Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1991, Blaðsíða 35

Læknablaðið - 15.12.1991, Blaðsíða 35
LÆKNABLAÐIÐ 395 er ekki í þágu meira eða minna málbrjálaðra sérfræðinga og á allra sízt fyrst og fremst að falla í þeirra smekk« (22). NÝ VERKEFNI Verið er að undirbúa nokkur orðasöfn. Verið er að leggja drög að íðorðasafni í meinafræði, ónæmisfræði og augnsjúkdómafræðum. Sú vinna verður nú auðveldari, að nýverið varð tiltækt forrit fyrir íðorðaskráningu, sem hægt er að nota í einkatölvum. Haustið 1988 hófst kerfisbundin endurskoðun fimmtu útgáfu alþjóðlegu líffæraheitanna, Nomina Anatomica, NA (23) og nýsmíði heita fyrir aðra útgáfu alþjóðlegra heita úr vefjafræði, Nomina Histologica, NH (23) og fósturfræði, Nomina Embryologica, NE (23) , sem samþykkt var í Mexíkóborg 1980. Frá miðju ári 1989 hefir verið unnið út frá sjöttu útgáfu NA og þriðju útgáfu NE og NH (24) , sem samþykktar voru í Lundúnum 1985. Aætlað er að síðustu yfirferð ljúki á þessu ári og gætu orðasöfnin þá komið út á árinu 1992. Vinnan hefir skilað fjölda orðstofna og orða, sem fara beint og sjálfkrafa inn í orðabankann. Framundan er endurskoðun íðorðaforðans alls og hefir verið áætlað, að hún geti tekið allt að áratug og að þeim tíma liðnum væri fyrst hægt að huga að heildarútgáfu íðorðasafnsins með íslenzk-enskum og ensk-íslenzkum hluta. Þó væri hægt að hraða því verki verulega, ef tekst sú ætlan, að unnið verði að mörgum íðorðasöfnum sérgreina læknisfræðinnar samtímis. SAMSTARF VIÐ LÆKNADEILD Það hefir lengi verið á dagskrá að ráðast í ný íðorðaverkefni, svo sem á sviði augnlækninga, bamalækninga, geðlækninga, geislalækninga - geislagreiningar, handlækninga (til dæmis lýtalækningar, taugaskurðlækningar), háls-, nef- og eymalækninga, húðsjúkdómalækninga, kvenlækninga, lyflækninga (til dæmis hjartasjúkdómar, lungnasjúkdómar, meltingarsjúkdómar, ofnæmissjúkdómar, ónæmisfræði), lækningarannsókna, meinafræði, sýklafræði, taugalækninga og þvagfæralækninga, svo nokkur dæmi séu nefnd. Til þess að það takist þurfa að koma til nýir starfshópar í líkingu við þann, sem þegar er til innan geðlækninganna. Það var því gleðiefni, að Einar B Pálsson prófessor hratt af stað umræðu um tilhögun íðorðagerðar í Háskóla Islands. Háskólaráð fjallaði um málið og síðastliðið haust var samþykkt eftirfarandi, sem er í samræmi við tillögur Einars: A. »Háskólaráð beinir þeim eindregnu tilmælum til allra háskóladeilda, að þær vinni skipulega að því, að til verði íslenskt íðorðasafn á kennslusviði deildarinnar. Líta skal á vinnu við íðorðagerð sem sjálfsagðan þátt í fræðastarfi kennara og sérfræðinga í Háskóla Islands«. B. »Háskólaráð mælir með eftirfarandi vinnutilhögun við íslenskt íðorðasafn á fræðasviðum háskóladeilda. Markmiðið með slíku starfi er að auðga íslenska tungu af fræðiorðum til þess að unnt verði að ræða og rita um vísindi og tækni á íslensku. 1. Hver háskóladeild skipar starfshóp um skipulagningu íðorðastarfs. 2. Starfshópurinn kynnir sér vinnulag við íðorðagerð, skilgreinir umfang verksins, þ.e. fjölda hugtaka, og gerir tillögu til deildar um skipan orðanefnda, sem funda reglulega. 3. Verkefni orðanefnda er að skilgreina og þýða hugtök og að mynda nýyrði. Við nýyrðasmíð skulu nefndir njóta aðstoðar sérfræðinga frá íslenskri málstöð«. Á fundi deildarráðs læknadeildar í nóvember 1991 var fjallað um tilmæli háskólaráðs. Þá var samþykkt sú tillaga deildarforseta, að farið yrði fram á það við læknafélögin, að íðorðanefnd þeirra verði jafnframt íðorðanefnd læknadeildar. Þessu erindi hefir að sjálfsögðu verið vel tekið og eru hafnar viðræður við deildarforseta um tilhögun samstarfs og samskipta. Vænta má, að fyrir bragðið muni læknasamtökin koma frá sér sæmilegri íðorðabók af einhverju tagi vel fyrir aldamótin næstu. HEIMILDIR 1. Linné C (Carolus Linneus): »Vitir þú eigi nöfnin, skortir þig þekkingu á hlutunum«. Tilvitnun í Bendz G. Latin för medicinare. Andra upplagan. Malmö: Gleerups, 1952. (Om du ej namnen vet, du saknar kunskap om tingen). 2. Kjartan G Ottósson. Islensk málhreinsun. Sögulegt yfirlit. Rit Islenskrar málnefndar 6. Reykjavík: fslensk málnefnd, 1990.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.