Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1991, Blaðsíða 14

Læknablaðið - 15.12.1991, Blaðsíða 14
378 LÆKNABLAÐIÐ 1991; 77: 378-80. LÆKNABLAÐIÐ THE ICELANDIC MEDICAL JOURNAL Læknafélag Íslands og IlTrI 1 l.æknafclag Rcykjavikur 77. ÁRG. - DESEMBER 1991 REKUM FLÓTTANN: Hugleiðingar um breytingar á tíðni kynsjúkdóma Lekandatilfellum hefur fækkað á íslandi á undanförnum árum (sjá mynd) og nú bendir allt til þess að tíðni klamydíusýkinga fari sömu leið (1,2). Ekkert verður fullyrt um orsakir þessa og líklega valda samverkandi ástæður. Undirritaður, sem óneitanlega er hlutdrægur, trúir því þó staðfastlega að nýjar greiningaraðferðir og leit að einkennalausum smitberum hafi skipt sköpum og geri ef til vill kleift að útrýma þessum sjúkdómum á Islandi. Eftir miklu er að slægjast. Það er ekki einasta, að þessir kynsjúkdómar valdi miklum kostnaði í rekstri heilbrigðiskerfisins, heldur hníga einnig rök að því að markviss greining og meðferð einstaklinga með klamydíusýkingar nægi ekki alltaf til þess að koma í veg fyrir alvarlegar afleiðingar, svo sem skemmdir á eggjaleiðurum. Ef til vill er því eina leiðin til að koma í veg fyrir ófrjósemi af þeirra völdum að útrýma sjúkdómunum. En athugum nánar þau atriði, sem talin eru hafa mest áhrif á tíðni kynsjúkdóma og hvaða vitneskja er fyrir hendi um þau á Islandi. Tíðni þessara sjúkdóma hefur sveiflast mikið á sögulegum tíma og löngum hefur verið deilt um orsakirnar (3). Þrennt er talið ráða mestu um útbreiðslu þeirra; smithæfni (virulence) örveranna, kynhegðun fólks og aðgerðir samfélagsins til að spoma við útbreiðslunni. Smithœfni örveranna: Lítill vafi leikur á því að breytingar á smithæfni örvera, sem valda kynsjúkdómum, valda sveifium á nýgengi og hafa áhrif á útbreiðslu þeirra. Lítið er þó vitað um þetta atriði og góðir mælikvarðar á smithæfni bakteríanna eru ekki fyrir hendi. Óbirtar upplýsingar í fórum sýklafræðideildar Landspítalans benda til þess að nokkrar breytingar hafi orðið á þeim lekandastofnum, sem valdið hafa sýkingum undanfarinna ára. Um var að ræða breytingar á lyfjanæmi bakteríanna og vísbendingar gáfu til kynna að þeim fylgdi breyting á nýgengi, en engar upplýsingar eru fyrir hendi um hvort því hafa fylgt breytingar á smithæfni þeirra. Ekkert er vitað um breytingar á smithæfni C. trachomatis. Breytingar á kynhegðun. Ljóst er að þjóðflutningar og miklar breytingar á þjóðfélagsháttum, svo sem á styrjaldartímum, hafa oft valdið breytingum á kynhegðun, til dæmis aukningu á vændi og þar með mikilli aukningu kynsjúkdóma. Einnig er álitið að kynhegðun hafi breyst í kjölfar bættra getnaðarvama og jafnvel er talað um kynlífsbyltingu, sem valdið hafi mikilli aukningu kynsjúkdóma. Lítið er þó um nákvæmar upplýsingar um það með hvaða hætti kynhegðun og kynsjúkdómar tengjast. Ef frá eru talin áhrif takmörkunar á vændi er lítið vitað um hvemig breytingar á kynhegðun valda fækkun kynsjúkdómatilfella. Ef breytingar á kynhegðun hefðu úrslitaáhrif á tíðnisveiflur kynsjúkdóma, mætti gera ráð fyrir að tíðni allra þeirra sjúkdóma, sem berast fyrst og fremst með samförum, breyttist samtímis. Svo er þó oftast ekki. Hér á landi hefur lekanda- og klamydíusýkingum fækkað umtalsvert á undanfömum árum, en á sama tíma hefur herpes- og kondylómatilfellum líklega fjölgað (4). Kynsjúkdómar eru fyrst og fremst sjúkdómar ungs fólks milli tektar og fastra ástasambanda og telja verður ólíklegt að miklar breytingar verði á kynhegðun þess í samfélögum, sem búa við félagslegan stöðugleika. Benda má á að kynlíf þess er oft í óþökk fjölskyldu og jafnvel brot á landslögum og áróður og opinberar ábendingar eru ekki líklegar til að hafa umtalsverð áhrif á það. Með orðinu kynhegðun hefur hér að ofan verið átt við tíðni samfara og val rekkjunauta. Ef þekking á kynlífi og afstaða til kynsjúkdómavama eru talin til kynhegðunar má gera ráð fyrir mun meiri áhrifum hennar á tíðni kynsjúkdóma. Aukin notkun smokka og jákvæðari afstaða, sem leiðir til þess að smitaðir leita fyrr til

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.