Læknablaðið - 15.12.1991, Blaðsíða 26
388
LÆKNABLAÐIÐ
(6-8) gáfu ekki tilefni til þess að ætla að
notkun þeirra væri útbreidd hér á landi. Fyrstu
rannsóknimar (7,8) voru þó þeini annmarka
háðar, að þær studdust ekki nema að litlu
leyti við lyfjamælingar og í þeirri síðustu
(6) var ekki leitað að ólöglegum ávana- og
fíkniefnum nema hjá hluta sjúklinganna. Ekki
er því útilokað, að neysla þeirra hati verið
algengari en þar kom fram. I rannsókn þeirri,
sem hér er skýrt frá, var leitað að ólöglegum
ávana- og fíkniefnum í blóði 84% allra
einstaklinga, sem vitað er til að hafi leitað
læknishjálpar vegna eitrunar á 12 mánaða
tímabili og ætti hún því að gefa marktækar
upplýsingar um útbreiðslu þessara efna.
Sjálfseitranir eru með algengustu
bráðatilfellum á móttökudeildum sjúkrahúsa
víða um heim. Viðamikil rannsókn á
sjálfseitrunum í Osló árið 1980 leiddi í ljós
árlegt nýgengi 2.8 af 1000 íbúum (°/oo), 3.1 °/oo
hjá körlum og 2.6%' hjá konum (4). Nær
það til allra eitrana, þar á meðal dauðsfalla
utan sjúkrahúsa. Alls skráðum við 185
eitrunartilfelli á rannsóknartímabilinu og
þannig var nýgengi á Reykjavíkursvæðinu
og til viðbótar létust 22 utan sjúkrahúsa á
tímabilinu (2). Er nýgengi eitrana því 1.6%o
miðað við 130.000 íbúa höfuðborgarsvæðisins
og því virðist hér vera um minna vandamál að
ræða en í höfuðborg Noregs.
Fjöldi innlagna vegna sjálfseitrana í
núverandi rannsókn er 3.5% af innlögnum á
lyflækningadeild Borgarspítalans á ári og eru
öldrunardeildir undanskildar til samræmis við
fyrri rannsóknir (7,8). Samkvæmt þeim var
tíðnin nokkru meiri eða 4.5% á ári á árunum
1971-1981.
Vafasamt er þó að draga þá ályktun að um
raunverulega fækkun sjálfseitrana sé að ræða
því hafa ber í huga að hér er einungis um eitt
ár að ræða og fá tilfelli.
Greinilegt er í rannsókn okkar að lyfjaeitranir
eru hlutfallslega algengastar meðal yngra
fólks, þannig er stærsti aldurshópurinn 20-
29 ára, 33.5% og alls eru 75% á aldrinum
20-49 ára. Hlutfall þessa aldurshóps í
þjóðfélaginu er einungis 43%. Er þessi
aldursdreifing mjög svipuð og í þremur
fyrri lyfjaeitrunarrannsóknum hér á
Borgarspítalanum (6-8). í rannsókn þessari
voru konur heldur fleiri en karlar (kynhlutfall
1:1.25), en fyrri rannsóknir hafa sýnt, að
eitranir eru yfirleitt heldur algengari meðal
kvenna en karla (6-8).
Niðurstöður lyfjamælinga (tafla VI)
sýna, að enn sem fyrr eru það alkóhól
og benzódíazepínsambönd, sem valda
flestum eitrunum. Athyglisvert er hve
margir sjúklingar eru með kódeín í blóðinu,
en frekari rannsóknir bentu til þess að
kódeínið hafi verið hluti samsettra verkjalyfja.
Niðurstöðumar benda þannig ekki til þess að
um beina misnotkun kódeíns hafi verið að
ræða.
Olögleg ávana-og fíkniefni fundust einungis
í blóði sex sjúklinga. I blóði fimm þeirra
fannst amfetamín en kannabis í blóði þriggja.
í tveimur tilfellum var bæði um neyslu
kannabis og amfetamíns að ræða. Tveir þeirra
sem misnotuðu amfetamín höfðu einnig
tekið mikið magn benzódíazepínsambanda,
en samnotkun þessara lyfja er vel þekkt.
Athyglisvert er að ekki fannst alkóhól í blóði
hjá neinum þessara sjúklinga og er neysla
þessara ávana- og fíkniefna því ekki blönduð
áfengisneyslu. Einnig getur það skýrt gott
meðvitundarástand þessara sex misnotenda
við komu á slysadeild.
Engin merki fundust um kókaínneyslu, enda er
útbreiðsla þess hér á landi að öllum líkindum
lítil miðað við amfetamín og kannabis (2).
Kókaín veldur oft alvarlegum eitrunum og
eru dauðsföll af völdum þess vel þekkt.
Hér á landi varð eitt dauðsfall af völdum
kókaíneitrunar árið 1989 (2) og er það eina
dauðsfallið, sem vitað er til að hér hafi orðið
af völdum ólöglegra ávana- og fíkniefna.
Mikið hefur verið rætt um vaxandi notkun
ólöglegra fíkniefna í þjóðfélaginu. Lögregla
og forsvarsmenn meðferðarstofnanna fyrir
áfengissjúklinga telja sig verða vara við
vaxandi vandamál og umræðan endurspeglast í
fjölmiðlum.
Samkvæmt skráningu lækna