Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1991, Blaðsíða 34

Læknablaðið - 15.12.1991, Blaðsíða 34
394 LÆKNABLAÐIÐ ætlunin að vinna að einskonar endurbættri útgáfu Islenzkra læknisfræðiheita (18), sem legið höfðu óhreyfð í rúm tuttugu ár. Frá því var þó horfið og tveimur árum síðar var ráðist í að vinna út frá orðabók þeirri, sem kennd er við Gould (20). Var því í rauninni beitt hefðbundnum aðferðum við orðabókargerðina. Síðan var bætt inn skilgreindum hugtökum eftir því sem þekking stóð til og leitast við að finna heiti við hæfi. Stafkaflinn A var tilbúinn í handriti um það bil að stofnuð var Orðanefnd læknafélaganna og Magnús Snædal málfræðingur var snemma árs 1984 ráðinn í hálft starf sem ritstjóri íðorðasafns lækna. Magnús tók þá til við að leita uppi prentaðar heimildir, spjaldskrár og orðalista, vinna úr þeim og koma þeim skipulega í tölvu. Önnur orðtaka mótaðist mjög af áhugasviðum og þekkingu læknisins, sem um hana sá. Fastir fundir nefndarinnar hafa hins vegar verið haldnir í Domus Medica. Þangað hafa sótt þeir læknar, sem áhuga hafa á að starfa að íðorðasmíð í félagi við aðra og fóma nokkru af frítíma sínum, þar sem fundir eru haldnir í lok vinnudags. Fundarsókn er að sjálfsögðu frjáls og sumir nefnarmenn hafa hætt reglubundinni fundarsetu til þess að vinna einir að ákveðnum sérverkefnum. Vinnsla íðorðasafnsins sóttist betur en áætlað var í byrjun og rúmum fimm árum eftir að nefndin hóf vikulega fundi sína, var búið að gefa út fjórtán hefti með rúmlega þrjátíu þúsund enskum uppflettiorðum (5). SAMVINNAN VIÐ ÍSLENSKA MÁLSTÖÐ í byrjun var skipt við Reiknistofnun Háskólans um tölvuþjónustu, en fljótlega kom í ljós, að miklu hagkvæmara yrði að leita annarra kosta. Var þá gripið til þess ráðs á miðju ári 1987, að taka lán og leggja andvirðið fram sem hluta af kaupverði tölvu íslensku málstöðvarinnar (MicroVax II). Jafnframt var gerður samningur um áframhaldandi starfsaðstöðu er gilti í hálft fjórða ár og í árslok 1990 varð tölvan óskoruð eign málstöðvarinnar. Frá síðustu áramótum var samningurinn framlengdur í eitt ár. Frá byrjun hefir Baldur Jónsson prófessor, forstöðumaður málstöðvarinnar verið með í ráðum. Hefir samvinnan við hann verið hin ánægjulegasta. Starfsmaður nefndarinnar fékk þegar í byrjun starfsaðstöðu í íslenskri málstöð að Aragötu 9 og hefir heimilisfang nefndarinnar verið þar síðan. íslensk málstöð er skrifstofa íslenskrar málnefndar og miðstöð þeirrar starfsemi, sem málnefndin hefir með höndum. Málnefndin skal annast söfnun nýyrða og útgáfu þeirra og jafnframt vera til aðstoðar við val nýrra orða og við nýyrðasmíð. Hún skal vinna að skipulegri nýyrðastarfsemi í landinu og hafa samvinnu við og aðstoða orðanefndir, sem félög eða stofnanir koma á fót. Nefndin skal stuðla að samræmingu í vinnubrögðum þeirra, sem fást við myndun orða til útgáfu í sérstökum orðasöfnum eða gefa út staðla. Þarf ekki að fara mörgum orðum um mikilvægi þess fyrir orðanefndina, að eiga aðgang að orðabókarkerfi málstöðvarinnar og tæknibúnaði sem því fylgir og að vera í nánum tengslum við aðra starfsemi í stöðinni. GEÐRASK?GEÐRÖSKUN? GEÐTRUFLUN? Eitt verkefnið er frábrugðið því sem áður hefir verið lýst. Á síðastliðnu hausti var orðasmíð kynnt á fundi með geðlæknum. Þar var rædd nauðsyn þess, að snúa á íslenzku Tölfræði- og greiningarhandbók Ameríska geðlæknafélagsins um geðröskun (21). Áður en af því gæti orðið, þyrfti hins vegar að íslenzka og samræma þau íðorð, sem þar eru notuð. Upp úr þessu varð til starfshópur. í honum eru geðlæknamir Helgi Kristbjamarson, Magnús Skúlason, Oddur Bjamason, Tómas Helgason og Tómas Zoéga. Af hálfu Orðanefndar læknafélaganna unnu með þeim ritstjóri íðorðasafnsins og læknamir Guðjón S Jóhannesson og Öm Bjamason. Árangur þessa samstarfs verður birtur innan tíðar, þegar tekizt hefir að fjármagna útgáfuna. Þar verða þau orð, sem lagt er til að komi til álita við þýðinguna. Er kallað eftir, að aðrir geri betur og er mikilvægt að allir orðhagir menn leggist á eitt, vegna þess að íðorð er ekki komið »til skila, fyrr en það situr hnókið og heimalegt í alþýðlegri ræðu og hefur á sér sem minnst gestasnið. Islenzkun fræðiorða

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.