Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1991, Blaðsíða 11

Læknablaðið - 15.12.1991, Blaðsíða 11
LÆKNABLAÐIÐ 375 I töflu I má sjá yfirlit yfir fjölda jákvæðra rannsókna, algengi meðal hinna ýmsu hópa og útreikninga á næmi, sértæki og spágildum jákvæðra og neik. æðra Chlamydiazyme®- prófa. Niðurstöður staðfestingarprófa þegar niðurstöður úr ræktunum voru til samanburðar sjást í töflu II. í töflu III er yfirlit yfir öll staðfestingarpróf, sem gerð voru. I töflu IV má sjá yfirlit yfir fjölda klamydíurannsókna á sýklarannsóknadeild Landspítalans þau tvö ár sem um ræðir og fjölda jákvæðra prófa. UMRÆÐA Nú um stundir tíðkast að ræða um arðsemi í umræðum um heilbrigðismál. Kröfur eru gerðar í auknum mæli um að forvamaraðgerðir séu arðbærar. Ekki hafa verið gerðir arðsemisútreikningar á skimun fyrir klamydíusýkingum hér á landi. Ætla má að kostnaður við skimun og kostnaður vegna afleiðinga alvarlegra sýkinga sé áþekkur hér og annars staðar. I útreikningum frá Bandarfkjunum (13) var niðurstaðan sú að skimun væri arðbær ef algengi væri um 10% og notað væri Chlamydiazyme®. Prófið hefur þó hentað illa til skimunar vegna þess að næmi þess hefur verið lágt, allt niður fyrir 50% hjá einkennalausum karlmönnum (9.10) og falskjákvæð próf hafa einnig verið vandamál, einkum hjá konum. Ræktun hefur einnig hentað illa til skimunar vegna þess hve dýr og tímafrek hún er og næmi hennar er einnig ófullnægjandi, en það er talið vera um 80-85% (11). Þó Chlamydiazyme® hafi hvorki næmi né sértæki á við ræktun hefur þróunin hér á landi orðið sú að flestir nota það nú eingöngu. Húð- og kynsjúkdómadeild Heilsuvemdarstöðvar Reykjavíkur er eini aðilinn, sem enn sendir sýni til ræktunar að einhverju marki. Það varðar því miklu ef unnt er að gera umbætur á Chlamydiazyme®- prófinu. Túlkun Chlamydiazyme®-prófa. Næmi og sértæki Chlamydiazyme®-prófa var svipað í okkar rannsókn og í öðrum sambærilegum rannsóknum (11). Samanburður er þó erfiður vegna þess að bæði næmi og sértæki eru mjög háð því hvaða hóp er verið að rannsaka (9.10) . í flestum rannsóknum, sem birtar hafa verið, hafa sjúklingar ekki verið flokkaðir í undirflokka líkt og gert var í rannsókninni, sem gerð var á húð- og kynsjúkdómadeild Table II. Results of confirmatory tests on 91 patients with positive Chiamydiazyme® when cultures for C. trachomatis had been done at the same time. Males Females Total positive culture, blocking > 50% ... 52 30 82 positive culture, blocking < 50% ... - - - negative culture, blocking > 50% ... 1 4* 5 negative culture, blocking < 50% ... 1 2 3 negative culture, repeat test negative 1 - 1 * One culture was inconclusive rather than negative because of cytopathogenicity of the specimen. Table III. Results of confrmatory tests on 247 specimens when Chlamydizyme®-tests were positive with values of 1.400 or lower. Males Females Total Blocking >50% .. 88 140 228 Blocking <50% 2 12 14 Repeat test negative .... .. 1 4 5 Total 91 156 247 Table IV. Number of specimens submitted for examination for chlamydial disease with culture or Chlamydiazyme® or both. Department 1987 1990 Number Prevalence Number Precvalence STD .... 2192 516 (24%) 2417 396 (16%) OB-GYN. 2826 214 (8%) 2131 132 (6%) Others .. 4184 587 (14%) 5149 523 (10%) Total 9202 1317 (14%) 9697 1049 (11%) STD: The State STD clinic, Barónsstíg, 101 Reykjavík. OB-GYN: The Department of Obstetrics and Gynecology, the National University Hospital, Barónsstíg, 101 Reykjavík. Heilsuvemdarstöðvar Reykjavíkur 1984 og 1985 (10). Samkvæmt núverandi rannsókn var næmi Chlamydiazyme®-prófsins hjá körlum minna 1990 en 1987. Sennilegasta skýringin er að hlutfall einkennalausra sjúklinga hafi aukist, en ekkert er þó vitað um þetta atriði. Reynt var að meta í rannsókninni, hvort bæta mætti notagildi prófsins með því að breyta túlkun niðurstaðna. Mörk milli jákvæðra og neikvæðra prófa hafa verið valin þannig að næmi prófsins verði sem mest án þess að fjöldi falskjákvæðra prófa verði of mikill og túlkun niðurstaðna er eins hjá körlum og konum, samkvæmt fyrirmælum framleiðanda. Þó kemur í ljós, ef niðurstöður eru metnar sérstaklega fyrir karla og konur, að fjöldi

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.