Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1991, Blaðsíða 6

Læknablaðið - 15.12.1991, Blaðsíða 6
370 LÆKNABLAÐIÐ læknar húð- og kynsjúkdómadeildar Heilsuvemdarstöðvar Reykjavíkur, sem létu gera báðar rannsóknimar á sýnum frá flestum nýjum sjúklingum. Allar niðurstöður klamydíurannsókna, sem gerðar voru á sýklarannsóknadeildinni frá því að þær hófust í nóvember 1981 til ársloka 1990 voru athugaðar. Ekki eru fyrir hendi haldgóðar upplýsingar um tilefni sýnatöku vegna þess hve beiðnaseðlar voru oft og tíðum illa útfylltir. Ætla má að flestir sjúklinganna hafi greinst vegna þess að þeir höfðu einkenni eða vegna smitberaleitar, en nokkur hluti þeirra greindist þó vegna skimunar á kvennadeild Landspítalans. Kyn- og aldursdreifing sjúklinga húð- og kynsjúkdómadeildar Heilsuvemdarstöðvar Reykjavíkur árin 1987 og 1990, sem höfðu klamydíusýkingar, var athuguð með því að skrá í tölvu upplýsingar um aldur og kyn þeirra. Bókhald deildarinnar er handunnið og því erfitt um vik að vinna úr miklu magni upplýsinga. Akveðið var að kanna aldursdreifingu sjúklinga frá Heilsuverndarstöðinni vegna þess að líklegt þótti að það gæfi besta mynd af aldursdreifingu sjúklinga með kynsjúkdóma og einnig vegna þess að til voru eldri upplýsingar til samanburðar (4). NIÐURSTÖÐUR Alls voru skráðar niðurstöður frá 59.866 rannsóknum. Það var talin ein rannsókn ef annað hvort ræktun eða Chlamydiazyme®vom gerð eða bæði prófin samtímis. Ræktanir, sem gerðar voru á þessum 10 árum voru 31.893 og Chlamydiazyme®-próf voru 40.303, eða samtals 72.196 próf. Rannsókn var metin jákvæð ef annað hvort ræktun eða Chlamydiazyme®var jákvætt, nema þegar Chlamydiazyme®var jákvætt en samtímis ræktun neikvæð. Þá var litið svo á að um falskjákvætt Chlamydiazyme®-próf hefði verið að ræða. Mynd 1 sýnir yfirlit yfir rannsóknafjöldann á þessum árum, það er fjölda prófa, sem gerð voru. Jákvæðar rannsóknir voru 9415 á þessu 10 ára tímabili og mynd 2 sýnir dreifingu þeirra eftir árum. A þessu tímabili greindust 4160 tilfelli á húð- og kynsjúkdómadeildinni og 1844 á kvennadeild Landspítalans. Síðustu fimm árin greindust 1529 tilfelli utan Reykjavíkur og 1462 á læknastofum í Reykjavík. A myndum 3 og 4 má sjá 0 Chlamydiazyme ■ Ræktanir Mynd 1. Heildarfjöldi rannsókna 1981-1990. Mynd 2. Heildarfjöldi jáh’œðra rannsókna. stuðlarit yfir sýnafjölda og fjölda jákvæðra sýna frá sjúklingum, sem greindust á húð- og kynsjúkdómadeildinni, kvennadeild Landspítalans, hjá læknum á lækningastofum og stofnunum á höfuðborgarsvæðinu og læknum úti á landi. Fyrsta heila árið eftir að klamydíyurannsóknir voru teknar upp var 1982. Það ár voru ríflega 26% ræktananna jákvæðar og árið eftir um 21%. Hlutfall jákvæðra rannsókna fór síðan stöðugt lækkandi og var rúmlega 10% árið 1990. Á mynd 5 má sjá línurit yfir heildarfjölda rannsókna og heildarfjölda jákvæðra rannsókna. Mynd 6 sýnir aldursdreifingu sjúklinga, sem komu á húð- og kynsjúkdómadeild Heilsuvemdarstöðvar Reykjavíkur 1987 og 1990. UMRÆÐA Ókleift er að greina klamydíusýkingar frá sýkingum af völdum annarra baktería nema með aðstoð rannsóknastofu. Sýklarannsóknadeild Landspítalans var eina

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.