Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1991, Blaðsíða 5

Læknablaðið - 15.12.1991, Blaðsíða 5
LÆKNABLAÐIÐ 1991; 77: 369-72. 369 Ólafur Steingrímsson1, Jón Hjaltalín Ólafsson2, Karl G. Kristinsson1, Kristín E. Jónsdóttir1, Anna Sigfúsdóttir1 ERU KLAMYDÍUSÝKINGAR Á UNDANHALDI Á ÍSLANDI? Niðurstöður greininga á klamydíusýkingum á sýklarannsóknadeild Landspítalans 1981 til 1990 ÁGRIP Nákvænjar upplýsingar um nýgengi og algengi sýkinga af völdum Chlamydia trachomatis á íslandi eru ekki fyrir hendi nema meðal afmarkaðra hópa. Klamydíurannsóknir hófust á sýklarannsóknadeild Landspítalans árið 1981 og líklega gefa niðurstöður þeirra besta hugmynd um heildartíðni sjúkdómsins á landinu. Athugaðar voru niðurstöður rannsóknanna árin 1981 til 1990. Fjöldi rannsókna var 59.866 og greindust 9415 klamydíusýkingar á þessu tímabili. Fjöldi rannsókna og heildarfjöldi greindra tilfella jókst stöðugt fram til ársins 1990 en þá varð fækkun á hvoru tveggja. Hæst var tíðnin 1989 en þá greindust 1410 tilfelli á landinu. Fækkun greindra tilfella í einstökum hópum og stöðugt minnkandi hlutfall jákvæðra sýna benda eindregið til þess að tíðnin hafi farið lækkandi fyrir 1989. Samanburður við önnur lönd er erfiður vegna skorts á upplýsingum, en líkur eru á að tíðni sjúkdómsins sé svipuð hér á landi og í þeim löndum sem haldbærar upplýsingar eru til frá, svo sem Svfþjóð. INNGANGUR Klamydíusýkingar eru taldar hafa fylgt mannkyninu um aldir. Þó er þekking okkar á örverunum, sem valda þeim, tiltölulega nýfengin. Utliti Chlamydia trachomatis í smásjá var fyrst lýst árið 1907 (1) en ekki tókst að rækta bakteríuna fyrr en 1957 (2), fyrst í eggjum og stuttu síðar í frumugróðri. Vegna smæðar sinnar og þess að klamydíur hafa ekki sjálfstæðan orkubúskap var lengi vel ágreiningur um hvort þær skyldu taldar til veira eða baktería en 1964 var Frá sýklarannsóknadeild Landspítalans', húö- og kynsjúkdómadeild Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur". Fyrirspurnir, bréfaskipti; Ólafur Steingrímsson. ákveðið að þær skyldu flokkast með þeim síðamefndu. Þegar notkun frumuræktana við sjúkdómsgreiningar varð almennari á áttunda áratugnum varð ljóst að C. trachomatis olli umtalsverðum fjölda kynsjúkdómatilfella á Vesturlöndum (3). Klamydíuræktanir voru teknar upp á sýklarannsóknadeild Landspítalans 1981. Á árunum þar á undan hafði þvagrásarbólgutilfellum af óþekktum orsökum fjölgað og þegar greining klamydíusýkinga varð möguleg kom í ljós að sjúkdómurinn var þrefalt algengari en lekandi meðal sjúklinga, sem leituðu til húð- og kynsjúkdómadeildar Heilsuvemdarstöðvar Reykjavíkur (4). Frekari rannsóknir leiddu í ljós að sjúkdómurinn var útbreiddur á íslandi (5-9) og greindum tilfellum fjölgaði stöðugt fram til 1990. Nú eru tæp 10 ár síðan ræktanir voru teknar upp hér á landi og mikill fjöldi einstaklinga hefur verið rannsakaður. Jákvæðum greiningum fjölgaði árlega til ársins 1989, en 1990 greindust í fyrsta sinn færri einstaklingar með klamydíusýkingu en næsta ár á undan. Því þykir rétt að staldra við og taka saman þær upplýsingar, sem er að finna um faraldsfræði sjúkdómsins í gögnum sýklarannsóknadeildar Landspítalans. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Frumuræktanir fyrir C. trachomatis hafa verið gerðar í öllum aðalatriðum á sama hátt síðan þær hófust á sýklarannsóknadeild Landspítalans 1981 og lýst hefur verið (4). Chlamydiazyme®-próf voru tekin í notkun á sýklarannsóknadeildinni í árslok 1985 (10,11). Fyrst eftir að Chlamydiazyme®- prófið var tekið í notkun voru báðar rannsóknimar oft gerðar samtímis, en flestir nota það nú eingöngu. Fram til ársins 1988 voru ræktanir oftast gerðar á sjúklingum kvennadeildar, ef greina átti klamydíusýkingu. Árin 1989 og 1990 voru það aðeins

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.