Læknablaðið - 15.12.1991, Blaðsíða 37
LÆKNABLAÐIÐ 1991; 77: 397-402.
397
SKURÐLÆKNAÞING 1990
Hótel Húsavík 20.-21. apríl
MEÐFERÐ Á NAGLSÆRI
Höfundur: Hannes Finnbogason
Greint frá árangri meðferðar á inngróinni nögl (ungis
incamatus) og sveppasýkingu (mycosis ungis) á 100
nöglum með penslun á naglbeðnum með phenol liquidum
(Phenolization).
TVÖ TILFELLI MEIRIHÁTTAR BLÆÐINGAR FRÁ
ENDAPARMI
Höfundur: Tómas Jónsson
Meiriháttar blæðing frá meltingarvegi er algeng orsök
innlagnar á sjúkrahús og oft er erfitt að staðsetja
blæðingu. Nýlega voru innlagðir tveir sjúklingar á
Landspítalann með blæðingu sem krafðist aðgerðar og í
báðum tilfellum tókst að staðsetja blæðingu með DSA
æðamyndatöku.
Gangur og meðferð þessara sjúklinga er rakinn í stuttu
máli og gefið yfirlit um þetta vandamál eins og skrifað er
um það í tímaritum um læknisfræði.
TUMOR í BRISI - Sjúkratilfelli -
Höfundar: Sigurgeir Kjartansson, Hannes Petersen, Helgi
J. Isalcsson. Skurðdeild Landakotsspítala, Rannsóknastofa
Háskóla lslands í meinafrœði
Fyrirlesari: Hannes Petersen
Þrjátíu og átta ára gömul kona með tveggja ára sögu um
verki undir hægri rifjaboga. Við rannsóknir kom í ljós
tumor í processus uncinatus pancreatis. Gerð Whipple’s
aðgerð, pylorus saving, og tumor fjarlægður radicalt.
Meinafræðirannsókn sýndi sjaldgæfa tegund af
pancreasæxli, sem kallast cystic solid papillary carcinoma,
sem kemur aðallega fyrir hjá ungum konum og hefur
góðar horfur.
MILTISÁVERKAR Á BORGARSPÍTALANUM 1979-
1989
Höfundar: Sigurður Blöndal, Jónas Magnússon, Gunnar
Gunnlaugsson
Fyrirlesari: Sigurður Blöndal
Inngangur: Hefðbundin meðferð á miltisrofi hefur verið
miltistaka án frekari vafninga. Observation á miltisrofi
og jafnvel miltisrafíur hafa rutt sér til rúms. Tilgangur
þessarar rannsóknar var að gera grein fyrir meðferð á
miltisrofi á Borgarspítalanum árin 1979-1989.
Efni og aðferðir: Afturvirk rannsókn á sjúklingum
skurðdeildar Borgarspítalans með miltisrof árin 1979-
1989 var gerð. Fjörtíu og fjórir sjúklingar (23 karlar,
21 kona) fundust og var miðtala aldurs 20 ár (1-78
aldursbil). Greiningaraðferðir, injury severity score (ISS),
aðgerðir, legutími og blóðgjafir voru skráðar. Fjórtán
sjúklingar höfðu einangrað miltisrof en 30 sjúklingar
höfðu fjöláverka.
Niðurstaða: Þrjátíu sjúklingar voru teknir beint til
aðgerðar, 28 miltisnám og tvær miltisrafíur voru gerðar,
14 sjúklingar voru observeraðir en í fimm tilfellum
reyndist aðgerð nauðsynleg með fjórum miltisnámum
og einni rafíu. Af 14 sjúklingum með einangraða
miltislöskun voru sjö skomir upp. ISS var 24 (9-57
miðtala og bil). Dánartalan var 4.5%. Tengdir áverkar
fundust við aðgerð hjá 20 sjúklingum og var krafðist
kímrgískrar úrlausnar 14 sinnum. Línulegt samband milli
ISS og blóðgjafa fannst.
Alyktun: Sjúklingar með ISS stærra en 30 eru líklegir
til að þurfa á miklu blóðmagni að halda og líkumar á
tengdum sköddunum er krefjast úrlausnar aukast mikið.
Aðeins einn sjúklingur, sem kom í óafturkræfu losti, lést
með staka miltisrúptúru. Miltisrúptúran sem slík er ekki
aðalvandinn við sljóan kviðarholsáverka. Við hvetjum til
þess að tekin verði upp kerfisbundin skráning/stigun á
traumasjúklingum, samanburður á hópum er þá mögulegur
og einnig mat á starfsárangri deilda.
INTRA-HEPATÍSKIR GALLSTEINAR,
LIFRARRESEKTION
Höfundur: Jónas Magnússon. Skurðdeild Borgarspítalans
Tilgangur þessa útdráttar er að kynna tilfelli af intra-
hepatískum gallsteinum í v. lat. lifrarhlutanum með
þrengingu í intra-hepatíska galltrénu. Þetta er óvenjulegur
staður í galltré fyrir gallsteina og lifrarresektion er
nauðsynleg.
Sjúkdómstilfelli: Fjörtíu og átta ára gömul kona veiktist
með verkjum í efra hægri fjórðung, hita og skjálfta.
Sex ámm áður hafði gallblaðran verið fjarlægð og
cholangiogram í aðgerð var eðlilegt. Ómskoðun sýndi
hreyfanlega fyrirferð með skugga innan v. lateral
lifrarhlutans með stenosis í v. lifrarganginum. ERC
leiddi í Ijós þrengingu í v. lifrarganginum mótsvarandi
skilum v. lateral og v. medial lifrarhlutans með víkkun á
gangakerfinu. Vinstri lateral segmentektomí var gerð með
hjálp CUSA tækis. Skoðun sýndi útvíkkað gangakerfi,
nokkra steina í ganginum og rýmun á lifrarvefnum.
Þrengsli vegna bólgu sáust í lifrarganginum í reseteraða
hlutanum. Gangur eftir aðgerð var tíðindalaus, útskrift á
tíunda degi eftir aðgerð.
Vinstri lateral segmentektomí er ekki mjög erfið, tap
á lifrarvef lítið, og blæðing með notkun CUSA lítil.
Ályktun; Lifrarresektion ætti að íhugast sem meðferð á
intra-hepatískum steinum.