð til þess að margir læknar fóru í framhaldsnám til Þýskalands. (Sjá: Tryggvi Ásmundsson, Hrafnkell Helgason. Ég vildi ekki láta menn fara þekkingarlausa. Viðtal við prófessor Jón Steffensen. Læknablaðið 1988; 74; 189-210.) Skýringar við kvæðið fylgja hér á eftir. Níels Dimgal (1897-1965), prófessor í meinafræði. Hann var fararstjóri í ferðinni sem farin var að undirlagi dr. Danmeyers, sem var mikill íslandsvinur og hafði verið á Islandi til að rannsaka norðurljós. Bragi Ólafsson (1903-1983) var lengst héraðslæknir á Eyrarbakka en seinustu árin aðstoðarborgarlæknir í Reykjavík. Jón Steffensen (f. 1905) prófessor í líffærafræði. Sigurður Sigurðsson (1903-1986) landlæknir. Karl Sig. Jónasson (1901-1990) skurðlæknir á Landakoti. Brauer var lungnasérfræðingur, yfirlæknir á Eppendorf sjúkrahúsinu í Hamborg. Prófessor Dungal bjó hjá honum meðan dvalist var í Hamborg. Ólafur H. Einarsson (f. 1895), héraðslæknir í Hafnarfirði. Gísli Fr. Petersen (f. 1906), prófessor og yfirlæknir á röntgendeild Landspítalans. Þórður Þórðarson (1904-1985), yfirlæknir á lyflækningadeild Landakotsspítala. Stefán Guðnason (f. 1904), tryggingayfirlæknir í Reykjavík. Jón Karlsson (1902-1935), höfundur kvæðisins, var héraðslæknir í Reykjafjarðarhéraði á Ströndum. Hann var sá eini þeirra félaga sem ekki náði háum aldri. Hann var kvæntur Guðbjörgu Árnadóttur, sem lengi var matráðskona á Sjúkrahúsi Akraness og læknar sem þar hafa starfað minnast með hlýhug og virðingu. Kvæðið var fyrst flutt í hófi sem Þorvaldur Pálsson (1874-1944) læknir kostaði fyrir þá félagana eftir heimkomuna, en sótti ekki sjálfur. Hafði hann kynnst þeim á skipsfjöl á heimleiðinni. Þýskalandsfararnir Á annan dag jóla, árið sem leið, var ákveðin burtfararstund. Og »Gullfoss« til ferðar búinn beið yfir blikandi Islands sund. Þeir stigu tíu á sterka fjöl og strengdu þess allir heit: Að þamba nú fast hið þýska öl og þíða hið íslenska vetrarföl af andlegum akurreit. Dungal, sem fyrir flokknum var og fræknastur hópnum í. Hann dregur þær að sér dömumar, er dósent í patológí. Og þó hann hafi aðeins þrjátíu ár þolað hér jarðarvist,

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.