Læknablaðið - 15.12.1991, Blaðsíða 15
LÆKNABLAÐIÐ
379
N. gonorrhoea
Jákvæðar ræktanir á sýkladeild.
læknis er líkleg til að hafa áhrif til fækkunar
á auðgreinanlegum og auðlæknanlegum
kynsjúkdómum.
Litlar upplýsingar eru til um kynhegðun
Islendinga. Lauslegar athuganir á húð-
og kynsjúkdómadeild (4) benda til að
engar umtalsverðar breytingar hafi orðið
á fjölda rekkjunauta meðal sjúklinga með
kynsjúkdóma. En starfsfólk deildarinnar
telur sig merkja breytingar á afstöðu til
kynsjúkdómavama og að ungt fólk sé viljugra
nú en áður til þess að koma til rannsóknar á
deildinni.
Kynsjúkdómavarnir. Heilbrigðisyfirvöld í
ýmsum löndum og á ýmsum tímum hafa
hafið miklar herferðir gegn kynsjúkdómum.
Fyrr á tímum þegar kynsjúkdómar urðu aukið
vandamál, einkum ef þeir urðu hemaðarlegt
vandamál var oft brugðist við hart og
oft með umtalsverðum árangri. Beitt var
félagslegum aðgerðum svo sem fræðslu og
áróðri og takmörkun á og eftirliti með vændi.
Tæknilegar framfarir í læknisfræði, bæði hvað
varðar greiningu og meðferð kynsjúkdóma,
höfðu einnig án efa oft afgerandi áhrif. En
þegar tíðnin fór lækkandi eða viðkomandi
styrjöld var lokið urðu kynsjúkdómar aftur
forboðið umræðuefni og vamaraðgerðir
voru vanræktar (3). Miklir hleypidómar hafa
löngum fylgt kynsjúkdómum, ekki aðeins
meðal almennings, heldur einnig meðal
heilbrigðisstétta. Leiða má rök að því að
klamydíusýkingum, sem eru auðgreinanlegár
og auðlæknanlegar og hafa tiltölulega auðrakta
smitleið, megi útrýma með samstilltu átaki
almennings og heilbrigðisstarfsmanna. Slíkar
aðgerðir væru ekki kostnaðarsamar og ætla má
að ekkert nema fordómar standi í veginum.
Benda má á í þessu sambandi að lekanda er
nú þegar útrýmt jafnharðan og hann berst
til ákveðinna landsvæða eða landshluta og
hann nær ekki að verða þar landlægur (5).
Sárasótt hefur borist hingað til lands á hverju
ári og nær samt ekki að verða landlæg vegna
áhrifamikillar smitberaleitar (contact tracing)
og virkra aðferða til skimunar.
Nú má ekki skilja undirritaðan þannig að hann
sé bjartsýnn á að kynsjúkdómum verði útrýmt
úr heiminum á næstunni, en Islendingar
hafa hér nokkra sérstöðu einkum er varðar
klamydíusýkingar. Líklegt má telja, að ef
mögulegt er að útrýma þeim, séu aðstæður
óvíða betri en á Islandi meðal annars af
eftirtöldum ástæðum:
Mikill hluti sjúklinganna er einkennalaus
og því er markviss leit að smituðum
einstaklingum með skimun og smitberaleit
mjög mikilsverð í baráttunni við þessa
sjúkdóma og afleiðingar þeirra. Smitberaleit
er þó erfitt að framkvæma vel nema með stoð
í kynsjúkdómalögum. Islendingar voru fljótir
að bregðast við þegar grunur kom upp um
að klamydíusýkingar gætu verið algengar
og í aukningu. Þegar kynsjúkdómalög voru
endurskoðuð 1975 voru sett inn ákvæði um
að þvagrásarbólga af ógreindum ástæðum
(nongonococcal urethritis) félli undir hin
ströngu ákvæði þeirra. C. trachomatis var
ekki nefnd með nafni í lögunum því ekki var
unnt að rækta hana hér á landi á þeim tíma.
Þegar frumuræktanir fyrir C. trachomatis
voru teknar upp á sýklarannsóknadeild
Landspítalans 1981 varð smitberaleit möguleg
með fulltingi ofangreindra ákvæða. Þegar
lögin voru enn endurskoðuð 1986 vegna
tilkomu eyðni, var bakterían nefnd með nafni.
Aðrar þjóðir hafa verið svifaseinni og einungis
fáar hafa sett sérstök lög um sjúkdóminn. I
Bandaríkjunum gilda til dæmis ekki sérstök
lagaákvæði um hann, en í Svíþjóð féll hann
undir smitsjúkdómalög 1988.
íslendingar hafa gengið rösklega fram við
klamydíurannsóknir á undanfömum árum
þó ef til vill hefði mátt gera enn betur.
Því er ekki að neita að það olli nokkrum
vonbrigðum þegar kvennadeild Landspítalans
hætti að skima fyrir C. trachomatis hjá
öllum vanfærum konum. En menn hafa
líklega haft árangur sem erfiði þrátt fyrir
allt og nýgengi sýkinganna virðist hafa
minnkað jafnt og þétt. Trúlega ber að líta
svo á að um kynsjúkdómafaraldur sé að ræða