Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1991, Blaðsíða 19

Læknablaðið - 15.12.1991, Blaðsíða 19
LÆKNABLAÐIÐ 383 flugeldar og blys leyfð sem fyrr. Erlendis hefur setning staðla um hámark leyfilegs púðurmagns sannað gildi sitt (2,3)- Rannsókn þessi sýnir að innlögnum vegna augnslysa af völdum flugelda hefur ekki fjölgað á síðustu árum en á hinn bóginn eru þau mun alvarlegri en áður. I þessu sambandi er rétt að geta þess að vegna breyttra meðferðarúrræða hafa sjúklingar með mar á auga síður verið lagðir inn á sjúkrahús síðastliðin 10 ár. Aðalhættan fyrstu sólarhringana eftir forhólfsblæðingu er endurblæðing. A árum áður voru því allir slíkir sjúklingar lagðir inn og hafðir á rúmlegu. Með tilkomu fibrinólysu- hemjandi lyfja hafa læknar hneigst til þess að meðhöndla hluta þessara sjúklinga, þ.e. þá sem eru með litlar blæðingar, án sjúkrahúsvistar enda hefur verið sýnt fram á að lyfin minnki líkumar á endurblæðingu (6,7). Þessi hneigð byggist þó ekki á skipulegri samanburðarrannsókn þar sem bomir eru saman sjúklingar sem eru meðhöndlaðir utan sjúkrahúsa miðað við innlagða sjúklinga. Það er mat höfunda að sumir þeirra sjúklinga sem voru innlagðir á áttunda áratugnum væru ekki lagðir inn í dag. Telja má því líklegt að fleiri augnskaðar en hér eru taldir hafi átt sér stað síðustu árin af völdum flugelda, án þess að til innlagnar hafi komið. Sú ákvörðun að banna »tívolíbombur« hér á landi 1988 fækkaði alvarlegum augnslysum (sjá mynd 3). Örugglega væri til bóta að takmarka notkunina enn frekar, til dæmis með því að setja staðla um skotelda sem einkaaðilum sé heimilt að nota. Kraftmestu skoteldana mætti einungis sérþjálfað fólk meðhöndla. Vitað er að í ríkjum þar sem einungis sérþjálfað fólk fær að meðhöndla flugelda, blys og sprengjur, eru slys af þeirra völdum nánast óþekkt (2,4,8,9). Fræðsla um notkun flugelda og hættur þeim samfara virðist hafa mikið gildi. Undanfarin tvenn áramót voru veittar upplýsingar í fjölmiðlum um meðferð og hættur samfara notkun flugelda með þeim árangri að engir alvarlegir augnáverkar áttu sér stað. Mynd 1 sýnir að af 15 slösuðum einstaklingum voru 12 undir tvítugu, þar af þrír yngri en 10 ára. Oft hefur verið bent á það sem einnig kemur fram í þessari rannsókn, að drengjum er mun hættara við augnslysum en stúlkum (5,10). Er kynhlutfallið 4:1. Aldrei verður um of brýnt fyrir foreldrum að fylgjast vel með bömum, bæði þeim sem sjálf eru að verki og hinum sem nærstödd eru þegar farið er með flugelda, blys eða sprengjur. Á þann hátt má vissulega fækka alvarlegum augnáverkum. SUMMARY Fireworks are commonly used in Iceland (pop. 250.000) to celebrate the New Year. We looked retrospectively at all Hospital treated eye injuries caused by fireworks in the period 1978-1991, in all 13 years. Fifteen patients were admitteed to the University Eye Hospital, which is the only one of its kind in Iceland. These were mostly young individuals, only three older than 20 years. AU except one had contusing injury to the globe. The visual outcome seems to be deteriorating because of more powerful fireworks. HEIMILDIR 1. Vemon SA. Fireworks and the eye. J R Soc Med 1988; 81: 569-1. 2. Wilson RS. Ocular firework injuries and blindness. Analysis of 154 cases and three state survey comparing the effectiveness of model law regulation. Ophthalmology 1982; 89: 291-7. 3. McFarland LV, Harris JR, Kobayashi JM, Dicker RC. Risk factors for fireworks-related injury in Washington State. JAMA 1984; 251: 3251-4. 4. Carlson TA, Klein BEK. The incidence of acute hospital-treated eye injuries. Arch Ophthalmol 1986; 104: 1473-6. 5. Viggósson G. Nýgengi meiriháttar augnslysa. Sjúklingar lagðir á augndeild Landakotsspítala 1971- 1979. Læknablaðið 1981; Fylgirit 12: 37-46. 6. Bramsen T. Fibrinolysin and traumatic hyphema. Acta Ophthalmol 1979; 54: 447-54. 7. McGetrick JJ, Jambol LM, Goldberg MF, Frenkel M, Fiscella RG. Aminocaproic acid decreases secundary hemorrhage after traumatic hyphema. Arch Ophthalmol 1983; 101: 1031-3. 8. Grin TR, Nelson LB. Jeffers JB. Eye injuries in childhood. Pediatrics 1987; 80: 13-7. 9. Canavan YM, O’Flaherty MJ, Archer DB. A 10-year survey of eye injuries in Northem Irland 1967-76. Br J Ophthalmol 1980; 64: 618-25. 10. Strahlman E, Elman M, Daub E, Baker S. Causes of pediatric eye injuries. Arch Ophthalmol 1990; 108: 603-6.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.