Læknablaðið - 15.12.1991, Blaðsíða 27
LÆKNABLAÐIÐ
389
meðferðarstofnanna SÁÁ árið 1986
reyndust 13.9% þeirra (karlar 7.9%, konur
6%) er komu í sína fyrstu meðferð til
meðferðarstofnunarinnar að Vogi hafa neyslu
kannabínóíða, amfetamíns eða kókaíns sem
aðalvandamál. Langflestir (11.8%) misnotuðu
kannabis en 1.9% misnotuðu amfetamín og
0.2% kókafn. Neysla þessara efna blandast
nær alltaf ofneyslu áfengis (10).
Oneitanlega kemur það á óvart að ekki
skulu finnast nema sex neytendur ólöglegra
vímuefná í hópi þeirra sem koma til
meðferðar á slysadeild vegna gruns um
lyfjaeitrun. Er hér um 3.9% eitrunartilfella að
ræða. Ef notkun þessara efna er jafn algeng og
af er látið koma þessir neytendur að minnsta
kosti ekki á slysadeild í þannig ástandi að
grunur vakni um eitrun af einhverju tagi.
Enginn reyndist hafa neytt heróíns eða
morfíns, en í Oslóarrannsókninni, sem áður
hefur verið vikið að (4), fundust heróín og
önnur sterk verkjadeyfandi lyf í 18% allra
sjálfseitrunartilfella. í rannsókn, sem gerð
var á háskólasjúkrahúsi í Bandaríkjunum
1986-1987 (11,12) fannst amfetamín í 10%
allra blóð- og þvagsýna, sem komu til
lyfjaleitar vegna gruns um eitrun. Kókaín
kom fyrir í jafnmörgum tilvikum, en morfín
og önnur sterk verkjadeyfandi lyf nokkru
sjaldnar (í 9.6% tilvika). 1 rannsókn, sem
gerð var á bráðamóttöku ástralsks sjúkrahúss
(3) fundust kannabínóíðar í 32%, morfín í
10%, amfetamín í 6% og kókafn í 1% allra
tilvika. Af þessum þremur rannsóknum getur
aðeins sú síðastnefnda talist sambærileg við
okkar, en þar var leitað sömu vímugjafa
með skipulegum hætti í öllum sjúklingum,
sem til náðist og komu til meðferðar vegna
eitrunar. Það kemur því greinilega fram í
þessari rannsókn að fjöldi eitrana af völdum
ólöglegra ávana- og fíkniefna er ekki eins
mikill og í svipuðum rannsóknum frá ýmsum
nágrannalöndum.
Ópíöt finnast ekki í neinu tilfelli og bendir
það ótvírætt til þess að útbreiðsla heróíns og
skyldra ávana- og fíkniefna sé mjög lítil hér á
landi, því þar sem þau eru notuð í einhverjum
mæli eru alvarlegar eitranir af þeirra völdum
algengar.
Amfetamín og kannabínóíðar eru algengustu
ólöglegu ávana- og fíkniefnin hér samkvæmt
þessari rannsókn en kókaín finnst ekki í neinu
tilfelli er því ólíklegt að útbreiðsla þess sé
mikil hér á landi enn sem komið er.
SUMMARY
A recent survey on self-poisonings in Reykjavik
and the surrounding townships (Oddsson G,
Kristinsson J, Hardarson ÞH, Jakobsson F.
Læknablaðið 1989; 75: 5-9) has shown that self-
poisonings are mainly caused by prescription
drugs and alcohol. The role of illicit drugs,
i.e. amphetamins, cannabinoids, cocain,
morphine/heroine, has not been well known and
it was therefore decided to launch another survey
where these drugs are specificially iooked for.
The study period was one year, from November
1987 to November 1988, and all cases suspected
of self-poisoning which were admitted to the
Reykjavik City Hospital emergency room were
included in the survey. Since this is the only
emergency room open 24 hours serving Reykjavik
and surrounding townships most of the suspected
self-poisonings are brought there and receive initial
treatment. During the study period 159 cases
were admitted suspected of self-poisoning and
clinical information and blood samples for drug
survey were obtained in 155 patients (97.5%).
There were 86 females and 69 males at the age
of 14-76 years with a great predominance in the
younger age groups. The blood samples were
screened for alcohol, bensodiazepines and the
aforementioned illicit drugs, at the Department of
Pharmacology, University of Iceland. The results
of the drug survey revealed that illicit drugs were
only found in six cases (4 females and 2 males).
The only illicit substances found were amphetamins
and cannabinoids. In two cases a combination of
cannabinoids and amphetamin was found and other
two had taken amphetamin and large amounts of
benzodiazepines. None of this particular group
had alcohol in the blood. In the remaining 149
cases alcohol was found in 85 and benzodiazepines
in 73 cases. Diazepam was the most common
bensodiazepine found. The combination of
benzodiazepines and alcohol was very common.
Codein was found in 13 cases, in most instances
along with alcohol or bensodiazepines but there
was no evidence of cocain, heroine or morphine
poisoning.