Læknablaðið - 15.12.1991, Blaðsíða 22
384
LÆKNABLAÐIÐ 1991; 77: 384-90.
Friðrik Sigurbergsson", Guðmundur Oddsson", Jakob Kristinsson21
RANNSÓKNIR Á LYFJAEITRUNUM Á
BORGARSPÍTALA1987-1988.
ÞÁTTUR ÓLÖGLEGRA ÁVANA- OG
FÍKNIEFNA í LYFJAEITRUNUM
INNGANGUR
Á síðustu tveimur áratugum hefur í
talsverðum mæli orðið vart misnotkunar
ólöglegra ávana- og fíkniefna hér á landi. Sé
tekið mið af þeim efnum, sem lögregluyfirvöld
hafa lagt hald á, er einkum um að ræða
kannabis og amfetamín og á síðari árum
kókaín (1,2). Erfitt hefur verið að gera
sér grein fyrir útbreiðslu þessara efna eða
hlutdeild þeirra í vímuefnanotkun hér á
landi þar eð haldgóðar upplýsingar hefur
vantað. Erlendar rannsóknir hafa sýnt, að
í löndum þar sem neysla ólöglegra ávana-
og fíkniefna er útbreidd, eiga þau þátt í
miklum hluta eitrana, sem koma til meðferðar
á bráðamóttökum sjúkrahúsa (3-5). Fram
til þessa hefur hlutdeild þeirra í eitrunum,
sem koma til meðferðar á sjúkrahúsum hér
á landi, ekki verið rannsökuð sérstaklega.
í rannsókn á lyfjaeitrunum, sem gerð var á
Borgarspítalanum á árunum 1983-1984 (6)
fundust þrír einstaklingar, sem neytt höfðu
kannabis. Þrátt fyrir, að rannsóknin styddist
að verulegu leyti við lyfjamælingar, var
ólöglegra ávana- og fíkniefna ekki leitað nema
rökstuddur grunur væri um notkun þeirra og
því hugsanlegt, að þáttur þeirra hafi verið
vanmetinn.
Megintilgangur þeirrar rannsóknar, sem hér
er greint frá, var að kanna þátt ólöglegra
ávana- og fíkniefna (þ.e. amfetamíns, heróíns,
kannabis og kókaíns) í lyfjaeitrunum á
höfuðborgarsvæðinu og hvemig þau tengjast
neyslu algengustu vímugjafanna, þ.e. áfengis
og benzódíazepín sambanda. Rannsóknin er
framsýn og nær yfir tólf mánaða tímabil á
árunum 1987-1988.
Frá 1)lyflaekningadeild Borgarspítalans, 2)rannsóknastofu
H.í. í lyfjafræöi. Fyrirspurnir, bréfaskipti: Guömundur
Oddsson.
EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR
Til rannsóknar komu allir einstaklingar, sem
komu á slysadeild Borgarspítala vegna eitrunar
eða gruns um eitrun af eigin völdum á
tímabilinu nóvember 1987 til nóvember 1988.
Skráðar voru upplýsingar um kyn, aldur,
stöðu, hjúskaparstétt, komutíma, samfylgd og
hvort fyrri saga væri um lyfjaeitrun. Einnig
var skráð ástand sjúklings við komu, þar
með talið meðvitundarástand, eins og fram
kemur í töflu I. Skráning upplýsinga var með
sama hætti og í rannsókninni 1983-1984 (6)
að öðru leyti en því, að hér var gætt fullrar
nafnleyndar og ekki skráðar upplýsingar um
lyfjatöku. Blóðsýni og þvagsýni voru tekin
til lyfjamælinga og leitað í þeim að etanóli,
benzódíazepínsamböndum, amfetamíni,
kannabínóíðum, kókaíni og ópíötum. Eru
rannsóknaraðferðimar, sem notaðar voru,
sýndar í töflu II. Allar lyfjamælingamar fóru
fram á rannsóknastofu í lyfjafræði, Háskóla
íslands.
NIÐURSTÖÐUR
Á þessu 12 mánaða tímabili komu alls 159
einstaklingar grunaðir um eitrun á slysadeild
Borgarspítalans. Hjá fjórum þeirra tókst ekki
að fá blóðsýni og voru þeir því felldir úr
rannsókninni. Nær rannsóknin því til 155
einstaklinga, 69 karla og 86 kvenna.
Kannað var hve margir hefðu farið beint
á aðra spítala í Reykjavík án viðkomu á
slysadeild. Á síðustu árum hefur færst í vöxt,
að læknir neyðarbfls flytji sjúklinga beint
á vaktspítala. Voru því kannaðir flutningar
sjúklinga á neyðarbílnum á tímabilinu. í
ljós kom. að 26 sjúklingar með lyfjaeitrun
voru fluttir beint á aðra spítala án fyrstu
meðferðar á slysadeild Borgarspítalans. Benda
má á, að slysadeild Borgarspítalans er eina
sjúkrahúsið hér í Reykjavík, sem sjúklingar