Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.12.1991, Qupperneq 7

Læknablaðið - 15.12.1991, Qupperneq 7
LÆKNABLAÐIÐ 371 12000 0 Utan af landi 0 Kvennadeild ■ Frá læknum n Húö og kynsjúkdómadeild Mynd 3. Heildarfjöldi rannsókna. 0 Utan af landi 0 Frá kvennadeild ■ Frá læknum ■ Frá húð og kynsjúkdómadeild Mynd 4. Heitdarfjöldi jákvœöra sýna. rannsóknastofan, sem gerði slíkar rannsóknir hér á landi, þar til Chlamydiazyme®- rannsóknir voru teknar upp á rannsóknadeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri í ársbyrjun 1991. Niðurstöður klamydíurannsókna sýklarannsóknadeildar gefa besta vísbendingu um algengi klamydíusýkinga á íslandi undanfarin 10 ár. Læknar vanrækja greinilega þá lagaskyldu sína að tilkynna um kynsjúkdómatilfelli til landlæknisembættisins. Tíðnitölur í skýrslum þess eru mjög misvísandi. Árin 1984 og 1985 greindust um 70-85% fleiri tilfelli á sýklarannsóknadeild Landspítalans en skráð eru í Heilbrigðisskýrslum (8). Athugun á niðurstöðum klamydíurannsókna sýkladeildarinnar á umræddu tímabili benda eindregið til þess að sýkingum hafi fækkað um nokkra hríð. —o— Sýni Jákvæðar Jákvæö rannsóknir Mynd 5. Heildarfjöldi rannsókna og jákvœð sýni. □ Karlar Mynd 6. Aldursdreifing. Klamydíurannsóknum fjölgaði nánast stöðugt fram til ársins 1990 að lítils háttar fækkun varð (myndir 1 og 5). Heildarfjöldi greindra tilfella jókst einnig jafnt og þétt þar til 1990 en þá varð veruleg fækkun (mynd 2). En ef niðurstöður eru athugaðar nánar með tilliti til sendenda, virðist sýkingum hafa tekið að fækka nokkru fyrr. Þrátt fyrir að sýnafjöldi væri stöðugt að aukast varð fjöldi greindra sýkinga mestur 1985 á kvennadeildinni og 1986 á húð- og kynsjúkdómadeildinni. Á kvennadeildinni varð óskýrð aukning á greindum tilfellum 1989, eftir að tilfellunum hafði stöðugt fækkað í þrjú ár þar á undan. Ef til vill er ástæðan að hluta til sú, að þá voru Chlamydiazyme®-rannsóknir teknar upp í stað ræktana og þeim fylgir nokkur fjöldi falskjákvæðra greininga, einkum hjá þunguðum konum (11). Á myndum 3 og 4 má sjá að læknar á lækningastofum í Reykjavík og utan af landi juku mjög sýnasendingar við tilkomu Chlamydiazyme®-prófanna 1986, en í báðum sjúklingahópunum fór greindum tilfellum fækkandi, eftir árið 1988.

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.