Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1991, Blaðsíða 17

Læknablaðið - 15.12.1991, Blaðsíða 17
LÆKNABLAÐIÐ 1991; 77: 381-3. 381 Haraldur Sigurðsson, Guömundur Viggósson, Friðbert Jónasson AUGNÁVERKAR AF VÖLDUM FLUGELDA INNGANGUR Alkunna er að flugeldar, blys og önnur púðuráhöld geta valdið augnáverkum (1,2). Almenningur á Islandi notar slíkar vörur fyrst og fremst til að fagna nýju ári, þ.e. á gamlárskvöldi en einnig á þrettándanum, þó í mun minna mæli. Vegna slysahættu hafa verið sett lög sem hamla og jafnvel banna notkun flugelda í mörgum löndum með góðum árangri (1-3). Tilgangur þessarar greinar er að kynna niðurstöður afturvirkrar rannsóknar á 15 meiriháttar augnslysum, sem leiddu til innlagnar á augndeild Landakotsspítala á 13 ára tímabili, 1978-91. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Athugaðar voru sjúkraskrár sjúklinga, sem lagðir voru inn á augndeild Landakotsspítala vegna augnáverka af völdum flugelda síðastliðin 13 ár. Samtals reyndust þeir 15, tólf karlar og þrjár konur. Aldursdreifing var frá fimm til 67 ára, aðeins þrír voru eldri en tvítugir, langflestir voru unglingar (mynd 1). NIÐURSTÖÐUR í átta tilvikum hafði slys orðið á hægra auga, en því vinstra í sex tilvikum. I einu tilviki voru bæði augu sködduð. Öll slysin urðu á tímabilinu frá 28. desember til 7. janúar, þar af níu á gamlárskvöld eða nýársnótt (mynd 2). Meirihluti slysanna átti sér stað á stór-Reykjavíkursvæðinu eða 12 en þrjú úti á landi. Fjöldi legudaga var frá tveimur upp í 14, að meðaltali 6.3 dagar. Algengasta orsök áverkanna voru flugeldar eða hjá sex einstaklingum. »Tívolíbombur«, blys og hvellhettur deildu öðru sætinu en hvert þeirra um sig olli skaða hjá þremur Frá augndeild Landakotsspítala. Fyrirspurnir, bréfaskipti: Haraldur Sigurðsson. Number of patients 9 ^---------1 0-10 11-20 21-30 31-40 41-50 51-60 61-70 Age (years) Fig. 1. Age distribution of 15 hospitalized individuals injured by fire-work in lceland in the years 1978-91. Number of patients Fig. 2. Date of accident among 15 lcelandic individuals eye-injured by fire-work and hospitalized in the period 1978-91. Table I. Type of fire-work causing eye injury, among 15 lcelandic individuals injured in the years 1978-1991. Type of fire-works Number of individuals Fountain 3 Rockets 6 Tivoli-bombs 3 Firecrackers 3 (tafla 1). Yfirleitt var slasaði sjálfur að verki eða í tólf tilvikum en þrír slösuðust sem áhorfendur.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.