Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1991, Blaðsíða 12

Læknablaðið - 15.12.1991, Blaðsíða 12
376 LÆKNABLAÐIÐ falskjákvæðra prófa er meiri hjá konum en fjöldi falskneikvæðra prófa er meiri hjá körlum. Ef bæði árin eru tekin saman sést að hjá konum voru 64 próf falskjákvæð en 38 falskneikvæð. En hjá körlum voru 24 falskjákvæð en 164 falskneikvæð. Það kemur því vel til greina að meta niðurstöður með mismunandi hætti eftir því hvort kynið á í hlut. Það ræðst þó af því hve notkun staðfestingar fækkar falskjákvæðum prófum mikið. Einnig kemur til álita að skipta svörum í þrjá flokka, eftir því hvort niðurstaða telst jákvæð, neikvæð eða vafasöm. Þá mætti endurtaka rannsóknina, eða senda í ræktun þegar niðurstaðan væri vafasöm. Staðfestingarpróf. Framleiðandi Chlamydiazyme®-prófsins, Abbott laboratories, hefur nýlega sett á markað staðfestingarpróf (10), sem greinir jákvæð próf frá falskjákvæðum, sem stafa af krossverkun mótefna við mótefnavaka annarra baktería en C. trachomatis. Falskjákvæð próf eru illa séð því hér gildir oft að betra sé að sekur sleppi en saklaus brenni. Þegar staðfestingarprófin voru tekin í notkun á sýklarannsóknadeildinni var ákveðið af hagkvæmniástæðum að nota þau aðeins þegar niðurstaða Chlamydiazyme®-prófsins var jákvæð, og lægri en 1.400. Akvörðunin byggðist á því að þegar niðurstöður klamydíurannsókna frá árunum 1987 og 1990 voru athugaðar sást, að sértæki Chlamydiazyme@-prófa milli 2.200 og 1.400 var yfir 99%. Þó mikilvægt sé að fækka falskjákvæðum prófum er ekki síður mikilsvert að að auka næmi prófsins, ef unnt er, með því að gera staðfestingarpróf á háum en neikvæðum prófum og skilja á milli sértækra og ósértækra svarana. í rannsókn Schwebke (14) var gert flúrskins-mótefnapróf þegar Chlamydiazyme®-próf voru há-neikvæð og tókst að auka næmi rannsóknarinnar verulega. Flúrskins-mótefnapróf henta þó ekki vel vegna þess hve tímafrek þau eru og túlkun þeirra krefst mikill.ar æfingar. Ef niðurstöður okkar frá árunum 1987 og 1990 eru skoðaðar, viðmiðunarmörkin lækkuð um 40-50% og sett við 0.060 og gert ráð fyrir að staðfestingarprófið komi í veg fyrir falskjákvæð próf, fer næmi prófsins úr rúmum 70% í 84% hjá körlum. Þessi mörk voru valin vegna þess að falskneikvæðum prófum fækkar verulega þegar niðurstaða Chlamydiazyme®- prófsins er lægri en 0.060. Ekki er unnt að meta nákvæmni staðfestingarprófsins af okkar reynslu. Tölumar eru of lágar og einnig þyrfti að gera flúrskins-mótefnapróf þegar ræktun og Chlamydiazyme® ber ekki saman. Niðurstöðumar eru þó í samræmi við niðurstöður Moncada og félaga (11) og lofa að því leyti góðu. Ákvörðun hefur verið tekin um það á sýklarannsóknadeild Landspítalans að gera staðfestingarpróf á öllum Chlamydiazyme®-prófum, sem eru hærri en 0.060. Jákvæðum prófum verður svarað út eins og áður nema hvað niðurstaða staðfestingarprófsins verður einnig skráð. Ef prófið verður neikvætt en hærra en 0.060 verður svarið skráð sem grunsamlegt ef staðfestingarprófið er jákvætt. NIÐURLAG Algengi klamydíusýkinga er ef til vill að minnka á Islandi, samanber töflu IV. Ef rétt reynist er auðvitað ekki hægt að fullyrða neitt um orsökina og að öllum líkindum er um samverkandi ástæður að ræða. Freistandi er þó að álíta að þær tugir þúsunda klamydíurannsókna, sem gerðar hafa verið síðan klamydíuræktanir hófust á sýklarannsóknadeildinni, hafi átt sinn þátt í þessari þróun. Einnig má ætla að með auknum og bættum klamydíugreiningum megi láta kné fylgja kviði og fækka sýkingunum enn meira. í rannsókninni, sem nefnd var hér að ofan var talið að skimun væri arðbær ef algengi væri um 10%. Þar var þó ekki gert ráð fyrir þeim möguleika að skimunin ylli lækkun á tíðni sjúkdómsins. Ef skimun stuðlar að umtalsverðri fækkun klamydíusýkinga, auk þess að koma í veg fyrir alvarlegar afleiðingar þeirra, er hún vafalítið hagkvæm meðal hópa með lægra algengi en 10%. Skimun allra ófrískra kvenna á kvennadeild Landspítalans var hætt þegar í ljós kom að algengi var aðeins tæp 4% (7). Chlamydiazyme® hefur verið ónothæft við skimun hjá þunguðum konum vegna fjölda falskjákvæðra prófa. Ef staðfestingarprófið fækkar falskjákvæðum prófum, er vert að kanna hvort hægt sé að mynda markhópa meðal ófrískra kvenna með mun hærra algengi en í heildarhópnum. Til dæmis mætti taka tillit til aldurs og ef til vill hjúskaparstöðu og skima meðal slíkra hópa með Chlamydiazyme®.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.